Síða 1 af 1
Er líklegt að Nintendo switch fari á tilboð fyrir jól?
Sent: Mán 29. Okt 2018 19:32
af Ranimosk
Mig er farið að langa í Switch, en var að spá hvort það væri viturlegt að bíða og sjá hvort verðið verði e-ð lækkað í jólaösinni. Er einhver hér vitur um verðlagningar á Nintendo á Islandi?
Re: Er líklegt að Nintendo switch fari á tilboð fyrir jól?
Sent: Mán 29. Okt 2018 20:00
af kiddi
Er ekki reglan á Íslandi að það hækkar allt í verði rétt fyrir jól?
Re: Er líklegt að Nintendo switch fari á tilboð fyrir jól?
Sent: Mán 29. Okt 2018 20:06
af Viggi
Leyfi mèr að efast um það þar sem nintendo eru þektir að lækka verð á vörum sínum seint og illa. Svo ekki sé talað um að hún er að rokseljast núna.
Re: Er líklegt að Nintendo switch fari á tilboð fyrir jól?
Sent: Mán 29. Okt 2018 20:10
af Ranimosk
kiddi skrifaði:Er ekki reglan á Íslandi að það hækkar allt í verði rétt fyrir jól?
Heh, það er reyndar rétt að ansi oft hækkar verðið svona rétt áður en varan fer á fínan afslátt, og endar svo á nákvæmlega sama verði og hún var fyrir hækkun
Re: Er líklegt að Nintendo switch fari á tilboð fyrir jól?
Sent: Mán 29. Okt 2018 20:10
af worghal
Ormsson? Að setja nintendo á útsölu? Líklegast ekki þar sem það er talið vera of nálægt því að gera vel við viðskiptavininn, tala svo ekki um það að þetta gæti óvart talist "að sinna vörunni" en ormsson gera ekki slíkt.
Re: Er líklegt að Nintendo switch fari á tilboð fyrir jól?
Sent: Mán 29. Okt 2018 20:21
af Vaktari
Ég verslaði switch í póllandi bara í siðustu viku á 43 k
mario party og joy con par + pro charger á örugglega sömu heildarupphæð og bara tölvan kostar í ormsson
En ég er ekki frá því að ég hafi séð switch auglýsta á 43 k i toys r us um daginn ef mér skjátlast ekki
Re: Er líklegt að Nintendo switch fari á tilboð fyrir jól?
Sent: Mán 29. Okt 2018 20:26
af Andriante
Verð lækka ekki á jólunum.
Re: Er líklegt að Nintendo switch fari á tilboð fyrir jól?
Sent: Mán 29. Okt 2018 20:28
af Ranimosk
Jæja, ég kaupi þetta þá bara á næstunni, og reyni að versla við aðra en Ormsson
Re: Er líklegt að Nintendo switch fari á tilboð fyrir jól?
Sent: Þri 30. Okt 2018 12:35
af lukkuláki
Ranimosk skrifaði:Jæja, ég kaupi þetta þá bara á næstunni, og reyni að versla við aðra en Ormsson
Black Friday er núna í nóvember þannig að það er alls ekki útilokað að það verði tilboð á þessum vörum
Re: Er líklegt að Nintendo switch fari á tilboð fyrir jól?
Sent: Mán 03. Des 2018 15:16
af Baldurmar
Hvar er best að kaupa sér Switch núna ?
Geimstöðin, Macland og Ormsson eru þau fyrirtæki sem ég hef séð tölvuna hjá, eru einhver fleiri ?
Hver er með bestu þjónustuna ?
Re: Er líklegt að Nintendo switch fari á tilboð fyrir jól?
Sent: Mán 03. Des 2018 17:36
af Ranimosk
Ég endaði á að kaupa frá ToysR us, en það voru bara 3 tölvur eftir þegar ég keypti þar. Kostaði bara 43.000 kr. miðað við um 56.000 kr. á öðrum stöðum.
Re: Er líklegt að Nintendo switch fari á tilboð fyrir jól?
Sent: Mán 03. Des 2018 17:38
af Ranimosk
Já, og Tölvutek selur líka Switch-inn.