Síða 1 af 1
PS5 fjarstýring með leiðindi
Sent: Fim 18. Jan 2024 13:59
af Le Drum
Er með PS5 fjarstýringu sem er með leiðinlega drift vandamálið. Er búinn að fara eftir ýmsum leiðbeiningum hvernig á að vera hægt að losna við það en virkar ei.
Er einhver sem hefur náð að laga þetta vandamál með því að rífa hana í sundur eða er best fyrir mig að fjárfesta í nýrri?
Re: PS5 fjarstýring með leiðindi
Sent: Fim 18. Jan 2024 14:21
af Fennimar002
Ef stýripinninn er ennþá í ábyrgð ættiru að geta heyrt í söluaðilanum. Annars geturu sent á
playstation@sena.isS.s. getur fengið hannskiptann út ef hann er í ábyrgð.
Re: PS5 fjarstýring með leiðindi
Sent: Fim 18. Jan 2024 14:48
af Mossi__
Ég náði að laga svona drift vandamál á PS4 fjarstýringu með því að taka hana í sundur og þrífa aðeins mekanismann sem er undir stýripinnanum með tannstöngli. Oft er þetta bara eitthvað rykkorn sem veldur.
Re: PS5 fjarstýring með leiðindi
Sent: Fim 18. Jan 2024 18:00
af Danni V8
Ég lenti í drift á 2 controllerum sem ég fékk í ábyrgðinni á tölvunni. Sá þriðji hefur sem betur fer verið trouble free. En ef ekki ábyrgð þá prófa að opna og hreinsa og ef það virkar ekki, kaupa annan og passa að fara með hann ef þú finnur fyrir drift áður en hann dettur úr ábyrgð
Re: PS5 fjarstýring með leiðindi
Sent: Fim 18. Jan 2024 18:03
af Le Drum
Takk fyrir þetta allir.
Komst að því að hann var í ábyrgð, fór og skipti honum út áðan hjá söluaðila