Vesen með tölvuna.... vélbúnaðarbilun eða stýriskerfisbilun?


Höfundur
Danni Colt
Staða: Ótengdur

Vesen með tölvuna.... vélbúnaðarbilun eða stýriskerfisbilun?

Pósturaf Danni Colt » Fös 09. Des 2005 22:12

Jæja ég var að lenda í því óláni að PC tölvan mín bilaði. Það gerðist það sama og gerist oft, 120gb diskurinn hvarf. Vanalega hef ég bara þurft að slökkva á tölvuunni og ræsa hana aftur eftir minnst klukkutíma. En núna gerðist það að ég ákvað að bíða aðeins styttra, eða 10 mín. Hef gert það áður btw. En það sem gerðist núna er að hún startaði á stýrikerfinu sem var uppsett á 120 gb disknum (gamla stýrikerfið, fyrir gömlu tölvuna, var ekki búinn að eyða útaf My Documents) og sá diskur var eini diskurinn sem tölvan fann. Hún fann ekki 200gb diskinn né þessa 2 80gb SATA sem eru tengdir sem 1 160gb. Það kom í Windowsinu, en Biosinn fann alveg 200gb diskinn og ég gat ekki séð betur en hún fann báða SATA diskana líka.

Hvað gæti hugsanlega verið að? Vélbúnaðar- eða hugbúnaðarbilun?

Með fyrirfram þökk,



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Viktor » Fös 09. Des 2005 22:41

Prufaðu að fara í Control Panes, Admin tools, Computer Management, Disk Management og athugaðu hvort þú finnir diskana sem vantar þar. Ef svo er, hægri klikkaru á þá og enablar þá!

Ef svo er ekki, veit ég ei


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


@Arinn@
Kerfisstjóri
Póstar: 1280
Skráði sig: Þri 03. Maí 2005 18:39
Reputation: 1
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf @Arinn@ » Lau 10. Des 2005 00:59

Viktor bara búinn að læra á þetta :)




Höfundur
Danni Colt
Staða: Ótengdur

Pósturaf Danni Colt » Lau 10. Des 2005 03:03

Það er einmitt málið, ég kemst ekki í rétta Windowsið til að stilla þetta. Tölvan bootar bara í gamla windowsið, sem ég var að nota á gömlu tölvunni. Að vísu þá komst ég inná Windowsið sem ég vill nota, en aðeins með að taka úr sambandi alla diska nema SATA diskana. Um leið og ég tengi hinn IDE diskinn sem er líka með stýrikerfi á bootast það. Samt hef ég engum stillingum breytt eða neitt og er búinn að fara yfir allar stillingar sem gætju haft áhrif á þetta og þær eru allar réttar.

Það sem mér dettur helst í hug að gera er að taka IDE diskinn með stýrikerfinu úr og setja hann í utanáliggjandi hýsinguna í staðinn fyrir 200gb diskinn, tengja svo við tölvuna þegar ég er búinn að ræsa tölvuna með rétta stýrikerfinu. Taka svo backup og formatta partition-ið með gamla stýrikerfinu.

PS. Er nokkuð hægt að tengja saman tvö partition á hörðum disk þannig hann verður aftur full 80gb í staðinn fyrir 20 og 60, án þess að formatta?




Höfundur
Danni Colt
Staða: Ótengdur

Pósturaf Danni Colt » Lau 10. Des 2005 03:50

Jæja gerði þetta og bootaði, fyrst kom að einhvern dll vantaði og svo þegar ég rebootaði og var kominn á staðinn sem hún tékkar hvort það sé bootable cd diskur í drifinu þá kom error message:

NTLDR is missing
Press CTRL+ALT+DEL to restart

held að mína eina von um að þurfa ekki að formatta er bara að boota með xp setup disknum og prófa repair. Klikkast ef ég glata NFS:MW savegame!!! Var að vinna leikinn bara í gær :(

Nema það sé til utanáliggjandi hýsing fyrir 2 SATA diska? :S




Veit Ekki
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf Veit Ekki » Lau 10. Des 2005 13:07

Danni Colt skrifaði:Jæja gerði þetta og bootaði, fyrst kom að einhvern dll vantaði og svo þegar ég rebootaði og var kominn á staðinn sem hún tékkar hvort það sé bootable cd diskur í drifinu þá kom error message:

NTLDR is missing
Press CTRL+ALT+DEL to restart

held að mína eina von um að þurfa ekki að formatta er bara að boota með xp setup disknum og prófa repair. Klikkast ef ég glata NFS:MW savegame!!! Var að vinna leikinn bara í gær :(

Nema það sé til utanáliggjandi hýsing fyrir 2 SATA diska? :S


Efast um að þú getir fengið utanáliggjandi hýsingu fyrir 2 diska í einu en hér er allvega fyrir einn SATA disk:

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=2048

eða

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=2049




Stebbi
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Fim 12. Feb 2004 20:34
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stebbi » Lau 10. Des 2005 14:00

Er ég að misskilja þetta eitthvað ?
Ætti ekki að vera nóg að stilla bara í bios hvaða disk þú vilt láta boota upp af ?
Ég er með 3 sata diska og einn ide. Ide diskurinn er eiginlega aldrei tengdur en þegar ég tengi hann þar ég að fara í bios og stilla aftur hvaða disk ég vill láta boota af(Ide diskurinn er með annað stýrikerfi).



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Pósturaf Daz » Lau 10. Des 2005 16:01

Getur verið að það sé ekki nógu öflugt PSU í tölvunni og hún nái ekki alltaf að boota upp öllum diskunum í einu? Gætir komist að því snögglega með því að aftengja einhverja diska og sjá hvort þú finnir þá í BIOSinum og hvort þá ræsist upp rétt stýrikerfi.




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Lau 10. Des 2005 16:04

Ég giska á vélbúnaðarbilun. Prófaðu að taka óþarfa dót úr sambandi og boota þannig.




Höfundur
Danni Colt
Staða: Ótengdur

Pósturaf Danni Colt » Sun 11. Des 2005 08:23

Ég náði að laga þetta. Fór vel yfir alla boot möguleika einsog ég tók fram fyrr í þræðinum og það eru allar stillingar eins. En 80gb diskurinn gaf upp öndina og af einhverjum skringilegum ástæðum hafði það áhrif á bootið, þó að það var ekkert stýrikerfi eða neitt bootable á þeim disk! En fyrst þetta var 120gb diskurinn þá tapaði ég ekki það miklu, bara svona 30gb af tónlist sem bara var þarna. Á allt sem ég vill hlusta á orginal hvort sem er :P Hefði örugglega farið á geði ef diskurinn með My Documents hefði hrunið! Enda tók ég backup af því rétt áðan þegar ég komst að því hversu óáreiðanlegir þessir hörðu diskar geta verið. Gefa ekki einusinni merki um að þeir séu að fara að gefa sig.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6494
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 313
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Sun 11. Des 2005 17:26

líklega hefur ntloaderinn og boot.ini lent á þessum 80GB disk. það er nóg til að tölvan starti sér ekki.


"Give what you can, take what you need."