Maðurinn minn kallar þetta 'not-minecraft' af því það svipar svo til minecraft (var upprunalega byggt á tilteknu minecraft mod, svo það er ekki svo skrítið), en þetta stendur alveg á sínu og er ennþá í þróun.
Þýddi þetta til gamans og til að strákarnir mínir gætu spilað eitthvað sem þeir gætu lesið sjálfir ("Mamma! Ég fann bók í minecraft, hvað stendur?!"), þetta er eitthvað raunverulegra en minecraft. Þeir spila mikið minecraft á switch, en ég sá ekki íslensku í boði þar (það virðist ekki hafa verið full þýtt, veit ekki hvort það myndi verða í boði sjálfkrafa ef klárað væri að þýða það). Ég hef verið að pota í þá þýðingu smá til að ýta þessu áfram þar...
Vintage Story
Þýðingin á Crowdin
Það er alltaf hægt að ná í þýðinguna á crowdin og uppfæra í leikjaskránum til að fá það nýjasta (það þarf samt að endurskýra skránna til að vera 'is.json'). Það er jafnvel til skipun innan leiks til að uppfæra tungmálaskrá án þess að endurræsa leikinn, en mér skilst að það uppfæri ekki sjálfa handbókina.
Kóði: Velja allt
.reload lang
Reyndi að gera mér torfhús í leiknum, heh