Síða 1 af 1

Battlefield 3 og Crossfire vandamál.

Sent: Mið 14. Des 2011 09:00
af Alfa
Sælir

Er að velta fyrir mér hvort að einhver af ykkur er að nota t.d. 5770 í Crossfire í BF3, ég er með þannig setup ásamt Intel quad core (775) og 4gb af minni og hef lent í endalausum vandamálum með það.

Í fyrsta lagi þá er vélin hjá mér rock stable, aldrei vandamál með Crossfire fyrr en núna. Ég er búin að prufa öll fix sem ég hef fundið, endalausar variation af driverum og application profiles.
Það skrítna er að ég gat aldrei spilað single player né multiplayer nema í low og þá á öðru kortinu, ef ég hækkaði grafík á öðru kortinu þá krassaði leikurinn fljótlega og fékk DirectX villur ef ég reyndi Crossfire. Nú er ég komin það langt að með "bcdedit /set increaseuserva 2500" fixinu get ég notað Crossfire en þá laggar það í ræmur í raun helmingi færri rammar en á öðru kortinu. Bæði kortin vinna bara á ca 30-40% hraða út af einhverri ástæðu?

Einhver með reynslu á þessu sem getur share-að, eða sagt mér í það minnsta lagi sitt setup í crossfire og drivera.

Nú virkar allt í low og á öðru kortinu þrælfínt reyndar, líklega ef maður ætlar að geta eitthvað i þessu þá er há grafík ekkert nema distraction í gameplay en ég vill samt fá þetta dót til að virka

Ef ég finn ekki út úr þessu þá endar það með 1 x 560ti eða 1 x 6950 :/

Re: Battlefield 3 og Crossfire vandamál.

Sent: Mið 14. Des 2011 11:23
af mundivalur
ertu búinn að disable ULPS ef ekki þá er fínt að nota sapphire trixx til þess

Re: Battlefield 3 og Crossfire vandamál.

Sent: Mið 14. Des 2011 16:38
af Alfa
Sælir

Já ég var búin að disable-a það manually í registry. Ert þú að spila BF3 í Crossfire með 6850 með góðum árangri?

Kortin fara bara ekki yfir 40% og vanalega hanga bara bæði í 25-30% vinnslu. Fæ um helmingi fleiri ramma á bara öðru kortinu.

Re: Battlefield 3 og Crossfire vandamál.

Sent: Mið 14. Des 2011 17:18
af mundivalur
Já er með 1920x1080 allt í Ultra !
Þá er spurning um aflgjafann!

Re: Battlefield 3 og Crossfire vandamál.

Sent: Fim 15. Des 2011 01:30
af Steini B
Ég er að keyra 5770 í crossfire með video stillt á High setting og ekkert vesen :)

Re: Battlefield 3 og Crossfire vandamál.

Sent: Fim 15. Des 2011 09:37
af Alfa
Þá spyr maður sig hvort maður þurfi meira en 4gb af minni til að keyra BF3 í Crossfire, einhver sem getur staðfest að svo sé ekki ?

Re: Battlefield 3 og Crossfire vandamál.

Sent: Fim 15. Des 2011 10:00
af Kristján
þú getur séð það sjálfur hvað notkunin á innraminninu er á meðann þú spilar bf3

ef hún fer í 3+ þá mundi ég stækka

Re: Battlefield 3 og Crossfire vandamál.

Sent: Fim 15. Des 2011 11:15
af Moldvarpan
Er örgjörvinn hjá þér yfirklukkaður?

Það er mjög mismunandi tölur á netinu hvað þetta kort notar af rafmagni, ertu með týpunúmer á þessum 620w corsair aflgjafa?

Radeon HD 5770 CrossfireX (dual GPUs)

A second card requires you to add another 108 Watts. You need a 600+ Watt power supply unit if you use it in a high-end system. That power supply needs to have (in total accumulated) at least 55 Amps available on the +12 volts rails.


btw.. 4GB er að öllu jöfnu nóg minni til að spila BF3,, nema það séu processes í gangi hjá þér að éta upp afkastagetu tölvunnar.

Re: Battlefield 3 og Crossfire vandamál.

Sent: Fim 15. Des 2011 12:00
af Alfa
Moldvarpan skrifaði:Er örgjörvinn hjá þér yfirklukkaður?

Það er mjög mismunandi tölur á netinu hvað þetta kort notar af rafmagni, ertu með týpunúmer á þessum 620w corsair aflgjafa?


Þetta er Corsair HX620 620w Modular. Og nei engin yfirklukkun bara default quadcore 2.66ghz. Nb BF3 er alls ekki CPU frekur leikur, en quad core er æskilegt miðað við það sem ég les.

Radeon HD 5770 CrossfireX (dual GPUs)
A second card requires you to add another 108 Watts. You need a 600+ Watt power supply unit if you use it in a high-end system. That power supply needs to have (in total accumulated) at least 55 Amps available on the +12 volts rails.


