Síða 1 af 1

[Solved]Lagg í Metro: Last Light ! Hjálp

Sent: Þri 26. Ágú 2014 05:26
af smb111
Góða kvöldið, málið er að ég hef ekki lent í neinum vandræðum með tölvuleiki sem ég hef spilað hingað til. Keypti Metro last light i gegnum steam um helgina og hann byrjaði á að lagga í byrjun en ég fór og lagaði video settings og það virtist bjarga þessu vandamáli en síðan er ég núna á einum part í leiknum þar sem að margir óvinir byrja að skjóta á mig í einu & þá laggar leikurinn í drasl! Verður óspilanlegur.. Ég skil ekki alveg hvað veldur þessu ég er búinn að nota optimal settings i gegnum Nvidia GeForce Experience en samt sem áður hættir leikurinn ekki að hökta, frekar þreytandi þar sem að ég er búinn að vera að reyna að bjarga þessu sjálfur en virðist enganveginn vera að ná því, eina sem ég er búinn að sjá er einhvað varðandi physx en er samt engu nær.. Eru einhverjir sem hafa lent í sama vanda eða einhv. sem getur mögulega hjálpað manni með hvað sé að?? ](*,) :x
Vélbúnaðurinn ætti ekki að vera í neinum vandræðum með að spila þennan leik í sjálfu sér.. Ætti að geta spilað allt í fullum gæðum ?

Intel Core i5-4670k 3.4 Ghz.
MSI GeForce Gtx 760 TF 2GD5/OC
16 GB Ballistix vinnsluminni
1 TB Sata HDD
600W aflgjafi...

Ég næ þessu ekki..?

Re: Lagg í Metro: Last Light ! Hjálp

Sent: Þri 26. Ágú 2014 06:35
af Bjosep
http://steamcommunity.com/app/43160/dis ... 022544879/


Eitthvað af þessu, þú varst mögulega búinn að sjá þetta en ég get ekki ímyndað mér að þú fáir betri svör hér.

Re: Lagg í Metro: Last Light ! Hjálp

Sent: Þri 26. Ágú 2014 07:48
af oskar9
Þeir sem eru með nvidia kort geta notað Advanced Physx undir options og game setting, þegar ég kveikti á því þá laggaði leikurinn mjög, ég sótti nýjasta physx driverinn af heimasíðu nvidia og eftir það lagaðist allt lagg hjá mér og nú gengur allt mjög smooth, ef þú ert hinsvegar búinn að ná í nýjasta physx driverinn en laggar samt þá veit ég ekki hvað er að :no

Re: Lagg í Metro: Last Light ! Hjálp

Sent: Þri 26. Ágú 2014 11:01
af I-JohnMatrix-I
Þetta lagaðist hjá mér eftir að ég reinstallaði physx.

Re: Lagg í Metro: Last Light ! Hjálp

Sent: Þri 26. Ágú 2014 15:07
af smb111
oskar9 skrifaði:Þeir sem eru með nvidia kort geta notað Advanced Physx undir options og game setting, þegar ég kveikti á því þá laggaði leikurinn mjög, ég sótti nýjasta physx driverinn af heimasíðu nvidia og eftir það lagaðist allt lagg hjá mér og nú gengur allt mjög smooth, ef þú ert hinsvegar búinn að ná í nýjasta physx driverinn en laggar samt þá veit ég ekki hvað er að :no


Þetta lagaði allt hjá mér takk kærlega fyrir oskar9 & þið hinir sem gáfuð ykkur tíma í að svara :megasmile :megasmile

Fyrir þá sem eru að lesa þennan þráð og eru máski í sömu vandræðum þá sækið þið nýjasta physx driverinn af heimasíðu Nvidia ---> http://www.nvidia.com/object/physx-9.13 ... river.html ;) \:D/ =D>