Explorerinn slekkur á sér / bluescreen.


Höfundur
Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Reputation: 0
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Explorerinn slekkur á sér / bluescreen.

Pósturaf Birkir » Sun 26. Mar 2006 20:13

Sælir Vaktarar.

Það hlaut að koma að því að tölvan klikkaði. Málið er það að ég var að sækja mér serial á frekar vafasamri síðu og „slysaðist“ þar til að setja upp ActiveX control frá þeirri síðu. Eftir það fylltist gjörsamlega allt af malware (adware/spyware, þekki ekki muninn á þessu nógu vel) og þá kom það, explorerinn slökkti einfaldlega á sér og það var engin leið til að kveikja á honum aftur (einhverra hluta vegna komst ég ekki í Task Manager).

Þá var bara næsta skref, ég rebootaði tölvunni.

Ekki gekk það nógu vel vegna þess að um leið og ég var kominn inn á accountinn minn slökknaði á explorernum og ég gat ekkert gert, ég reboota aftur og þá kemur bluescreen.

Tölvan virtist ekki vera alveg viss um hvort hún ætti bara að slökkva á explorernum eða skella á mig bluescreen. :?

Skilaboðin á bluescreeninum eru eftirfarandi:

Kóði: Velja allt

STOP: 0x0000008E (0xC0000005, 0xEC6BD275, 0xF79DFC28, 0x00000000)

avpe64.sys - Address EC6BD275 base at EC6BD000, Datestamp 441470c7


Næst var það að prófa að skella sér í 'Safe Mode', svo skemmtilega vill til að það virkar eins og í sögu.

Skellti í gang scan með Ad-Aware, Spybot S&D, Stinger og Avast. Nokkur entry komu í hverju scani (er ekki búinn að vera neitt svakalega duglegur að gera þetta í gegnum tíðina).

Þá prófa ég að reboota og reyna að starta vélinni eðlilega, ekki gengur það frekar en fyrri daginn, en tölvan virðist þó vera búin að ákveða sig, núna virðist hún eingöngu ætla að sýna mér bluescreen.

Skelli mér því aftur í 'Safe Mode' og reyni að fikta mig eitthvað áfram. Þegar ég googla "avpe64.sys" þá kemur eitthvað um einhvern vírus sem heitir haxdoor eða eitthvað svoleiðis, svo ég sæki fix fyrir hann. Ekki er það þó málið þar sem ekkert finnst með því.

Upplýsingar um þennan file "avpe64.sys" gefa til kynna að þetta sé fæll sem „þykist“ vera driver, þá datt mér í hug að kannski myndi það virka að starta vélinni í 'diagnostical mode', ekki var það rétt hjá mér þar sem þessi bluescreen mætir enn og aftur á svæðið.

Prófaði að losa mig við entry sem kallast "avpe64.sys" í registry, ekki gekk það.

Núna er ég bara alveg ráðalaus og bið ykkur því um hjálp.

Með fyrirfram þökk, Birkir.




DoRi-
</Snillingur>
Póstar: 1023
Skráði sig: Mið 20. Okt 2004 19:18
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoRi- » Sun 26. Mar 2006 20:29

ég myndi prófa Hijackthis

en microsoft menn segja manni líklega eitthvað um þetta , http://search.microsoft.com/results.asp ... FORM=QBME1




Höfundur
Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Reputation: 0
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Birkir » Sun 26. Mar 2006 20:30

Já, gleymdi að taka það fram að ég er búinn að athuga með báða þessa kosti.

Takk samt, endilega haldið áfram að koma með uppástungur.




Predator
1+1=10
Póstar: 1184
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Explorerinn slekkur á sér / bluescreen.

Pósturaf Predator » Sun 26. Mar 2006 20:35

Bara starta í safe mode og keyra Spybot og Ad-aware og vírus skanna. Eina sem mér dettur í hug. Getur líka prófað að dl-a TuneUp Utilities.


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H


Arnarr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 367
Skráði sig: Þri 12. Okt 2004 21:28
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Arnarr » Sun 26. Mar 2006 20:35

formatt?




Höfundur
Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Reputation: 0
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Explorerinn slekkur á sér / bluescreen.

Pósturaf Birkir » Sun 26. Mar 2006 20:44

Predator skrifaði:Bara starta í safe mode og keyra Spybot og Ad-aware og vírus skanna. Eina sem mér dettur í hug. Getur líka prófað að dl-a TuneUp Utilities.

