Síða 1 af 1

Steam - Call of Duty Advanced Warfarer

Sent: Fim 27. Nóv 2014 12:50
af Garri
Sælir

Var að setja upp þennan leik fyrir guttann. Lenti í smá veseni þar sem diskurinn "hálf koxaði" (var að fyllast) og ég flutti önnur gögn af honum á meðan hann var að setja upp leikinn. Steam setti leikinn upp alveg athugasemdalaust en leikurinn virkar bara alls ekki. Hökktir og frýs þegar inn er komið. Multi-player hlutinn virkar mun betur.

Ég vill hreinlega setja hann upp aftur en þá án þess að þurfa að niðurhala honum aftur. Einhverjir hér sem vita eitthvað um Steam og svona tilfærslur.

Tek það fram að ég flutti allt leikjasafnið á Steam yfir á annan disk eftir þetta en það breytti engu. Forritið endurræsir vélina og þess háttar. Hitastig á cpu og gpu langt innan marka enda líka prófað að keyra leikinn í "save mode". Allt kemur fyrir ekki.

Re: Steam - Call of Duty Advanced Warfarer

Sent: Fim 27. Nóv 2014 13:14
af martubh
Þú getur prófað að teka backup af leiknum og restorað upp af því backupi, eða athuga hvort það er til backup á deildu.

Re: Steam - Call of Duty Advanced Warfarer

Sent: Fim 27. Nóv 2014 13:17
af eysilingz
Myndi prófa fyrst að gera Verify Integrity of Game Cache ef þú ert ekki búinn að því nú þegar, ferð í properties og local files tabbin, hefur oft bjargað mér áður en ég set leikinn upp aftur.

Re: Steam - Call of Duty Advanced Warfarer

Sent: Fim 27. Nóv 2014 13:26
af geiri_smart

Re: Steam - Call of Duty Advanced Warfarer

Sent: Lau 29. Nóv 2014 14:34
af Garri
Takk fyrir þetta..

Var búinn að færa leikinn á milli diska. Keyrði Verify integrity, ekkert breyttist. Tók afrit og ætla að prófa að restora fljótlega.

Gruna að þetta sé skjádriver.. er með 670GTX og eftir að hafa gúglað smá, þá hafa fleiri lent í sama en engin lausn eins og er.

En ef einhver hefur einhverja "hugsanlega" lausn þá má láta mig vita.