Zethic skrifaði:Hvernig er að spila Stadia á Íslandi ? 40ms delay hefur verið dealbreakerinn fyrir mér
Sko ég er að spila út frá því að þetta sé að koma á Ísland einhvertíman á næstu árum. Ég safna bara 5 leikjum á mánuði fyrir 10$ hvern mánuð. Ég get oft spilað eins og ég sé bara að runna leiki af tölvunni hjá mér offline, nema svo koma lag spikes á nokkurra mínútna fresti sem ég held að væri dealbreaker fyrir flesta eða marga (en stundum er þetta alveg óspilanlegt). Ég hef bara þolinmæði fyrir því enda casual gamer, ég er bara að spila leiki svoldið til að hafa eitthvað að gera á meðan ég hlusta á podcöst, viðtöl, fyrirlestra, hljóðbækur og fleira (t.d. getur notað Edge til að lesa upp greinar fyrir þig). Ég er s.s. að læra líffræði á meðan ég spila eitthvað drasl á Stadia.
Ég nota frítt VPN og það kostar ekki neitt. Þannig að ég er sáttur.
En svo er ég með Geforce Now líka, sem er stundum óaðfinnanlega líkt því að spila local. Ég einmitt skipti yfir í GFN ef Stadia er að bögga mig, en stundum skipti ég yfir í Stadia ef GFN er að bögga mig. Mikið minni líkur í að lenda í óspilanlegu laggi á GFN. Ef þau eru bæði að bögga mig skipti ég bara yfir í local tölvuleiki, eða fer út í göngutúr!
Ég bíð bara spenntur eftir 5G. Er með Huawei 4,5G router frá Nova í Kópavogi við nýbílaveg, veit reyndar ekki hvort lappinn minn er að vera eitthvað bottleneck af því hann er frá 2012. Hann segir að ég sé að tengjast á 144 Mbps við ráterinn en ég er bara að fá 8MB sek þegar ég downloada á Steam, þarf reyndar að gera speedtest. Hvaða speedtest ætti ég að nota?
Tvöfallt meiri hraði í prófunum hjá RHnet og Símanum en hinum síðari.
Þarf bara VPN til að starta þjónustu svo lengi sem accountið er EU
Nei, er ekki fullt af EU löndum með stuðning. Flestar helstu þjóðir í vesturevrópu eru, t.d. Spánn, Finnland, Noregur, Svíþjóð og Danmörk. Sbr.
https://support.google.com/stadia/answer/9338852?hl=en