Það hlaut að koma að því að tölvan klikkaði. Málið er það að ég var að sækja mér serial á frekar vafasamri síðu og „slysaðist“ þar til að setja upp ActiveX control frá þeirri síðu. Eftir það fylltist gjörsamlega allt af malware (adware/spyware, þekki ekki muninn á þessu nógu vel) og þá kom það, explorerinn slökkti einfaldlega á sér og það var engin leið til að kveikja á honum aftur (einhverra hluta vegna komst ég ekki í Task Manager).
Þá var bara næsta skref, ég rebootaði tölvunni.
Ekki gekk það nógu vel vegna þess að um leið og ég var kominn inn á accountinn minn slökknaði á explorernum og ég gat ekkert gert, ég reboota aftur og þá kemur bluescreen.
Tölvan virtist ekki vera alveg viss um hvort hún ætti bara að slökkva á explorernum eða skella á mig bluescreen.
Skilaboðin á bluescreeninum eru eftirfarandi:
Kóði: Velja allt
STOP: 0x0000008E (0xC0000005, 0xEC6BD275, 0xF79DFC28, 0x00000000)
avpe64.sys - Address EC6BD275 base at EC6BD000, Datestamp 441470c7
Næst var það að prófa að skella sér í 'Safe Mode', svo skemmtilega vill til að það virkar eins og í sögu.
Skellti í gang scan með Ad-Aware, Spybot S&D, Stinger og Avast. Nokkur entry komu í hverju scani (er ekki búinn að vera neitt svakalega duglegur að gera þetta í gegnum tíðina).
Þá prófa ég að reboota og reyna að starta vélinni eðlilega, ekki gengur það frekar en fyrri daginn, en tölvan virðist þó vera búin að ákveða sig, núna virðist hún eingöngu ætla að sýna mér bluescreen.
Skelli mér því aftur í 'Safe Mode' og reyni að fikta mig eitthvað áfram. Þegar ég googla "avpe64.sys" þá kemur eitthvað um einhvern vírus sem heitir haxdoor eða eitthvað svoleiðis, svo ég sæki fix fyrir hann. Ekki er það þó málið þar sem ekkert finnst með því.
Upplýsingar um þennan file "avpe64.sys" gefa til kynna að þetta sé fæll sem „þykist“ vera driver, þá datt mér í hug að kannski myndi það virka að starta vélinni í 'diagnostical mode', ekki var það rétt hjá mér þar sem þessi bluescreen mætir enn og aftur á svæðið.
Prófaði að losa mig við entry sem kallast "avpe64.sys" í registry, ekki gekk það.
Núna er ég bara alveg ráðalaus og bið ykkur því um hjálp.
Með fyrirfram þökk, Birkir.