Ég verð nú bara að segja það eftir að hafa lesið þennan þráð þá fer maður að hálf skammast sín hérna fyrir marga af ykkur.
Ég kom með link, fólk skoðaði hann og svo görsamlega hraunaði yfir hann, og án þess koma með einhverjar almennilegar staðhæfingar fyrir því,
ásamt að líkja honum við ómar daða eða hvað sossem hann heitir.
Það má velvera að Gamersisland sé með einhverja skrifblindu eða eitthvað álíka, en samt skammarlegt að
aðal rökin sem hafa verið hérna skuli teingjast stafsettningu, það er nú ekki eins og þetta sé google translate hjá honum.
Hann hefur ekkert beðið fólk um pening, og er ekki að því.
Af því sem að ég hef skilið er að hann er að skoða
áhugan á þessu.
Hugsanlega fór hann eithvað vitlaust að þessu, fyrir mér er þetta hugmynd sem að hann er að reyna að útfæra.
Svo er náttlega það líka, ef að hann er kanski ekki með peninga til þess að henda upp tugi/hundruði þúsunda króna vélum
með tengingum og öllu, án þess að vita hver áhugin er,
þá vill hann kanski skoða hverninn markaðurinn er og liggur í dag.
Sem ég skil mjög vel, ekki myndi ég henda upp svona projecti án þess að vita hvort að einhver áhugi er fyrir þessu, og þurfa svo að standa í skilum
fyrir búnaðinum sem búið var að setja upp, ef svo einginn hefði áhuga, eða heldi að þetta væri scam.
Ég sjálfur er oft mjög var um mig þegar að ég er að fara láta peninga til einhvers aðila fyrir þjónustu,
EN ég skoða hlutina vandlega áður en ég læt einvhern jón jónson fá aur.
Persónulega myndi ég örugglega níta mér þetta, jújú það eru til fullt af serverum um allt land og margir þeirra keyrðir uppá
heimilisvélum á ADSL tengingum sem að kanski 13 ára krakkar eru með. (veit um nokkra svona servera)
Að geta komist inná server 24/7 með stabílt ping sem er keyrt á alvöru vélbúnaði og á ljósleiðara,
bara mjög svipað og CS simnet var/er með (orðið langt síðan að ég spilaði CS)
væri bara frábært, tala nú ekki um ef að hann getur boðið uppá clan síður og teamtalk eða hvað sem að þetta allt saman heitir.
Svo það sem að hann var að tala um Eve og WoW, eins og hann sagði
framtíðar sýnin er svo sú að geta komist í samstarf við stóru aðilana.. það er ekkert sem gerist á morgun
Framtíðar sýnin og
að geta er það sem að hann sagði, en ekki
að hann væri að fara að fara í samstarf eða hann væri í samstarfi við þá stóru.
P.S.
Vona ég nú bara að Gamersisland komi hérna og seygji okkur hverninn hann ætlar að framhvæma hugmyndina
og hvað verður gert.
þar að seygja ef að það er ekki búið að rakka hann það mikið niður að hann sé hættur við.