laggið á þessu símarusli er fatlað.. ég er vanalega með 100 í ping stundum upp í 150.
ég fór eitthvað að fikta og breitti:
cl_updaterate í 15 og cl_cmdrate í 10 og rate úr 2500.000000 í 1500.000000 og það virtist eitthvað lagast,, það er ping hjá mér rokkar á milli 50-100, náði aldrei svo neðarlega áður.
málið er bara hvað gerir rate?.. ég hef ekki grænan grun, veit bara að laggið lagaðist smá við það.
en ég verð að segja það satt,, á idsn hafði frændi minn 50-60 í ping á meðann ég var með adsl laggaður til helv.. þannig að adsl kerfið hjá símnum er í hassi, hinsvegar hugsa ég að maður hljóti að geta fixað pingið með að fikta í leiknum, minnkað update og svona á leiknum, hinsvegar hugsa ég að ef maður fer of láng niður með þetta þá sjái maður kallana eins og í rikkshow þegar þeir hlaupa framhjá manni.
í denn var maður að spila quake á 16 manna server með 33800 bps modem og var með ping frá 80-100 á quake.nett.is, getið séð að menn eiga að ráða létt við 32 manna server á adsl ef modem druslan réð við 16 kvikindi í gamladaga, adsl kerfi símans er eitthvað fjandans drasl, hugsa að þeir hafi fengið þetta notað fyrir nánast ekkert.
já og á þeim tíma vissi maður að modemið var slow, fengi betra ping með t.d isdn, en wow.. núna bíttar engu hvort þú ert með 256k adsl, 512k eða 1536 pingið breitist ekkert við það.
íslandssími er málið en bara þvímiður hef ég ekki efni á því að skifta yfir eins og er.. þángað til er maður fastur með þetta skíta ping.
en allavega ef einhverjir meika að fínstilla config hjá sér og ná lagginu niður í einhverjar góðar tölur þá endilega posta config.cfg skránni fyrir okkur hina