Vintage Story á Íslensku

Skjámynd

Höfundur
MyraMidnight
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mið 30. Apr 2014 09:08
Reputation: 3
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Vintage Story á Íslensku

Pósturaf MyraMidnight » Mið 29. Jan 2025 08:51

Fyrst ég er á svæðinu þá datt mér í hug að nefna að ég var að þýða leikinn Vintage Story yfir á íslensku nýlega, og það er núna í tungumála úrvalinu í leiknum frá og með 1.20 útgáfunni. Þetta er komið upp í 100% eins og er og þarf fínpússun, en hef samt gaman að þessu. Það væri alltaf gaman að heyra hvað fólki finnst, og yfirfara.

Maðurinn minn kallar þetta 'not-minecraft' af því það svipar svo til minecraft (var upprunalega byggt á tilteknu minecraft mod, svo það er ekki svo skrítið), en þetta stendur alveg á sínu og er ennþá í þróun.

Þýddi þetta til gamans og til að strákarnir mínir gætu spilað eitthvað sem þeir gætu lesið sjálfir ("Mamma! Ég fann bók í minecraft, hvað stendur?!"), þetta er eitthvað raunverulegra en minecraft. Þeir spila mikið minecraft á switch, en ég sá ekki íslensku í boði þar (það virðist ekki hafa verið full þýtt, veit ekki hvort það myndi verða í boði sjálfkrafa ef klárað væri að þýða það). Ég hef verið að pota í þá þýðingu smá til að ýta þessu áfram þar...

Vintage Story
Þýðingin á Crowdin

Það er alltaf hægt að ná í þýðinguna á crowdin og uppfæra í leikjaskránum til að fá það nýjasta (það þarf samt að endurskýra skránna til að vera 'is.json'). Það er jafnvel til skipun innan leiks til að uppfæra tungmálaskrá án þess að endurræsa leikinn, en mér skilst að það uppfæri ekki sjálfa handbókina.

Kóði: Velja allt

.reload lang


Reyndi að gera mér torfhús í leiknum, heh
torfhus-vintagestory.png
torfhus-vintagestory.png (1.11 MiB) Skoðað 1325 sinnum




ABss
Nörd
Póstar: 145
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Vintage Story á Íslensku

Pósturaf ABss » Mið 29. Jan 2025 08:55

Áhugavert og flott framtak hjá þér! Eldri minn er aðeins farinn að kynnast Minecraft í gegnum Education útgáfuna.

Þetta hljómar vel:

No marketplace. No loot boxes. No microtransactions. No Season pass. No paid DLC. No hidden fees. No pay2win. No ads. No user data monetization. No software patents. No shareholders. No publisher. No NFTs. No BlockChain. No 3rd party interests. No Games-as-a-Service. No empty promises.