Hef ekki reynt TuneUp Utilities, prófa það. (Veit ekki einu sinni hvað það er, þannig að það gæti orðið skrautlegt.)

Arnarr skrifaði:formatt?

Þetta hefði mér nú aldrei dottið í hug. :roll:

En nei, það er algjört last resort.




DoRi-
</Snillingur>
Póstar: 1023
Skráði sig: Mið 20. Okt 2004 19:18
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Explorerinn slekkur á sér / bluescreen.

Pósturaf DoRi- » Sun 26. Mar 2006 21:29

prófaðu að fara í safemode, reyndu að finna ActiveX fileinn sem þú leyfðir og henda honum

mér dettur annars ekkert annað í hug


Birkir skrifaði:
Arnarr skrifaði:formatt?

Þetta hefði mér nú aldrei dottið í hug. :roll:

En nei, það er algjört last resort.




Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stebet » Mán 27. Mar 2006 15:07

Búinn að prófa Windows Defender?



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Mán 27. Mar 2006 15:43

Repair á windows?




Höfundur
Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Reputation: 0
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Birkir » Mán 27. Mar 2006 16:02

Okay, núna er staðan svona:

Ef ég fer í safe mode og þaðan inn í registry og hendi út öllum færslum sem tengjast annað hvort avpe64.sys eða avpe32.sys þá kemst ég inn í venjulega viðmótið eftir reboot, vandamálið er þó það að þessar færslur virðast þröngva sér inn aftur þannig að ef ég reboota aftur þá kemur upp sama vandamál.

Hvorki Ad-Aware né Spybot S&D virðast hafa svar við þessu.

Hvar nálgast ég Windows Defender annars staðar en á microsoft.com?



Skjámynd

Bassi6
Ofur-Nörd
Póstar: 261
Skráði sig: Sun 16. Jan 2005 17:36
Reputation: 2
Staða: Tengdur

Pósturaf Bassi6 » Mán 27. Mar 2006 16:24

Hefur þú prófað að slökkva á system restore áður en þú eyðir úr registry




Höfundur
Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Reputation: 0
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Birkir » Mán 27. Mar 2006 16:32

Já, er með slökkt á því.

Málið er bara það að þetta virðist vera malware tengt, þannig að það gæti reynst vesen að ná þessu út, verð bara að halda áfram að reyna að fikta mig áfram.




Andri Fannar
Tölvutryllir
Póstar: 687
Skráði sig: Fim 08. Jan 2004 20:53
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Andri Fannar » Mán 27. Mar 2006 21:45

Stebet skrifaði:Búinn að prófa Windows Defender?


Hann er nokkuð sniðugur..prófaðu hann Birkir


« andrifannar»

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Mán 27. Mar 2006 23:03

Hann væntanlega getur það ekki þar sem hann er með ólöglegt windows eða það er það sem ég las útur þessu.




Höfundur
Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Reputation: 0
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Birkir » Mán 27. Mar 2006 23:44

Það er því miður tilfellið, já.

Er búinn að ná að losna við allt malware sem Spybot S&D og Ad-Aware finna, en þegar ég fer þá yfir í venjulega kerfið þá poppar aftur upp bluescreen, að þessu sinni með öðrum skilaboðum, tek þau niður við tækifæri. :?




KristinnHrafn
Græningi
Póstar: 36
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 10:40
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf KristinnHrafn » Þri 28. Mar 2006 17:39

Gætir prufað að skanna tölvuna með þessu http://www.ewido.net/en/



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6494
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 313
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Þri 28. Mar 2006 22:10

ertu búinn að starta tölvunni í safe mode og vírus og spyware skanna hana þannig?


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Reputation: 0
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Birkir » Þri 28. Mar 2006 23:03

Já, ég hef gert það.

En já, eitthvað virðist hafa slökkt á Windows Firewall og ég bara get ekki kveikt á honum aftur, setti upp Zone Alarm (það fyrsta sem mér datt í hug :roll: ) og þá virkaði tölvan fínt, nema hvað að þegar ég restarta þá þarf ég alltaf að vera búinn að losa mig við þessa registry lykla sem tengjast avpe64 og avpe32.

Þetta er vesen, en ég reyni. :)

Ps. Er eitthvað varið í þetta sem Kristinn benti á?