Síða 1 af 1

Fallout Bíómynd

Sent: Mán 22. Apr 2013 23:07
af Stuffz
Var að horfa á eldgamla sci-fi (vísindaskáldsögu) mynd sem heitir GOG og er frá 1954, fannst margt svipa til Fallout heiminum (1 og 2) í myndinni, gerist í bunkeri með vísindamönnum, ljósblár búningur með gulum röndum, hallærislegir róbótar, flamethrower, geislamengun, kjarnorka, gráir skápar, o.s.f.

http://en.wikipedia.org/wiki/Gog_%28film%29

bara væri gaman að vita hvort fleiri sjá samlíkingu þarna á milli.

hérna er lítið sýnishorn

http://youtu.be/zdU0pjrtsxQ

Re: Fallout Bíómynd

Sent: Þri 23. Apr 2013 02:45
af rapport
Var GECK í myndinni?

Re: Fallout Bíómynd

Sent: Þri 23. Apr 2013 17:25
af Stuffz
rapport skrifaði:Var GECK í myndinni?


hehehe nei reyndar ekki

einsog ég sé þetta þá virkar það einsog heimurinn fyrir post-apocalypse heiminn sem Fallout gerist í, enda er allt í Fallout einsog tíminn hafi stoppað um miðja tuttugustu öldina, bílarnir, veggspjöldin, bækurnar, sum fötin, sumar græjurnar o.s.f.

reyndar er sumt líka dálítið svipað Madmax myndunum einsog einnar ermar leðurjakkinn, afsagaða doublebarrel haglabyssan, hundurinn o.s.f.
Mynd