Ég á í smá vanda.
Er með mynd hérna sem er 147x128 og ætla að minnka hana til þess að ég get notað hana hérna í prófílnum.
En stærðin á henni er 4.78 kb og þetta er JPEG format.
Svo fer ég í Photoshop og minnka hana í stærð sem Vaktin getur notað en þegar ég savea hana síðan sem JPEG, meira að segja ef ég set Quality 0 þá verður myndin svona 40 kb!!!!
Ég nenni ekki að hafa hana ofurlitla (30x15) svo þetta passi hérna inn.
Afhverju verða myndirnar sem maður editerar í Photoshop svona stórar í kb?
Er einhver leið framhjá þessu?