Að undanförnu hefur nokkuð asnalegt vandamál plagað mig. Þegar ég reyni að fara inn á e-a ákveðna vefsíðu þá enda ég á annarri en þeirri sem ég reyndi að komast inn á. T.d. gerist það núna að ef ég reyni að fara á blog.central.is þá lendi á google.is. Fyrr í dag lenti ég á mbl.is þegar ég reyndi að fara á mr.is sem virkar samt núna. Það sem verra er, þessi vandi einskorðast ekki við einn vafra heldur lendi ég í þessu hvort sem ég nota Opera, Firefox eða IE. Hefur e-r lent í álíka?
Jæja á meðan ég skrifaði þennan póst lagaðist blog.central.is vandamálið, þetta virðist frekar gerast ef netumferðin er þung (þ.e. torrent í gangi).