Call of Duty Black Ops III á PS4 - hægt niðurhal á uppfærslu
Sent: Sun 15. Maí 2016 17:51
Daginn!
Getur einhver upplýst mig um það hvort hægt sé að sækja plástra fyrir Call of Duty - Black Ops III á Ps4 öðruvísi en að framkvæma það gegnum leikinn sjálfan, þ.e.a.s. hvort hægt sé að hala niður uppfærsluskránum og keyra inn handvirkt.
Vinur minn er með PS4 tölvu og er búinn að setja inn á hana ummræddan leik. Hins vegar er ekki hægt að spila hann nema sækja uppfærslur fyrst. Þegar það var reynt var niðurhalshraðinn ansi slappur (bæði gegnum WiFi og beintengingu með kapli við router).
Var eitthvað að gúggla þetta. Einhver sagðist hafa leyst slíkt með því að skipta um DNS-þjón, setja Google-DNS tölurnar (8.8.8.8 og 8.8.4.4) í stað þeirra sjálfgefnu frá netþjónustuaðilanum (Síminn Ljósnet/VDSL). Er eitthvað vit í því (ekki búið að prófa)?
Getur einhver upplýst mig um það hvort hægt sé að sækja plástra fyrir Call of Duty - Black Ops III á Ps4 öðruvísi en að framkvæma það gegnum leikinn sjálfan, þ.e.a.s. hvort hægt sé að hala niður uppfærsluskránum og keyra inn handvirkt.
Vinur minn er með PS4 tölvu og er búinn að setja inn á hana ummræddan leik. Hins vegar er ekki hægt að spila hann nema sækja uppfærslur fyrst. Þegar það var reynt var niðurhalshraðinn ansi slappur (bæði gegnum WiFi og beintengingu með kapli við router).
Var eitthvað að gúggla þetta. Einhver sagðist hafa leyst slíkt með því að skipta um DNS-þjón, setja Google-DNS tölurnar (8.8.8.8 og 8.8.4.4) í stað þeirra sjálfgefnu frá netþjónustuaðilanum (Síminn Ljósnet/VDSL). Er eitthvað vit í því (ekki búið að prófa)?