Hann er 18+18+18 svo rétt sleppur miðað við það en ég endurtek þó að hann hefur leikið sér af þessu set-upi í öllum leikjum áður. Ég sé þó alveg afhverju menn benda á 620W psu í crossfire það hljómar eins og í minna lagi en þetta er quality PSU, ekki bara eitthvað drasl.

btw.. 4GB er að öllu jöfnu nóg minni til að spila BF3,, nema það séu processes í gangi hjá þér að éta upp afkastagetu tölvunnar.


Það eru um 3gb+ laus þegar ég byrja spila og BF tekur 1.8gb hjá mér en mig grunar að það sé ekki að segja alla söguna, sennilega fer eitthvað í swap.
Er að reyna verða mér út um 2 x 4gb ddr2 en það er ekki auðvelt að finna lengur. nb ég er á Windows 32b svo hugsanlega hef ég bara 3.5gb af 4gb til að leika við.

Re: Battlefield 3 og Crossfire vandamál.

Sent: Fim 15. Des 2011 13:22
af mundivalur
Svona bara til að vera viss,hvað er aflgjafinn gamal? Ég lenti í veseni með gamlan 520w corsair modular ,gaurinn var með E8400 og nvidia 220 minnir mig og hann var að fá stundum villu ef tölvan var að vinna einhverja stóra video skrá og það þíddi ekkert að overclocka en það lagaðist allt eftir að ég setti annan aflgjafa, sem þýðir að þessi 520w voru orðin einhver slatta lægri !
En 2-3 ára sem er ekki búinn að vera í miklu álagi ætti alveg að virka,allarvegna hafa þetta inn í myndinni :D

Re: Battlefield 3 og Crossfire vandamál.

Sent: Fim 15. Des 2011 15:01
af Moldvarpan
Alfa skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Er örgjörvinn hjá þér yfirklukkaður?

Það er mjög mismunandi tölur á netinu hvað þetta kort notar af rafmagni, ertu með týpunúmer á þessum 620w corsair aflgjafa?


Þetta er Corsair HX620 620w Modular. Og nei engin yfirklukkun bara default quadcore 2.66ghz. Nb BF3 er alls ekki CPU frekur leikur, en quad core er æskilegt miðað við það sem ég les.

Radeon HD 5770 CrossfireX (dual GPUs)
A second card requires you to add another 108 Watts. You need a 600+ Watt power supply unit if you use it in a high-end system. That power supply needs to have (in total accumulated) at least 55 Amps available on the +12 volts rails.


Hann er 18+18+18 svo rétt sleppur miðað við það en ég endurtek þó að hann hefur leikið sér af þessu set-upi í öllum leikjum áður. Ég sé þó alveg afhverju menn benda á 620W psu í crossfire það hljómar eins og í minna lagi en þetta er quality PSU, ekki bara eitthvað drasl.

btw.. 4GB er að öllu jöfnu nóg minni til að spila BF3,, nema það séu processes í gangi hjá þér að éta upp afkastagetu tölvunnar.


Það eru um 3gb+ laus þegar ég byrja spila og BF tekur 1.8gb hjá mér en mig grunar að það sé ekki að segja alla söguna, sennilega fer eitthvað í swap.
Er að reyna verða mér út um 2 x 4gb ddr2 en það er ekki auðvelt að finna lengur. nb ég er á Windows 32b svo hugsanlega hef ég bara 3.5gb af 4gb til að leika við.



Ef þessi vél virkar fullkomnlega í öllum öðrum leikjum, þá er þetta bara BF3.

Þú átt ekki að þurfa nein fix nema nýjasta skjákortsdriverinn. Reinstall?

Re: Battlefield 3 og Crossfire vandamál.

Sent: Fim 15. Des 2011 21:35
af Alfa
Jæja update og eins og auðvitað þá var það of einfalt til að átta sig á því strax.

Ég fór að skoða almennilega Memory í Resource monitor og áttaði mig á aða ég hafði einungis yfir að ráða 3gb af þessum 4 sem eru í vélinni. Það kom mér svolítið á óvart því ég hélt að það væri í það minnsta 3.25 - 3.5 þar sem ég hef alltaf notað 32b útgáfu af Windows, Windows 7 í þessu tilfelli. Það var s.s. 1GB (25%) "Hardware reserved". Ég sá fljótlega þegar ég keyrði leikinn að minnið fylltist þrátt fyrir að ég væri á nýju frekar hreinu installi og fór að swappa, þá er Crossfire sama sem dautt og krassar.

Ég setti upp 64b útgáfu og fékk þar með auka 1GB, það dugar til að keyra Crossfire en þó ekki alveg hikstlaust. Samt allavega krassar ekki lengur í crossfire strax með hörmulegum fps. Sýnist vera ná nokkuð stable 50fps úti og hugsanlega meira inni.

Nú er bara prufa þetta almennilega og hope for the best.

nb ef einhver á 2 x 4gb kubba ddr2 (800mhz) minimum sem hann vill selja mér þá sé ég game :)