Síða 1 af 1

Steam ennþá best eða hvað? :)

Sent: Mið 27. Júl 2022 16:37
af falcon1
Núna þegar ég er komin með nýja tölvu sem ætti að geta spilað nútíma tölvuleiki þá spyr ég hvar sé best að kaupa (niðurhala) slíka leiki. Hérna í gamla daga þegar ég var eitthvað að spila tölvuleiki að þá notaði maður Steam, er það ennþá málið eða er eitthvað annað komið í staðinn? :)

Ég var aðallega í tölvuleikjum eins og Counter-Strike og slíkum skotleikjum. :)

Re: Steam ennþá best eða hvað? :)

Sent: Mið 27. Júl 2022 17:12
af Dr3dinn
Bara steam nokun hjá mér, enda alltaf að uninstalla hinum eftir smá tíma (upisoft osfr)

Re: Steam ennþá best eða hvað? :)

Sent: Mið 27. Júl 2022 17:38
af TheAdder
Steam er ráðandi ennþá og flest fæst þar, Epic ef þeir eru með exclusive leik sem maður getur engan veginn beðið eftir (þeir gefa líka leiki reglulega) og GOG er fínt fyrir nostalgíuna sérstaklega.

Re: Steam ennþá best eða hvað? :)

Sent: Mið 27. Júl 2022 17:50
af Hausinn
Epic Games Launcher fyrir Fortnite og fría leiki. Steam fyrir allt annað.

A já, og Battle.net fyrir allt tengt Activision eins og Call of Duty og Overwatch.

Re: Steam ennþá best eða hvað? :)

Sent: Mið 27. Júl 2022 18:37
af Uncredible
Steam er klárlega bestir og held að það sé bara ekki að fara breytast neitt á næstunni.

GOG eru með helling af gömlum leikjum og DRM lausir.

Re: Steam ennþá best eða hvað? :)

Sent: Mið 27. Júl 2022 18:40
af TheAdder
GOG eru svo nálægt því að vera yfir öllu, maður getur tengt allt hitt við GOG og séð og installað því sem maður á hjá hinum, launchað líka, vantar bara að geta verslað hjá hinum í gegnum GOG.

Re: Steam ennþá best eða hvað? :)

Sent: Mið 27. Júl 2022 18:42
af audiophile
Aðallega Steam. Nota einnig Origin fyrir Battlefield leiki sem ég á og svo Epic Games fyrir ókeypis leiki sem ég hef safnað frá þeim.

Re: Steam ennþá best eða hvað? :)

Sent: Mið 27. Júl 2022 19:05
af codemasterbleep
Þú getur keypt ýmislegt á steam sem krefst þess að þú búir til aðganga hjá öðrum en steam.
- Microsoft
- Origin
- Uplay

Eflaust eitthvað fleira en það er að sjálfsögðu háð því hvaða leiki þú vilt eða vilt ekki spila.

Re: Steam ennþá best eða hvað? :)

Sent: Mið 27. Júl 2022 19:38
af Viktor
Myndi checka á Microsoft PC Game Pass... fyrsti mánuðurinn kostar 1$

https://www.trueachievements.com/pc-game-pass/games

https://www.trueachievements.com/ea-play/games

PC Game Pass now includes EA Play on Windows PC at no extra cost.

Re: Steam ennþá best eða hvað? :)

Sent: Mið 27. Júl 2022 21:24
af absalom86
Game pass er málið klárlega. Færð fullt úr því í amk einhverja mánuði, ef þú klárar það sem þú hefur áhuga á þá er ekkert mál að unsubba.

Re: Steam ennþá best eða hvað? :)

Sent: Fim 28. Júl 2022 07:09
af audiophile
Virkar Game Pass á Íslandi? Var það kannski Xbox Game Pass sem virkaði ekki? Eða er það allt liðin tíð?

Re: Steam ennþá best eða hvað? :)

Sent: Fim 28. Júl 2022 15:58
af falcon1
Eruð þið með Steam og leikina á OS drifinu eða sérdrifi? :) Skiptir það máli?

Re: Steam ennþá best eða hvað? :)

Sent: Fim 28. Júl 2022 17:31
af TheAdder
Ég er með leikina á sér drifi, sérviska sem skiptir litlu.

Re: Steam ennþá best eða hvað? :)

Sent: Fim 28. Júl 2022 19:35
af absalom86
audiophile skrifaði:Virkar Game Pass á Íslandi? Var það kannski Xbox Game Pass sem virkaði ekki? Eða er það allt liðin tíð?


virkar ef þú breytir windows store region í bretland.

Re: Steam ennþá best eða hvað? :)

Sent: Fim 28. Júl 2022 20:42
af codemasterbleep
falcon1 skrifaði:Eruð þið með Steam og leikina á OS drifinu eða sérdrifi? :) Skiptir það máli?


Ef bæði OS drifið og sérdrifið eru sömu gerðar þ.e.a.s. SSD eða HDD þá ertu tæpast að fara að finna mun.

Var einhverntíma með leikina alla á HDD drifi og færði yfir á SSD drif en ég fann aldrei neinn mun á því að breyta til sjálfur. Aðrir kunna að hafa aðra reynslu.