Sonur minn er að spyrja mig um skjá sem styður Crosshair fyrir PS5 og fortnite. Ég er búinn að googla þetta töluvert, leita af skjám sem styðja þetta ofl, en er mjög litlu nær.
Hvað í veröldinni er hann að tala um Eru allir leikjaskjáir í dag með þetta? Því ef ég googla "gaming monitor with crosshair" koma mjög fáar góðar niðurstöður.
Síðast breytt af Tiger á Þri 12. Nóv 2024 01:30, breytt samtals 1 sinni.
Þetta er orðin frekar mikill staðalbúnaður í leikjaskjám. Framleiðendur pakka þessu með öðrum aukabúnaði í leikjaskjánna. Þetta er takki sem er samhliða OSD tökkunum (eða innbyggt í OSD stillingarnar) á skjánum. Ýtir á hann einu sinni og þá kemur crosshair á skjáinn sem kemur frá skjánum enn ekki tölvunni, skyldi vanta crosshair í leikinn. Frekar nytsamlegt, enn ekki fyrir alla. Skoðaðu skjái með „crosshair overlay“ td. Skjáir frá ASUS, LG og AOC eru oft með þetta. Þessir skjáir til dæmis eru með þetta; https://tl.is/aoc-q27g2e-g2-27-qhd-155h ... skjar.html https://tl.is/asus-tuf-gaming-23-8-165h ... skjar.html