Síða 1 af 1

Playstation 4 innan klæða

Sent: Fim 07. Nóv 2013 16:57
af upg8
Virkilega vel hönnuð tölva og auðvelt að taka hana í sundur ef eitthvað gefur sig. Þeir ná því að troða öllum þessum búnaði ásamt aflgjafa í svona lítið tæki og kæla það niður með lítilli 85mm viftu.

http://www.wired.com/gamelife/2013/11/playstation4-teardown-video/

Re: Playstation 4 innan klæða

Sent: Fim 07. Nóv 2013 17:12
af svanur08
Nice það verður þá ekki allt í ryki með eina svona viftu :happy

Re: Playstation 4 innan klæða

Sent: Sun 24. Nóv 2013 21:59
af krat
kjánalegt að þeir setji ekki 250 ssd í þetta <.<

Re: Playstation 4 innan klæða

Sent: Sun 24. Nóv 2013 22:11
af tanketom
er ótrúlega lík uppbygging og í PS3 búinn að rífa mikið í sundur af þeim tölvum og ætli PS4 enda ekki með sama vandamál og PS3 the YOLD...

Re: Playstation 4 innan klæða

Sent: Sun 24. Nóv 2013 22:14
af KermitTheFrog
"Heato-sinko"

Annars mætti halda að Apple hefðu hannað þetta. Nema hvað tölvan væri þá líklegast helmingi þynnri.

Re: Playstation 4 innan klæða

Sent: Sun 24. Nóv 2013 22:20
af worghal
KermitTheFrog skrifaði:"Heato-sinko"

Annars mætti halda að Apple hefðu hannað þetta. Nema hvað tölvan væri þá líklegast helmingi þynnri.

helmingi þynnri og ekkert blu-ray.

Re: Playstation 4 innan klæða

Sent: Sun 24. Nóv 2013 23:46
af KermitTheFrog
worghal skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:"Heato-sinko"

Annars mætti halda að Apple hefðu hannað þetta. Nema hvað tölvan væri þá líklegast helmingi þynnri.

helmingi þynnri og ekkert blu-ray.


Og verðið fjórfalt.

Re: Playstation 4 innan klæða

Sent: Mán 25. Nóv 2013 00:25
af g0tlife
worghal skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:"Heato-sinko"

Annars mætti halda að Apple hefðu hannað þetta. Nema hvað tölvan væri þá líklegast helmingi þynnri.

helmingi þynnri og ekkert blu-ray.


En á næsta ári kæmi út Playstation 4S og þá væri búið að bæta við bluray spilara

Re: Playstation 4 innan klæða

Sent: Mán 25. Nóv 2013 00:41
af Opes
Fékk mína í hendurnar á föstudaginn og er búinn að vera að spila FIFA alla helgina. Ótrúlega flott vél. Ég er líka mjög ánægður með breytingarnar á controllernum, þoldi ekki hvað gömlu voru litlar og óþægilegar :).

Re: Playstation 4 innan klæða

Sent: Mán 25. Nóv 2013 00:46
af Viktor

Re: Playstation 4 innan klæða

Sent: Mán 25. Nóv 2013 08:56
af tveirmetrar
g0tlife skrifaði:
worghal skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:"Heato-sinko"

Annars mætti halda að Apple hefðu hannað þetta. Nema hvað tölvan væri þá líklegast helmingi þynnri.

helmingi þynnri og ekkert blu-ray.


En á næsta ári kæmi út Playstation 4S og þá væri búið að bæta við bluray spilara


Ég hló

Re: Playstation 4 innan klæða

Sent: Mán 25. Nóv 2013 09:04
af Daz
upg8 skrifaði:Virkilega vel hönnuð tölva og auðvelt að taka hana í sundur ef eitthvað gefur sig. Þeir ná því að troða öllum þessum búnaði ásamt aflgjafa í svona lítið tæki og kæla það niður með lítilli 85mm viftu.

http://www.wired.com/gamelife/2013/11/playstation4-teardown-video/


Ég myndi nú ekkert fagna því að nýjasta útgáfan sé kæld með "lítilli" viftu. Ekki eftir síðustu kynslóð (frá báðum framleiðendum).

Re: Playstation 4 innan klæða

Sent: Mán 25. Nóv 2013 13:29
af Xovius
Daz skrifaði:
upg8 skrifaði:Virkilega vel hönnuð tölva og auðvelt að taka hana í sundur ef eitthvað gefur sig. Þeir ná því að troða öllum þessum búnaði ásamt aflgjafa í svona lítið tæki og kæla það niður með lítilli 85mm viftu.

http://www.wired.com/gamelife/2013/11/playstation4-teardown-video/


Ég myndi nú ekkert fagna því að nýjasta útgáfan sé kæld með "lítilli" viftu. Ekki eftir síðustu kynslóð (frá báðum framleiðendum).

Litlar viftur öskra hæst.

Re: Playstation 4 innan klæða

Sent: Mán 25. Nóv 2013 13:39
af stefhauk
Farinn að velta fyrir mér að kaupa ekki first gen af henni

http://www.youtube.com/watch?v=6FwlK-jU8Yg

Re: Playstation 4 innan klæða

Sent: Mán 25. Nóv 2013 13:57
af Stuffz
x86 örri svo engir ps3 leikir sem virka á þessu rétt?

ég á ps3 en notaði hana voða lítið, hávaðasamt apparat og 10K fyrir einn leik úff.

kannski PS3 leikir hríðlækki núna í verði, best að dusta rykið að þeirri gömlu ;)

E.S. hvar pluggar maður henni inn-anklæða :P

Re: Playstation 4 innan klæða

Sent: Mán 25. Nóv 2013 14:14
af kallikukur
stefhauk skrifaði:Farinn að velta fyrir mér að kaupa ekki first gen af henni

http://www.youtube.com/watch?v=6FwlK-jU8Yg


Hafðu það í huga að mörg þúsund manns hafa fengið tölvuna og sá litli hluti sem fær bilaðar tölvur er langháværastur, enda eru allir hinir bara að spila leiki ;)

Re: Playstation 4 innan klæða

Sent: Fim 28. Nóv 2013 09:33
af Halli25
krat skrifaði:kjánalegt að þeir setji ekki 250 ssd í þetta <.<

Miklu frekar að setja SSHD í þetta, þú kemur nú ekki mörgum leikjum á vélina ef það er bara 250GB í henni.

Þessi er búinn að prófa með SSD, default og SSHD og það er ekki svo mikill munur á SSD og SSHD að verðmunurinn borgi sig:
http://feber.se/spel/art/286870/ssd_i_playstation_4/

við erum með þennan disk til sölu og auðvelt að skipta um, mjög vinsælt í Svíþjóð :)
http://tl.is/product/1tb-ssdh-25-sata-5 ... gb-og-64mb

Re: Playstation 4 innan klæða

Sent: Fim 28. Nóv 2013 09:37
af AntiTrust
Opes - Hvernig er fan soundið m.v. PS3 fat?