Ég var að lenda í því veseni áðan að tölvan mín tók allt í einu upp á því að deyja, næstum allavega. Ég var að gera Repair af windows XP-inu mínu og allt í góðu, restartaði tölvunni eins og mér var sagt að gera en þar sem tölvan startaði Ubuntu linux(var með það líka, á öðrum hörðum disk) þá ákvað ég að reyna að stjórna því hvaða harði diskur myndi starta sér fyrstur. Ég mundi reyndar ekkert hvaða diskur var með Windowsinu á svo ég valdi disk 1(er með 3 harðadiska og einhver partition á þeim).
Þar sem að þetta virkaði ekki, hvorki Windowsið né Ubuntu startaði sér núna. Restartaði þessvegna og ýtti á Del til að fara í setup. En tölvan fór aldrei í Setup heldur kom einhver skilaboð á skjáinn sem ég náði ekki að lesa. Skjárinn slökkti á sér og neitar að kveikja á sér aftur.
Það virkar ekki að restarta tölvunni, verð að taka hana úr sambandi til að slökkva á henni. Og þegar ég kveiki á henni heyrist ekkert Bíbb hljóð, og tölvan sem er alltaf mjög hávær við ræsingu gefur nú bara pínu lítið hljóð frá sér.
Veit einhver hvað vandamálið gæti verið? Það gæti hugsanlega verið að ég hafi rekist í einhvern takka eftir að ég ýtti fyrst á Del, er þó alls ekki viss um það.