Síða 1 af 1
PS4 Unrecognized Disc: einhver patent lausn?
Sent: Mán 16. Maí 2022 18:40
af kusi
Halló!
Ég er með gamla PS4 tölvu sem hefur séð fífil sinn fegurri. Núna vill það ekki lesa diska og gefur frá sér villuna "Unrecognized disc". Er einhver patent lausn á þessu vandamáli eða er tölvan haugamatur?
Re: PS4 Unrecognized Disc: einhver patent lausn?
Sent: Mán 16. Maí 2022 19:29
af agnarkb
kusi skrifaði:Halló!
Ég er með gamla PS4 tölvu sem hefur séð fífil sinn fegurri. Núna vill það ekki lesa diska og gefur frá sér villuna "Unrecognized disc". Er einhver patent lausn á þessu vandamáli eða er tölvan haugamatur?
Ég hef stundum lent í þessu með mína, sérstaklega með Blu ray myndir. Hef komið þessu í gegn með því að slá létt á vélina þar sem diskadrifið er á meðan það les diskinn og stundum ef það virkar ekki hef ég þurft að velta henni aðeins eða hrista hana létt eins og fáviti en það virðist virka á endanum.
Re: PS4 Unrecognized Disc: einhver patent lausn?
Sent: Mán 16. Maí 2022 23:14
af kusi
Hahaha, ég trui því varla en þetta virkaði! Bankaði laust á hana meðan hún las diskinn og allt hrökk af stað!
Bestu þakkir fyrir
Vaktin klikkar ekki…
Re: PS4 Unrecognized Disc: einhver patent lausn?
Sent: Þri 17. Maí 2022 08:25
af TheAdder
Ef þú vilt losna við þetta vandamál, þá gætirðu skoðað að skipta um drifið, iFixit er með góðar leiðbeiningar til þess.
https://www.ifixit.com/Guide/PlayStatio ... ment/24720
Re: PS4 Unrecognized Disc: einhver patent lausn?
Sent: Þri 17. Maí 2022 10:00
af playman
Þetta hljómar bara eins og diskabúnaðurinn veitti ekki af smá ást, þar að segja að rykhreinsa hann og smyrja.
Að berja tölvuna leiðir bara af sér ónýtan búnað og möguleika á að stúta disknum, tala nú ekki um ef að þú ert með HDD en ekki SSD líka.