Sæll Aron, fyrst við erum á first name bases núna.
Já ég skal viðurkenna eftir á að þetta varð ekki fallegur þráður. Ég varð hins vegar fyrir miklum vonbrigðum með tilboðið sem ég fékk á móti á þessum tíma. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. xbox360.is er núna orðinn sameiningarstaður sem hafa gaman af því að spila tölvuleiki undir nafninu console.is - Það er okkur hjartans mál að rifrildi eins og þessi síðan 2010 endurtaki sig ekki. Mér þykir leitt að hafa komið illa fram við þig og ef það er eitthvað sem ég get aðstoðað þig með í framtíðinni skal ég reyna mitt besta til þess að þú verðir sáttur.
Ég vil þó árétta að ég fór ekki þangað til að níðast á business módelinu þeirra, ég fór í þeirri trú að ég gæti fengið örlítinn aur fyrir leikina mína en varð fyrir vonbrigðum að svo var ekki.
Vonast til þess að við getum spjallað saman um leiki og tölvur aftur á console.is á jákvæðum og málefnalegum nótum. Eins og ég segi, ef það er eitthvað sem ég get aðstoðað þig með að þá getur þú sent mér tölvupóst á
dotcom@xbox360.is og jafnvel með nafninu þínu á xbox360.is og ég skal sjá til þess að aðgangur þinn sé opnaður og öll saga þurrkuð út.
Ennfremur að þá skal ég bjóða þér 1 stk PSN £35 kort sem ég læt xbox360.is niðurgreiða til þín á 6680 ISK.
Með von um góð viðbrögð,
Örvar.