Forrit til að auðvelda uppsetningu á mörgum tölvum


Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 183
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Forrit til að auðvelda uppsetningu á mörgum tölvum

Pósturaf Palm » Fös 20. Jan 2006 09:35

Hvaða forrit þekkið þið til að auðvelda uppsetningu á mörgum tölvum.

Ég hef prufað ghost en það virkaði ekki nógu vel þar sem hardware var ekki alveg eins á milli tölva.
Ég hef heyrt af Microsoft Remote Installation Services (RIS) og einnig af ManageSoft en veit ekki hvernig þau reynast.

Getur einhver ráðlagt mér varðandi þetta - sagt mér hvaða forrit væri best að nota til að installa fjölda forrita á margar tölvur.

Hvaða lausnir eru til - hvernig reynast þær - hver er munurinn á þeim - gallar - kostir....



Skjámynd

Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Forrit til að auðvelda uppsetningu á mörgum tölvum

Pósturaf Heliowin » Sun 22. Jan 2006 03:02

Palm skrifaði:Ég hef prufað ghost en það virkaði ekki nógu vel þar sem hardware var ekki alveg eins á milli tölva.


Athyglisvert að þú nefnir þetta með hardware'ið.
Ertu að meina að þú sért að setja upp tölvur alveg frá grunni og hafir reynt að klóna harðdisk með Windows og forritum?
Ef svo er, notaðir þú þá Sysprep án árangurs?