InstallShield / Windows Installer vandamál.


Höfundur
Xen0litH
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Lau 12. Jún 2004 21:17
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

InstallShield / Windows Installer vandamál.

Pósturaf Xen0litH » Mið 20. Des 2006 19:53

Já, enn eitt vandamálið skotið upp kollinum á þessarri blessuðu vél.

Þannig er málið að ég er að reyna að installa leik með virtual drive (Alcohol 120%) og fæ upp valmynd sem leyfir mér að velja "Install, Uninstall" o.s.frv.

Svo vel ég "Install" og Install Shield Wizard byrjar að configure-a e-ð.

Svo fæ ég upp villuboð:

1607: Unable to install InstallShield Scripting Runtime.



Já, ég gúglaði þetta og fann einhverjar lausnir sem engar virðast virka.

Væri frááááábært ef einhver gæti hjálpað mér með þetta, langar að installa einhverjum nýjum og spennandi leikjum á vélina fyrir jól. ;)

Xen0

* Væri gott ef einhver gæti gefið mér góðar leiðbeiningar að því að un-/re-installa windows installer?

* Fann leið til þess að re-installa Windows Installer, en þar birtist annað vandamál :/

http://support.microsoft.com/kb/324516

Þarna sést leið til þess að re-installa windows installer
En þegar það kemur að því að skrifa
ren msi.dll msi.old

Þá fæ ég þetta
The system cannot find the file specified.


Gáði og fann báða fælana! Hvað er málið? :/



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: InstallShield / Windows Installer vandamál.

Pósturaf gnarr » Mið 20. Des 2006 21:49

Xen0litH skrifaði:Þarna sést leið til þess að re-installa windows installer
En þegar það kemur að því að skrifa
ren msi.dll msi.old

Þá fæ ég þetta
The system cannot find the file specified.


Gáði og fann báða fælana! Hvað er málið? :/


slepptu þessu skrefi þá. "ren msi.dll msi.old" gerir ekkert nema að save-a upprunalegu skrána sem msi.old, sem backup. Þannig að þú getur haldið áfram í næsta skref.


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
Xen0litH
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Lau 12. Jún 2004 21:17
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xen0litH » Mið 20. Des 2006 23:53

Allt í lagi. Þetta byrjaði sem smávægilegt vandamál kannski, en núna er ég alveg búinn að klúðra öllu sem hægt er virkilega að klúðra og tölvan mín restartar sér alltaf áður en windows ræsist get ekki einu sinni farið í safe mode.

Ég ætlaði að playa þetta virkilega pro og fór og sótti windows XP diskinn, sett'ann í og gerði "repair". (http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=9397)

Já, ekki virtist það nú góð hugmynd, því hérna er ég staddur, með ónothæfa tölvu stútfulla af drasli sem ég verð _alls_ ekki sáttur með ef ég missi.

Ég var með installaðan service pack 2 áður en ég gerði þetta btw. Fattaði það eftirá að það gæti verið slæææmt.. ?

Er ekki eina hugsanlega lausnin að fá annan harðandisk sem ég set sem 'master' og boota upp á til að geta bjargað öllu dótinu áður en ég formata?

Og já, ég er búinn að slappa mig fyrir þetta.

Xen0



* Kannski eitt sem vert er að nefna
Meðan á þessu repair proccessi stóð, þá rétt áður en þetta var búið fékk ég upp einhver villuboð sem sögðu eitthvað um 'Software has not passed Windows Logo testing to verify its compatibility with Windows XP.'