Old timers: UFO: Enemy Unknown aka X-Com: UFO Defense
Sent: Fim 01. Jan 1970 00:00
Ég spilaði þennan leik frekar mikið en ég verð að viðurkenna eitt. Ég svindlaði. Hugsanlega eini leikurinn sem ég hef spilað mikið og samt svindlað í, enda hefur mér fundist það að svindla bara eyðileggja leikinn. En þetta svindl var nú ekki merkilegra en það að maður fékk 4 billjón dollara sem kom sér vel til að geta byggt stöðvar út um allt. Mér tókst aldrei að klára peninginn og reyndar ekki heldur að klára leikinn því vinur minn kom í heimsókn og gerði það fyrir mig á klukkutíma.
Jæja þetta var nú bara svona bakgrunns upplýsingar. Nú meira en 5 árum síðar langar mig að spila þennan leik aftur. Það hefur nú ekki gengið eins og má búast við svona gömlum leik.
Ég er nú Windows2000 maður og reyndi þess vegna að fá hann til að virka þar, en ekkert gekk. Svo vildi til að ég setti Windows XP aðra tölvu frá 2000 og viti menn ég kemmst í leikinn og ekkert mál en þegar kemur að því að berjast við geimverunar þá *púff* bara dettur leikurinn út. Þetta gerist alltaf og virðist vera eingöngu tengt því að ef ég ætla að færa mennina mína.
Ég prófaði eitthvað patch sem færir leikinn í útgáfur 1.4 en hún gerði hlutina bara verri því þá gat ég ekki einusinni valið stað fyrir stöðina mína.
Jæja og hér er svo spurningin:
Hefur einhver getað fengið þennan leik til að virka á nútíma tölvu? Og nei ég ætla ekki að setja upp dual boot með win95 bara til að spila þennan leik.
það er ekki fyrr en á svona tíma sem ég sakna 486 25mhz tölvunar minnar
Jæja þetta var nú bara svona bakgrunns upplýsingar. Nú meira en 5 árum síðar langar mig að spila þennan leik aftur. Það hefur nú ekki gengið eins og má búast við svona gömlum leik.
Ég er nú Windows2000 maður og reyndi þess vegna að fá hann til að virka þar, en ekkert gekk. Svo vildi til að ég setti Windows XP aðra tölvu frá 2000 og viti menn ég kemmst í leikinn og ekkert mál en þegar kemur að því að berjast við geimverunar þá *púff* bara dettur leikurinn út. Þetta gerist alltaf og virðist vera eingöngu tengt því að ef ég ætla að færa mennina mína.
Ég prófaði eitthvað patch sem færir leikinn í útgáfur 1.4 en hún gerði hlutina bara verri því þá gat ég ekki einusinni valið stað fyrir stöðina mína.
Jæja og hér er svo spurningin:
Hefur einhver getað fengið þennan leik til að virka á nútíma tölvu? Og nei ég ætla ekki að setja upp dual boot með win95 bara til að spila þennan leik.
það er ekki fyrr en á svona tíma sem ég sakna 486 25mhz tölvunar minnar