Síða 1 af 1

Gerir hærra FPS þig að betri spilara? Nvidia og Linus TechTips vinna saman að sjá hvort það reynist

Sent: Fim 05. Des 2019 15:51
af netkaffi


Hvað finnst mönnum hér? Ég veit að einn besti CS 1.6 spilara íslands gekk vel með hálfgerða drasl tölvu. Hann var með mjög ódýra eiginlega skrifstofutölvu, lélegan skjá og bara að mörgu leyti ömurlegt, ljótt og illa að búið setup (lítið herbergi), en er samt einn af þeim fáu sem hafa farið erlendis að keppa í tölvuleikjum frá þeim tíma á Íslandi. Ég hef þetta ekki af orðrómi heldur kom ég oft heim til hans. En honum hefði kannski gengið enn betur á betra set up, hver veit?

Re: Gerir hærra FPS þig að betri spilara? Nvidia og Linus TechTips vinna saman að sjá hvort það reynist

Sent: Fim 05. Des 2019 16:18
af Manager1
Góðir spilarar eru alltaf góðir spilarar, sama hvaða tölvu þeir nota, eins og þú lýsir með íslenska CS spilarann. Hann hefði samt verið enn betri á góðri tölvu.

Lélegir spilarar geta gefið sér aðeins meiri séns með góðri tölvu, en þeir eru ennþá lélegir.


Er 144fps betra en 60fps? Já ekki nokkur spurning. Door to door testið í myndbandinu er góð sönnun á því.

Re: Gerir hærra FPS þig að betri spilara? Nvidia og Linus TechTips vinna saman að sjá hvort það reynist

Sent: Fim 05. Des 2019 16:57
af netkaffi
Satt.

Re: Gerir hærra FPS þig að betri spilara? Nvidia og Linus TechTips vinna saman að sjá hvort það reynist

Sent: Fim 05. Des 2019 19:07
af mikkimás
Þessu tengt. Heyrði einhvern tímann af simracer sem átti að vera frekar góður, einn af þeim bestu í bransanum. Sá notaði ekki fokdýran búnað eins og DD mótor. Var bara með gamla góða Logitech G29/G920. Get ekki ímyndað mér að hitt draslið (riggið, stýrið, pedalar, o.s.frv.) hafi verið merkilegt í sjálfu sér, þó ég viti það ekki.

En hærri upplausn/FPS og hágæða external vélbúnaður hlýtur að skila sér í meiri upplifun, sem í einhverjum tilfellum skilar sér í betri spilun.

Re: Gerir hærra FPS þig að betri spilara? Nvidia og Linus TechTips vinna saman að sjá hvort það reynist

Sent: Fim 05. Des 2019 19:12
af netkaffi
Merkilegt nokk þá þykir mér lægri upplausn skila sér í betri upplifun í sumum leikjum útaf því að það verður allt einhvernvegin nær manni. Sem betur fer eru ekki allir leikir svona.