Síða 1 af 1
GTA 6
Sent: Lau 02. Des 2023 14:36
af Semboy
Hvað finnst fólk um GTA 6? Ég verð að viðurkenna, ég hef aldrei klárað nokkurn söguþráðatölvuleik þar sem netsamband er ekki skilyrði.
Þó er einn leikur sem ég get næstum því sagt að ég hafi klárað, og það er GTA Vice City.
Þess vegna er ég svo spenntur að heyra, næsti kapli verður í Vice City og fyrsta sýnishornið kemur út á þriðjudaginn klukkan 2.
Ég er vanalega búinn í vinnu um 15:12 og vona að ég geti farið aðeins fyrr heim til að horfa á þetta.
Það kemur alltaf spenna yfir mig fyrir nýjum GTA-leik þegar hann er á leiðini, en svo missi ég áhugann fljótt, vanalega eftir ég er búinn að prófa þá í viku.Ég flakka alltaf ámili cs,dota2 og tf2. Þetta eru einu leikirnir sem halda athygli minni.
Af hverju er ég svona spenntur fyrir svona, þegar ég veit að áhuginn mun líklega dvína á stuttum tíma?
Re: GTA 6
Sent: Lau 02. Des 2023 17:40
af Henjo
Gta 3, Vice city og San Andreas eru allir geggjaðir, hef klárað þá alla mörgum sinnum.
GTA 4 er geggjaður, hef samt aldrei klárað hann.
Prufaði einusinni gta 5 í svona 20 min. Fílaði eins og downgrade frá gta 4.
Re: GTA 6
Sent: Mán 04. Des 2023 18:07
af jonsig
3080ti gizmóið mitt þá úrelt ? Varla 13900kf
Re: GTA 6
Sent: Mán 04. Des 2023 23:33
af Gunnar
Re: GTA 6
Sent: Þri 05. Des 2023 07:26
af mikkimás
Kemur út 2025 wtf.
Re: GTA 6
Sent: Þri 05. Des 2023 07:41
af Henjo
Kemur út 2025, þannig svona 2027 fyrir PC
Re: GTA 6
Sent: Þri 05. Des 2023 12:41
af Moldvarpan
GTA 5 var lang lang lang besti GTA leikurinn sem hefur komið út.
En það sem varð honum að falli var money glitches og hacks. Nokkrum árum eftir að hann var gefinn út byrjaði þetta, og áhuginn fór hratt eftir það.
Allir voru að svindla orðið í leiknum, áttu endalaust að money, öll bestu tækin og byssurnar.
Ef þeir ná að loka betur á það í næsta leik þá verður þetta spennandi.
Re: GTA 6
Sent: Mið 06. Des 2023 07:22
af Hlynzi
Moldvarpan skrifaði:GTA 5 var lang lang lang besti GTA leikurinn sem hefur komið út.
En það sem varð honum að falli var money glitches og hacks. Nokkrum árum eftir að hann var gefinn út byrjaði þetta, og áhuginn fór hratt eftir það.
Allir voru að svindla orðið í leiknum, áttu endalaust að money, öll bestu tækin og byssurnar.
Ef þeir ná að loka betur á það í næsta leik þá verður þetta spennandi.
Ásamt því líka að kynna til sögunnar fljúgandi mótorhjól með flugskeytum (opressor) - voru gjörsamlega óþolandi á tímabili.
Síðan micro-transactions stíllinn á missions - þeir viljandi gera öll mission þannig að þú þarft að keyra einhvern hægan bíl yfir hálft eða allt mappið til að koma því á leiðarenda sem er helvíti leiðinlegt og mikill möguleiki fyrir aðra leikmenn að sprengja dótið.
Re: GTA 6
Sent: Mið 06. Des 2023 07:54
af Trihard
Maður verður loksins að fá sér Playstation 5 til að geta spilað hann
Re: GTA 6
Sent: Mið 06. Des 2023 11:05
af braudrist
Bara nokkrum dögum eftir að hann kom á PC þá voru svindl komin. Það sem var áberandi var að game files voru ekki encrypted sem gerðu svindlurum ennþá auðveldara að svindla. En sammála, money glitches, hacks, micro transactions, o.fl. var það sem eyðilagði fyrir mér online play. Spenntur fyrir 6, vonandi verður hann jafn grófur og 5 - ekki eitthvað woke liberal bs.
Re: GTA 6
Sent: Mið 06. Des 2023 16:07
af Nördaklessa
Trihard skrifaði:Maður verður loksins að fá sér Playstation 5 til að geta spilað hann
PS 6 verður ábyggilega komin út þegar GTA 6 kemur loksins
Re: GTA 6
Sent: Fim 07. Des 2023 06:20
af zetor
Nördaklessa skrifaði:Trihard skrifaði:Maður verður loksins að fá sér Playstation 5 til að geta spilað hann
PS 6 verður ábyggilega komin út þegar GTA 6 kemur loksins
PS5 Pro verður komin
Re: GTA 6
Sent: Þri 12. Des 2023 13:12
af appel
Hélt hann væri að koma út
en "coming 2025" ... þessvegna eftir 2 ár... er ekki aðeins of snemmt í því að gefa út trailer? En lookar vel, sýnir skolp-siðmenningu einsog er víða í BNA.
Re: GTA 6
Sent: Mið 13. Des 2023 16:15
af Semboy
appel skrifaði:Hélt hann væri að koma út
en "coming 2025" ... þessvegna eftir 2 ár... er ekki aðeins of snemmt í því að gefa út trailer? En lookar vel, sýnir skolp-siðmenningu einsog er víða í BNA.
Ég mun ábyggilega kaupa ps5 spila þetta í viku og svo selja það.
Ég hef litin áhuga að snerta online dæmið, þar sem það verður pottþétt 'kaupa til að vinna'.