Forpanta PS4 að utan (UK)
Sent: Mán 09. Sep 2013 03:10
Sæl og blessuð.
Nú eru, að mér skilst, tæpir 3 mánuðir í að PlayStation 4 kemur út og maður er farinn að verða þó nokkuð spenntur fyrir því.
Búinn að plana að fara askvaðandi í einhverja kvöldopnun þarna um mánaðamótin nóv/des með félögunum og ná mér í eintak.
En svo fékk ég smá högg í magann þegar ég heyrði einhvern vera að tala um að það væri búið að fresta þessu öllu saman fram yfir áramót (á Íslandi) vegna mikillar eftirspurnar utandlands.
Því spyr ég: Ef búið er að fresta komu PS4 til Íslands fram yfir áramót, er þá ekki góð hugmynd að forpanta tölvuna á t.d. Amazon.uk og flytja hana bara inn? (Þ.e.a.s. ef maður getur ómögulega beðið.)
Tékkaði á þessu á Amazon.uk og fór í gegnum allt ferlið allveg fram að "Place Your Order" og þá fæ ég að hún kostar ca. £297 Pund sem gera um 56.649 kr. (skv. heimasíðu Landsbankans).
Síðan skoða ég Reknivél Tollstjóra og stimpla allt nokkuð rétt inn og fæ út: "Tollverð + Aðflutningsgjald" = 56.483 kr. + 14.510 kr. = 71.000 kr.
Þar sem ég er tiltölulega nýr í að kaupa vörur utanlands þá langar mig einnig að spurja ykkur sérfræðingana hvort það séu ekki einhver fleiri gjöld og leiðindi sem þarf að borga af þessu.
Og hvernig er reynslan af ábyrgðinni á Amazon? Sá að það var eitthvað Return Policy dæmi og var að pæla hvort það væri nokkuð mögulega utanlands. (Á samt bágt með að trúa því).
Takk fyrir!
- Þossi
Nú eru, að mér skilst, tæpir 3 mánuðir í að PlayStation 4 kemur út og maður er farinn að verða þó nokkuð spenntur fyrir því.
Búinn að plana að fara askvaðandi í einhverja kvöldopnun þarna um mánaðamótin nóv/des með félögunum og ná mér í eintak.
En svo fékk ég smá högg í magann þegar ég heyrði einhvern vera að tala um að það væri búið að fresta þessu öllu saman fram yfir áramót (á Íslandi) vegna mikillar eftirspurnar utandlands.
Því spyr ég: Ef búið er að fresta komu PS4 til Íslands fram yfir áramót, er þá ekki góð hugmynd að forpanta tölvuna á t.d. Amazon.uk og flytja hana bara inn? (Þ.e.a.s. ef maður getur ómögulega beðið.)
Tékkaði á þessu á Amazon.uk og fór í gegnum allt ferlið allveg fram að "Place Your Order" og þá fæ ég að hún kostar ca. £297 Pund sem gera um 56.649 kr. (skv. heimasíðu Landsbankans).
Síðan skoða ég Reknivél Tollstjóra og stimpla allt nokkuð rétt inn og fæ út: "Tollverð + Aðflutningsgjald" = 56.483 kr. + 14.510 kr. = 71.000 kr.
Þar sem ég er tiltölulega nýr í að kaupa vörur utanlands þá langar mig einnig að spurja ykkur sérfræðingana hvort það séu ekki einhver fleiri gjöld og leiðindi sem þarf að borga af þessu.
Og hvernig er reynslan af ábyrgðinni á Amazon? Sá að það var eitthvað Return Policy dæmi og var að pæla hvort það væri nokkuð mögulega utanlands. (Á samt bágt með að trúa því).
Takk fyrir!
- Þossi