Síða 1 af 1

Google stadia - family sharing

Sent: Mið 09. Feb 2022 15:38
af Dexter
Heil og sæl öll

Stráknum mínum langaði í Fifa 22 en þar sem það var ekki til ps/xbox á heimilinu og ég vildi ekki hafa þetta í pc vélinni þá keypti ég bara lítinn android gaur, fjarstýringu og keypti svo Fifa 22 í gegnum Google Stadia á nokkrar evrur (er með aðgang í gegnum Holland). Skemmst frá því að segja að við vorum up and running fyrir nokkra þúsundkalla, í frábærum gæðum, og strákurinn himinlifandi. Fór þá að skoða Google Stadia aðeins betur og setti upp family sharing í gegnum google account til að share-a leikjum á milli og gá hvort aðrir gætu átt sitt save o.fl. Ég get hins vegar bara spilað á family manager aðganginum (sem keypti leikinn) en ekki á aðgangi þeirra sem eru family members en hjá þeim kemur alltaf upp "Game not available" útaf region restrictions. Hefur einhver lent í þessu og kann góða lausn?

Re: Google stadia - family sharing

Sent: Mið 09. Feb 2022 18:02
af TheAdder
Er family manager aðgangurinn stilltur á Belgíu en hinir á Ísland?

Re: Google stadia - family sharing

Sent: Mið 09. Feb 2022 18:05
af Dexter
TheAdder skrifaði:Er family manager aðgangurinn stilltur á Belgíu en hinir á Ísland?


Nei, það er ekki hægt að því ég best veit. Til að geta haft family group hjá Google þurfa allir aðgangarnir að vera stilltir á sama land. Því eru allir aðgangarnir stilltir á Holland og ég get ekki breytt því nema hætta þá í family grúppunni og þá fellur þetta um sjálft sig því þá get ég ekki share-að lengur á milli.

Re: Google stadia - family sharing

Sent: Mið 09. Feb 2022 18:13
af Dexter
TheAdder skrifaði:Er family manager aðgangurinn stilltur á Belgíu en hinir á Ísland?


Og til að bæta við - ég get ekki haft aðgangana stillta á Ísland því þá get ég ekki notað Google Stadia. Google/Stadia aðgangurinn verður að vera í landi þar sem þjónustan er opinberlega í boði að því ég best veit.

Re: Google stadia - family sharing

Sent: Mið 09. Feb 2022 18:47
af TheAdder
Dexter skrifaði:
TheAdder skrifaði:Er family manager aðgangurinn stilltur á Belgíu en hinir á Ísland?


Og til að bæta við - ég get ekki haft aðgangana stillta á Ísland því þá get ég ekki notað Google Stadia. Google/Stadia aðgangurinn verður að vera í landi þar sem þjónustan er opinberlega í boði að því ég best veit.

Ég er lens, leiðinlegt að geta ekki rétt þér hjálparhönd. Gangi þér vel :)

Re: Google stadia - family sharing

Sent: Mið 09. Feb 2022 20:11
af Viggi
Er góður vpn ekki málið bara?

Re: Google stadia - family sharing

Sent: Mið 09. Feb 2022 20:34
af Dexter
Viggi skrifaði:Er góður vpn ekki málið bara?


Jú en hefði helst viljað komast hjá því þar sem ég get spilað á þeim account sem keypti leikinn og það virkar ljómandi vel. Að eiga möguleika á family share hefði bara verið extra til að aðrir gætu notað leiki með eigin save-i.

Re: Google stadia - family sharing

Sent: Mið 09. Feb 2022 20:34
af Dexter
TheAdder skrifaði:
Dexter skrifaði:
TheAdder skrifaði:Er family manager aðgangurinn stilltur á Belgíu en hinir á Ísland?


Og til að bæta við - ég get ekki haft aðgangana stillta á Ísland því þá get ég ekki notað Google Stadia. Google/Stadia aðgangurinn verður að vera í landi þar sem þjónustan er opinberlega í boði að því ég best veit.

Ég er lens, leiðinlegt að geta ekki rétt þér hjálparhönd. Gangi þér vel :)


Ekkert mál, takk samt fyrir :)