Wasteland 2 - Kickstart
Sent: Sun 08. Apr 2012 15:12
Góðan daginn drengir og gleðilega páska!
mig langaði að vekja athygli ykkar á fan-funding síðunni Kickstarter og þá helst því verkefni þar sem ég hef mestan áhuga á, Wasteland 2.
Í stuttu máli, þá er Kickstarter heimasíða sem gerir áhugasömum einstaklinum kleift að taka þátt í að fjármagna áhugaverð verkefni, en allt það fjármagn sem þú lofar, sem getur verið frá 1$ og uppúr, rennur til framleiðandans. Þú ert hins vegar ekki að gefa þennan pening, heldur færðu fyrirfram ákveðin "verðlaun" fyrir ákveðna upphæð.
Nú langar mig að tala aðeins um Wasteland 2 verkefnið. Wasteland 2 verður framhald af leiknum Wasteland 1 sem kom út árið 1988 og var þróaður af Interplay en gefinn út af EA. Sá sem stóð að mestu leyti á bakvið Wasteland 1 var Brian Fargo, sem seinna meir sá um verkefni líkt og Baldur's Gate 1 og 2 auk Fallout 1 og 2 undir Black Isle, deildar innan Interplay.
Fallout átti í raun og veru að vera framhald af Wasteland en það gekk ekki upp þar sem EA áttu réttinn að Wasteland og framhaldsleikjum hans, ekki Interplay.
Fyrr nefndur Brian Fargo hefur síðustu ár verið að leita eftir fjárfestum, þá helst leikja framleiðendum, til að fjármagna framleiðslu og útgáfu á Wasteland 2 en hefur það lítið gengið þar sem hann hefur verið harður á því að halda sig við sama gameplay og var í Wasteland 1 og Fallout en það hefur orðið til þess að fátt hefur verið um fjárfesta, því aðal gróðinn virðist liggja í fyrstu-persónu leikjum.
Því brá hann á það ráð að setja inn verkefni á Kickstarter þar sem óskað var eftir $900þús. Verkefnið flaug af stað og á fyrstu 2-3 dögunum voru þeir búnir að fá fjármagn upp á $1.4 milljón og standa nú í um $2.2milljónum.
Það sem þú svo færð fyrir að taka þátt er, t.d. með því að lofa $15 stuðning, er frítt eintak af leiknum þegar hann kemur út, sem verður vonandi í október ár næsta ári
Verðlaunin hækka svo eftir því sem þú lofar meiru og sjálfur setti ég $65, en þið getið lesið um hvað þið fáið fyrir hvaða upphæð hægra megin á Wasteland 2 síðu verkefnisins
Ætla ekki að hafa þetta lengra, orðinn ágætis veggur af texta, en vona að sem flestir hafi áhuga á þessu, verður vonandi svaðalegur leikur og ekki mikið að borga $15 fyrir hann núna og fá þá eintakið sitt um leið og hann kemur út
Kveðja,
Klemmi
Ps. Hér er smá concept art úr leiknum, sækja má stærri útgáfu hér
mig langaði að vekja athygli ykkar á fan-funding síðunni Kickstarter og þá helst því verkefni þar sem ég hef mestan áhuga á, Wasteland 2.
Í stuttu máli, þá er Kickstarter heimasíða sem gerir áhugasömum einstaklinum kleift að taka þátt í að fjármagna áhugaverð verkefni, en allt það fjármagn sem þú lofar, sem getur verið frá 1$ og uppúr, rennur til framleiðandans. Þú ert hins vegar ekki að gefa þennan pening, heldur færðu fyrirfram ákveðin "verðlaun" fyrir ákveðna upphæð.
Nú langar mig að tala aðeins um Wasteland 2 verkefnið. Wasteland 2 verður framhald af leiknum Wasteland 1 sem kom út árið 1988 og var þróaður af Interplay en gefinn út af EA. Sá sem stóð að mestu leyti á bakvið Wasteland 1 var Brian Fargo, sem seinna meir sá um verkefni líkt og Baldur's Gate 1 og 2 auk Fallout 1 og 2 undir Black Isle, deildar innan Interplay.
Fallout átti í raun og veru að vera framhald af Wasteland en það gekk ekki upp þar sem EA áttu réttinn að Wasteland og framhaldsleikjum hans, ekki Interplay.
Fyrr nefndur Brian Fargo hefur síðustu ár verið að leita eftir fjárfestum, þá helst leikja framleiðendum, til að fjármagna framleiðslu og útgáfu á Wasteland 2 en hefur það lítið gengið þar sem hann hefur verið harður á því að halda sig við sama gameplay og var í Wasteland 1 og Fallout en það hefur orðið til þess að fátt hefur verið um fjárfesta, því aðal gróðinn virðist liggja í fyrstu-persónu leikjum.
Því brá hann á það ráð að setja inn verkefni á Kickstarter þar sem óskað var eftir $900þús. Verkefnið flaug af stað og á fyrstu 2-3 dögunum voru þeir búnir að fá fjármagn upp á $1.4 milljón og standa nú í um $2.2milljónum.
Það sem þú svo færð fyrir að taka þátt er, t.d. með því að lofa $15 stuðning, er frítt eintak af leiknum þegar hann kemur út, sem verður vonandi í október ár næsta ári
Verðlaunin hækka svo eftir því sem þú lofar meiru og sjálfur setti ég $65, en þið getið lesið um hvað þið fáið fyrir hvaða upphæð hægra megin á Wasteland 2 síðu verkefnisins
Ætla ekki að hafa þetta lengra, orðinn ágætis veggur af texta, en vona að sem flestir hafi áhuga á þessu, verður vonandi svaðalegur leikur og ekki mikið að borga $15 fyrir hann núna og fá þá eintakið sitt um leið og hann kemur út
Kveðja,
Klemmi
Ps. Hér er smá concept art úr leiknum, sækja má stærri útgáfu hér