Síða 1 af 1

Microsoft kaupir Activision Blizzard.

Sent: Þri 18. Jan 2022 19:06
af audiophile
Microsoft að eyða smá seðlum í eitthvað smá fyrirtæki sem gefur út tölvuleiki af og til.

:megasmile

https://www.theverge.com/2022/1/18/2288 ... -overwatch

Hvað finnst fólki um þetta? Þetta er engin smá fjárhæð og ekki löngu eftir að hafa eytt stórfé í Bethesda.

Re: Microsoft kaupir Activision Blizzard.

Sent: Þri 18. Jan 2022 19:39
af dadik
Það á greinileg að búa til mótvægi við Sony sem hefur keypt nokkur studio undanfarið.

Held reyndar að þetta sé sniðugt hjá þeim. Vertical integration alla leið.

Re: Microsoft kaupir Activision Blizzard.

Sent: Þri 18. Jan 2022 19:40
af peer2peer
Ömurlegt, þar sem þeir geta tekið þá ákvörðun að gera leikina XBOX exclusive. Og ég sem Playstation maður, þá finnst mér þetta ekki gleðifréttir!

Re: Microsoft kaupir Activision Blizzard.

Sent: Þri 18. Jan 2022 19:41
af Frussi
Vona bara innilega að þeir selji leikina ekki bara í gegnum Microsoft store

Re: Microsoft kaupir Activision Blizzard.

Sent: Þri 18. Jan 2022 20:12
af daremo
peturthorra skrifaði:Ömurlegt, þar sem þeir geta tekið þá ákvörðun að gera leikina XBOX exclusive. Og ég sem Playstation maður, þá finnst mér þetta ekki gleðifréttir!


Flestir Blizzard leikir eru pjúra PC leikir sem virka ekki vel á console.
Ef MS ætlar að breyta þessum leikjum í xbox only þá var þetta mjög léleg fjárfesting hjá þeim.

Re: Microsoft kaupir Activision Blizzard.

Sent: Þri 18. Jan 2022 20:19
af audiophile
Eru þeir ekki aðallega að stækka úrvalið fyrir Xbox Game Pass áskriftarþjónustuna? Hún virðist ganga vel og markaðurinn sækir í auknu mæli í þannig þjónustur í stað þessa að kaupa alla leiki.

Eru Sony ekki að fara að detta í að kynna sína áskriftarþjónustu?

Re: Microsoft kaupir Activision Blizzard.

Sent: Þri 18. Jan 2022 20:24
af peer2peer
daremo skrifaði:
peturthorra skrifaði:Ömurlegt, þar sem þeir geta tekið þá ákvörðun að gera leikina XBOX exclusive. Og ég sem Playstation maður, þá finnst mér þetta ekki gleðifréttir!


Flestir Blizzard leikir eru pjúra PC leikir sem virka ekki vel á console.
Ef MS ætlar að breyta þessum leikjum í xbox only þá var þetta mjög léleg fjárfesting hjá þeim.


Ef þetta væri nú bara Diablo, Warcraft osfrv.
Þetta er líka Activision, Call of duty serían, Sekiro, Crash, Tony Hawk.

Re: Microsoft kaupir Activision Blizzard.

Sent: Þri 18. Jan 2022 20:37
af JVJV
Þessu bjóst maður ekki við, ég held að fyrir utan leikina að þá sé það ótrúlega sterkt að Microsoft séu að fara skoða Battle.net. Þeim veitir ekki af að fá hugmyndir í þróun á sínu software.

Game Pass fyrir Xbox er á góðum stað og þetta mun eingöngu bæta við áskrifendum. Game Pass fyrir PC er líka orðið mjög sterkt og í raun það eina sem hamlar því er frekar slappt viðmót bæði í Xbox appinu fyrir PC og MS Store. Ef þeir ná tökum á því er þetta eiginlega bara ótrúlegur pakki sem er verið að bjóða fólki þarna, er það nú þegar í rauninni.

Þeir eru að sjálfsögðu aldrei að fara breyta þessu í Xbox only console leiki, þeir eru að gera alla hluti rétt á markaðnum í dag og þetta yrði ein heimskulegasta ákvörðun sem sögur fara af, þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þessu daremo. Hef bara heyrt að þeir gefi sínum studioum mikið frelsi.

Playstation Plus dæmið verður rosalega þreytt mjög hratt þannig að það hlýtur að koma svar við þessu hjá Sony. Plus Pro eða eitthvað.

Re: Microsoft kaupir Activision Blizzard.

Sent: Þri 18. Jan 2022 21:02
af daremo
peturthorra skrifaði:Ef þetta væri nú bara Diablo, Warcraft osfrv.
Þetta er líka Activision, Call of duty serían, Sekiro, Crash, Tony Hawk.


