Síða 1 af 1

No Man’s Sky

Sent: Fim 08. Okt 2015 19:21
af GuðjónR
Ég er yfirlett ekki spenntur fyrir leikjum en þessi vekur svo sannarlega athygli mína.
Eins blanda af Spore og Elite Dangerous.
Heimasíðan.


Re: No Man’s Sky

Sent: Fim 08. Okt 2015 20:33
af I-JohnMatrix-I
Ég er virkilega spenntur fyrir þessum og er búinn að vera það síðan ég sá hann kyntan á E3. Það eru spennandi tímar framundan fyrir okkur nördana. :D

Re: No Man’s Sky

Sent: Fim 08. Okt 2015 20:44
af g0tlife
Afhverju held ég að þetta verður spennandi fystu klukkutímana en svo smá svona alltaf að gera það sama kind of game ? :-k

Re: No Man’s Sky

Sent: Fim 08. Okt 2015 21:32
af Klara
Er þetta leikur? Hvað gerir maður í þessu ?

Re: No Man’s Sky

Sent: Fim 08. Okt 2015 22:08
af GuðjónR
g0tlife skrifaði:Afhverju held ég að þetta verður spennandi fystu klukkutímana en svo smá svona alltaf að gera það sama kind of game ? :-k

Það er reyndar hætt við því. Er reyndar með einn 6 ára sem virðist aldrei fá leið á Spore, þessi myndi henta honum mjög vel. :)

Klara skrifaði:Er þetta leikur? Hvað gerir maður í þessu ?

Nenntirðu ekki að horfa á youtube? [-X

Re: No Man’s Sky

Sent: Fim 08. Okt 2015 22:30
af Klara
GuðjónR skrifaði:
Klara skrifaði:Er þetta leikur? Hvað gerir maður í þessu ?

Nenntirðu ekki að horfa á youtube? [-X


Jú ég horfði. Spurningin stendur. Annað en að heimsækja plánetur og horfa á einhverjar risaeðlur, út á hvað gengur þessi leikur?

Hvað er það sem gerir þetta að leik en t.d. ekki gönguhermi?

Re: No Man’s Sky

Sent: Fim 08. Okt 2015 22:48
af GuðjónR
Klara skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Klara skrifaði:Er þetta leikur? Hvað gerir maður í þessu ?

Nenntirðu ekki að horfa á youtube? [-X


Jú ég horfði. Spurningin stendur. Annað en að heimsækja plánetur og horfa á einhverjar risaeðlur, út á hvað gengur þessi leikur?

Hvað er það sem gerir þetta að leik en t.d. ekki gönguhermi?


Þeir segja sem minnst, það á örugglega eitthvað spennandi eftir að koma í ljós.
Annars er framleiðandinn þögull sem gröfin. Líklega til að byggja upp netta spennu og pælingar.
En það sem þegar sést er að þú getur fundi sólarsystem, í því plánetu og á henni allskonar dýr, sem sum hver vilja drepa þig.

Re: No Man’s Sky

Sent: Fös 09. Okt 2015 08:57
af jericho
Fyrst ein spurning, af hverju er þetta í "Leikir - til sölu / óskast / WoW umræður" spjallborðinu?

Annars er þessi leikur mjög jákvætt skref fyrir leikjaflóruna. Minnir mig örlítið á Stranded Deep. Hlakka til að prófa hann.

Re: No Man’s Sky

Sent: Fös 09. Okt 2015 10:09
af GuðjónR
jericho skrifaði:Fyrst ein spurning, af hverju er þetta í "Leikir - til sölu / óskast / WoW umræður" spjallborðinu?
Sm mistök, fixed.

Annars er þessi leikur mjög jákvætt skref fyrir leikjaflóruna. Minnir mig örlítið á Stranded Deep. Hlakka til að prófa hann.


Já það er slatti af leikjum núna sem kannsi minna á hann, en engin svona umfangsmikill.

Re: No Man’s Sky

Sent: Fös 09. Okt 2015 20:10
af Crush1234
Þú safnar auðlindum til þess að uppfæra skipið og búnaðin þinn, getur farið í geimbardaga og fleira...

Til þess að bæta inn í þetta hér er annar leikur sem ég er spenntur fyrir
https://youtu.be/cv7xbHkLdGw