utanáliggjandi HDD á neti hjá Reykjavíkurborg?


Höfundur
J1nX
vélbúnaðarpervert
Póstar: 920
Skráði sig: Fim 15. Mar 2007 12:18
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

utanáliggjandi HDD á neti hjá Reykjavíkurborg?

Pósturaf J1nX » Sun 15. Des 2019 00:22

Ég var að velta einu fyrir mér, ég vinn semsagt hjá Reykjavíkurborg á næturvöktum, og það eru nokkrir dauðir klukkutímar hjá mér á vöktunum..
Er hægt að mæta með utanáliggjandi HDD með instölluðum leikjum (aðallega að hugsa um path of exile) og tengja við tölvuna hérna í vinnuna og spila? get auðvitað ekki installað neinu beint á tölvuna því hún er harðlæst fyrir öllum uppsetningum, þess vegna var ég að pæla með utanáliggjandi :)



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: utanáliggjandi HDD á neti hjá Reykjavíkurborg?

Pósturaf appel » Sun 15. Des 2019 00:51

Getur kannski bootað af usb eða álíka... ath hvort biosinn á þessum vélum leyfir það.


*-*


nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1251
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 100
Staða: Ótengdur

Re: utanáliggjandi HDD á neti hjá Reykjavíkurborg?

Pósturaf nonesenze » Sun 15. Des 2019 00:54

þú ert rekinn haha, hvernig væri að þrífa eitthvað eða eyða orkunni í öðru en að leika sér í vinnuni?, held samt að læst tölva svona þurfi einhverskonar install til að keyra leik, jafnvel driver eða directx sem er vænanlega ekki í boði án þess að vita meira


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x24gb 8400mhz cl40
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB x2
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos


Höfundur
J1nX
vélbúnaðarpervert
Póstar: 920
Skráði sig: Fim 15. Mar 2007 12:18
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: utanáliggjandi HDD á neti hjá Reykjavíkurborg?

Pósturaf J1nX » Sun 15. Des 2019 01:12

nonesenze skrifaði:þú ert rekinn haha, hvernig væri að þrífa eitthvað eða eyða orkunni í öðru en að leika sér í vinnuni?, held samt að læst tölva svona þurfi einhverskonar install til að keyra leik, jafnvel driver eða directx sem er vænanlega ekki í boði án þess að vita meira


haha get lofað þér því að sameiginlega rýmið hérna er spotless eftir hverja vakt :D ég fer nú ekki að rjúka inn í íbúðirnar hjá íbúunum og þrífa hjá þeim á meðan þau eru sofandi :D




Sporður
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: utanáliggjandi HDD á neti hjá Reykjavíkurborg?

Pósturaf Sporður » Sun 15. Des 2019 13:11

Segjum að þetta sé hægt.

Hversu gaman verður að spila leik þar sem tölvan þarf að lesa gögnin af flakkara í gegnum usb drif.

Ég er ekki viss um að það verði mjög ánægjulegt.



Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 583
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 80
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: utanáliggjandi HDD á neti hjá Reykjavíkurborg?

Pósturaf Hannesinn » Sun 15. Des 2019 13:56

Þetta virkar eflaust ekki á marga pc leiki, nema þá helst einhverja krakkaða eldri leiki. En þetta virkar mjög líklega á einhverja retro emulatora eins og mame, nintendo, speccy, amiga eða atari st.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2858
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: utanáliggjandi HDD á neti hjá Reykjavíkurborg?

Pósturaf CendenZ » Sun 15. Des 2019 17:17

Voru menn ekki að nota Steam Link í svona æfingar ?




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: utanáliggjandi HDD á neti hjá Reykjavíkurborg?

Pósturaf Manager1 » Sun 15. Des 2019 17:53

Notaðu dauða tímann til að læra eitthvað, tungumál, forritun, iðn, useless party trick, bara hvað sem er.


Þú kemur ekki til með að sjá eftir því.




netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: utanáliggjandi HDD á neti hjá Reykjavíkurborg?

Pósturaf netkaffi » Fös 20. Des 2019 11:58

Það er ekkert mál að keyra leiki af flakkara (er að svara einhverju innleggi hérna). Anyway, þú gætir mögulega tengt skjáinn við Android box og spilað Android leiki eða Stadia og þ.a.l. Red Dead Redemption 2. Ef þú getur ekki tengt skjáinn beint þá geturu mögulega bootað því af USB. Svo gætiru náttla líka bara sleppt þessari vél og notað fartölvu (t.d. einhverja hræódýra Chromebook, getur mögulega spilað Red Red Redemption 2 á henni með Stadia og VPN ef netið þarna er heppilegt eða þú ert með gott 4G net).

Þú gætir t.d. gert eins og þessi dúddi.

Sjá meira í þræði.