Ok þá er þessi verðmiði aðeins meira skiljanlegur.
Ég hélt að þetta væri bara Blizzard armurinn af Activision.

Re: Microsoft kaupir Activision Blizzard.

Sent: Þri 18. Jan 2022 21:04
af dadik
Ég hef engar áhyggjur af því að þessir leikir verði Xbox only. Sjáiði bara hvað er að gerast. Sjálft krúnudjásn Sony/Playstation - God of War 4 - var að koma út fyrir PC fyrir nokkrum vikum.

Re: Microsoft kaupir Activision Blizzard.

Sent: Þri 18. Jan 2022 21:06
af Hannesinn
JVJV skrifaði:Playstation Plus dæmið verður rosalega þreytt mjög hratt þannig að það hlýtur að koma svar við þessu hjá Sony. Plus Pro eða eitthvað.

"Project Spartacus" er búið að liggja í loftinu í smá tíma núna og margir búnir að bíða í eftirvæntingu og spennu eftir tilkynningu frá Sony hvort first party leikirnir verði með, o.s.fr.
Þessi tilkynning frá MS -jarðaði- þessa eftirvæntingu og slær öll spilin úr höndum Sony. Núna hafa þeir engan valmöguleika annann en að hafa first party leiki sem hluti af PS plus eða hvað sem áskriftin muni heita.

Á meðan Sony hafa verið að ýta úr hlaði hærra verði á Triple-A leikjum frá $60/€60 í $70/€80, hafa MS verið að gera Gamepass ótrúlega hagkvæman og góðan kost fyrir $10/$15 á mánuði með áskrift af Gamepass og eiga núna líklega orðið nógu mikið af stúdíóum til þess að gefa út nýjan AA/AAA leik að meðaltali í hverjum mánuði inn á Gamepass. Áskriftarmódel sem þú færð aðgang að öllu útgefnu efni frá Microsoft í eitt ár fyrir andvirði Demon's Souls og Ratchet & Clank Rift Apart. Tveggja leikja.

Sony eru núna þvingaðir til þess að koma með virkilega góðan díl á "Project Spartacus", því annars eru MS einfaldlega að fara að jarða þá. Ég sé reyndar ekki vandamálið við það, þetta $70/€80 price hike má alveg fokka sér og það eru alveg ágætislíkur á því að svo verði.

Re: Microsoft kaupir Activision Blizzard.

Sent: Þri 18. Jan 2022 21:08
af peer2peer
dadik skrifaði:Ég hef engar áhyggjur af því að þessir leikir verði Xbox only. Sjáiði bara hvað er að gerast. Sjálft krúnudjásn Sony/Playstation - God of War 4 - var að koma út fyrir PC fyrir nokkrum vikum.


Leikirnir koma líklega fyrir rest á console. En God of War kom út í apríl 2018 og var að detta á PC. Mér finnst ekki næs að þurfa að bíða í tæp 4 ár eftir að fá leiki yfir á annað console :baby

Re: Microsoft kaupir Activision Blizzard.

Sent: Þri 18. Jan 2022 21:12
af peer2peer
JVJV skrifaði:Þeir eru að sjálfsögðu aldrei að fara breyta þessu í Xbox only console leiki, þeir eru að gera alla hluti rétt á markaðnum í dag og þetta yrði ein heimskulegasta ákvörðun sem sögur fara af, þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þessu daremo. Hef bara heyrt að þeir gefi sínum studioum mikið frelsi.


Er það samt, "Xbox chief Phil Spencer confirms The Elder Scrolls VI is exclusive to Xbox platforms (including PC) and won't be on PlayStation".
Hvað er þetta annað en að taka leik og henda honum á Xbox - PC only. Þetta gerðist eftir að Microsoft eignaðist Bethesda.

Leikirnir verða að sjálfsögðu aldrei "XBOX ONLY", þeir verða þá "XBOX - PC Only", sumsé ekki fáanlegir á Playstation.

Re: Microsoft kaupir Activision Blizzard.

Sent: Þri 18. Jan 2022 21:20
af Hannesinn
Það þarf enginn að efast um annað en að allir leikirnir sem þessi stúdíó framleiða muni verða Gamepass exclusives. Eini möguleikinn á því að þessir leikir komi á Playstation verður að Microsoft Gamepass verði selt á Playstation store.

Sony og Microsoft eru ekki að spila sama leikinn, Sony eru að selja tölvur og loka notendur í ECO kerfinu sínu til að selja þeim fleiri leiki. Microsoft eru að selja "Netflix for gaming" á þau tæki sem styðja Gamepass, hvort sem það er PC, Xbox, Cloud, eða annað.

Re: Microsoft kaupir Activision Blizzard.

