Pósturaf nomaad » Fös 08. Okt 2004 00:25
Jæja, þá er ég búinn að eyða kvöldinu í þetta, og ég get sagt með öryggi að þetta er snilld. Sennilega svalasta breytingin er hljóðið, öll surface eru með mismunandi hljóð þegar kúlur lenda á þeim. Þetta þýðir að maður fær firefight-fílinginn alveg í æð, þetta er alveg eins og í bíómynd. Grafíkin er í heild mjög flott en eitt og eitt texture stingur í stúf og manni finnst þau líkjast textures úr gamla leiknum (of lág upplausn). Vopnin eru alveg svakalega flott, alveg búið að breyta lúkkinu á sumum þeirra. Svo eru allskonar effect í leiknum sem bæta miklu við:
Gluggar brotna mjög raunverulega, maður verður að sjá það til að trúa því.
Ryk og annað debris þeytist upp þegar kúlur lenda á því.
Vatn splashar, sést vel í Aztec (helvíti flott).
HINSVEGAR: ef þú hatar CS af ástríðu þá mun CS: Source líklegast ekki breyta skoðun þinni (þetta er jú sami leikurinn).
Maplist:
Cs_Italy
Cs_Office
De_Aztec
De_Cbble
De_Chateau
De_Dust
De_Dust2
De_Havana
De_Piranesi
Frekar lítið af þeim, vantar nokkur klassísk möp (prodigy og militia dettur mér í hug), en þau koma vonandi með tímanum.
n:\>