Sent: Þri 18. Jan 2022 22:18
af Dropi
Eini actiblizz leikurinn sem ég hef spilað af viti er world of warcraft síðan 2005, auk diablo leikjanna. Ég tek þessu sem algjörum gleðifregnum og vona að þeir hreinsi burt pappakassana í stjórn blizzard og activision og komi einhverjum með viti fyrir.

Í mínum augum hafa Microsoft gert mjög margt rétt lengi og Blizzard/Activision hafa einhvernveginn orðið verri en maður myndi nokkurntímann geta dottið í hug.

Re: Microsoft kaupir Activision Blizzard.

Sent: Þri 18. Jan 2022 22:20
af TheAdder
https://bethesda.net/en/game/starfield
Þessi varð eftir því sem ég best veit M$ only eftir að þeir keyptu Bethesda. Sú umræða sem ég hef séð hingað til er á þann veginn að Activision-Blizzard kaupin séu reiðarslag fyrir Sony. Call of Duty leikirnir búnir að vera máttarstólpi á PS.

Re: Microsoft kaupir Activision Blizzard.

Sent: Þri 18. Jan 2022 22:40
af audiophile
Þetta er víst ekki að fara að ganga í gegn að fullu fyrr en um mitt næsta ár og ekki neinna breytinga að vænta fyrr en þá. Fyrirtækið mun starfa sjálfstætt þangað til.

Hef grun um að MS muni hreinsa verulega til í stjórnendastöðum og sópa út soranum sem hefur plagað Activision síðustu ár sem er bara gott mál.

Sumir virðast svo segja að það sé enginn séns að t.d. CoD verður tekinn af PlayStation þar sem stærsti kúnnahópurinn sé þar og þeir væru að skjóta sig svolítið i fótinn að skera á þann straum af peningum.

Tekið af Reddit:

Quick facts:

• Microsoft has purchased Activision-Blizzard for $68.7 Billion USD

• This is officially the largest acquisition in video game history. The second largest is Take two acquiring Zynga for almost $13 Billion USD.

• Phil Spencer has announced that, upon finalization of the deal, available Activision-Blizzard games will be added to game pass

• ⁠Microsoft does not expect this deal to close until Fiscal year 2023 • ⁠Upon the deal closing, Microsoft will be the third largest gaming company by revenue, behind Sony and Tencent

• Bobby Kotick will continue to operate as CEO along with his current team during the transition period. Once transition is over, Phil Spencer will assume the role of CEO.

• There is no official word on if Bobby Kotick will be removed or will remain with the company in any official capacity post-transition.

• as of now, it has been rumored that Activision-Blizzard games will continue to release on all consoles, now and in the future. (Although things can change as we saw with the Bethesda acquisition)

Re: Microsoft kaupir Activision Blizzard.

Sent: Þri 18. Jan 2022 22:49
af JVJV
peturthorra skrifaði:
JVJV skrifaði:Þeir eru að sjálfsögðu aldrei að fara breyta þessu í Xbox only console leiki, þeir eru að gera alla hluti rétt á markaðnum í dag og þetta yrði ein heimskulegasta ákvörðun sem sögur fara af, þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þessu daremo. Hef bara heyrt að þeir gefi sínum studioum mikið frelsi.


Er það samt, "Xbox chief Phil Spencer confirms The Elder Scrolls VI is exclusive to Xbox platforms (including PC) and won't be on PlayStation".
Hvað er þetta annað en að taka leik og henda honum á Xbox - PC only. Þetta gerðist eftir að Microsoft eignaðist Bethesda.

Leikirnir verða að sjálfsögðu aldrei "XBOX ONLY", þeir verða þá "XBOX - PC Only", sumsé ekki fáanlegir á Playstation.


Þú í rauninni gerðir svarið þitt óþarft sjálfur. Daremo talaði um að hafa áhyggjur yfir að pjúra PC leikir yrðu console only, að sjálfsögðu verða sterku PC leikirnir bara áfram sterkir PC leikir og verða örugglega ekki portaðir nema það sé gerlegt. Microsoft hefur verið að skutla sínum leikjum Day 1 á GamePass en líka inná Steam þannig að fólk hafi val um að sleppa Xbox appinu og MS Store.

Re: Microsoft kaupir Activision Blizzard.

Sent: Mið 19. Jan 2022 01:05
af DaRKSTaR
var farinn að hafa áhyggjur af diablo 4 miðað við fjaðrafokið þarna síðasta árið, í dag eftir þessar fréttir þá er maður vongóður um að hann komi á næstu 2 árum.

Re: Microsoft kaupir Activision Blizzard.

Sent: Mið 19. Jan 2022 16:20
af Nördaklessa
Basicly