Síða 1 af 1

Jólaskapið og tölvuleikir

Sent: Þri 29. Nóv 2011 22:53
af GuðjónR
Ég veit ekki með ykkur en mér finnst alltaf stemning við það að leika mér aðeins á jólunum.
Er búinn að halda aftur af mér með:
Call of Duty- Modern Warfare 3
og
The Elder Scrolls V Skyrim

Sé þetta fyrir mér einhvernvegin svona: búið að borða góðan mat og opna pakkana, börnin farin að sofa, setjast í leðurstólinn með UBER mac fyrir framan sig og góðan leik, bjórflaska á borðinu og brjálað veður lemur á gluggana, hlýtt í húsinu.
mmm nice.
Var að setja upp bootcamp og windows 7 - 64 og er að gera allt klárt!

Haldiði að hún ráði ekki við þetta tölvan? Verð kannski búinn að bæta 240GB SSD þegar að þessu kemur ;)
Annars sýnist mér skjákortið vera álíka heitt og sólin hehehe.

Re: Jólaskapið og tölvuleikir

Sent: Þri 29. Nóv 2011 22:56
af worghal
á ekki að skella steik á skjákortið svona rétt á meðan ? xD

Re: Jólaskapið og tölvuleikir

Sent: Þri 29. Nóv 2011 22:58
af GuðjónR
worghal skrifaði:á ekki að skella steik á skjákortið svona rétt á meðan ? xD

Hún myndi fuðra upp á 0.1 ef hitinn er virkilega 227.339°C
](*,)

Re: Jólaskapið og tölvuleikir

Sent: Þri 29. Nóv 2011 23:01
af Magneto
ég mundi halda að hún slátri nánast öllum leikjum í dag :happy

Re: Jólaskapið og tölvuleikir

Sent: Þri 29. Nóv 2011 23:05
af Gunnar
Endilega drífðu þig ad byrja a skyrim. Geðveikur leikur
funfact sólin er um 6000 gráðu heit :)

Re: Jólaskapið og tölvuleikir

Sent: Þri 29. Nóv 2011 23:08
af Magneto
en heyrðu líst heldur betur á þig að taka smá MW3 :happy

Re: Jólaskapið og tölvuleikir

Sent: Mið 30. Nóv 2011 00:32
af J1nX
frá hvaða forriti er neðsta screenshottið hjá þér Guðjón?

Re: Jólaskapið og tölvuleikir

Sent: Mið 30. Nóv 2011 07:29
af GuðjónR
J1nX skrifaði:frá hvaða forriti er neðsta screenshottið hjá þér Guðjón?


Call of Duty klikkar aldrei :)
Þetta er forritið SpeedFan
Finnst gott að nota það til að lesa SMART status á hdd, þegar ég er í win.

Re: Jólaskapið og tölvuleikir

Sent: Mið 30. Nóv 2011 09:32
af Klemmi
Gunnar skrifaði:Endilega drífðu þig ad byrja a skyrim. Geðveikur leikur
funfact sólin er um 6000 gráðu heit :)


Yfirborðið er um 5500°C heitt, en kjarninn ekki nema um 15.700.000°C :beer

Re: Jólaskapið og tölvuleikir

Sent: Mið 30. Nóv 2011 09:55
af FriðrikH
Ég spila nánast aldrei 1. persónu skotleiki, en af einhverjum furðulegum ástæðum hellist yfir mig mikil löngun til að spila slíka leiki þegar hátíð ljóss og friðar nálgast. Sennilega einhver nostalgíu fílíngur frá því að ég hékk í Wolfenstein allt jólafríið í gaggó.

Þar sem að ég þekki þessa leiki mjög lítið, þá getið þið e.t.v. mælt með góðum fyrsta persónu skotleik fyrir lala tölvu, phenom 955, gtx 550Ti, 4GB minni (ddr2).

Re: Jólaskapið og tölvuleikir

Sent: Mið 30. Nóv 2011 09:58
af GuðjónR
FriðrikH skrifaði:Ég spila nánast aldrei 1. persónu skotleiki, en af einhverjum furðulegum ástæðum hellist yfir mig mikil löngun til að spila slíka leiki þegar hátíð ljóss og friðar nálgast. Sennilega einhver nostalgíu fílíngur frá því að ég hékk í Wolfenstein allt jólafríið í gaggó.

hahaha, gott að heyra að ég er ekki einn sem fæ þessa þörf á "hátið ljóss og friðar" :face

Re: Jólaskapið og tölvuleikir

Sent: Mið 30. Nóv 2011 10:13
af Gunnar
Klemmi skrifaði:
Gunnar skrifaði:Endilega drífðu þig ad byrja a skyrim. Geðveikur leikur
funfact sólin er um 6000 gráðu heit :)


Yfirborðið er um 5500°C heitt, en kjarninn ekki nema um 15.700.000°C :beer

NAT123 kennarinn minn sagði sirka 6000°c svo ég var ekkert að kíkja á neinar heimildir. ](*,) hvað er 500°c til eða frá :lol:

Re: Jólaskapið og tölvuleikir

Sent: Mið 30. Nóv 2011 10:26
af hsm
Ég verð í Jólafríi frá 12.des til 9.jan og hafði akkurat hugsað mér að kíkja á Call of Duty- Modern Warfare 3.
Það eru ábyggilega 2-3 ár síðan ég lék mér eitthvað af viti síðast og er mér farið að hlakka nett til :megasmile
Ég var einmitt að hugsa það um daginn hvað það er gaman að vera orðin fertugur og geta enn hlakkað til að fara að leika sér í tölvuleikjum :-"

Re: Jólaskapið og tölvuleikir

Sent: Mið 30. Nóv 2011 10:32
af GuðjónR
hsm skrifaði:Ég verð í Jólafríi frá 12.des til 9.jan og hafði akkurat hugsað mér að kíkja á Call of Duty- Modern Warfare 3.
Það eru ábyggilega 2-3 ár síðan ég lék mér eitthvað af viti síðast og er mér farið að hlakka nett til :megasmile
Ég var einmitt að hugsa það um daginn hvað það er gaman að vera orðin fertugur og geta enn hlakkað til að fara að leika sér í tölvuleikjum :-"

Nákvæmlega, við verðum flottir á elliheimilinu eftir 50 ár! spila leiki, röfla á spjallsíðum, skoða klám! klípa í kellingarnar og metast um hver er með flottustu græjurnar!

Re: Jólaskapið og tölvuleikir

Sent: Mið 30. Nóv 2011 10:32
af Daz
Svakalega væri ég til í að eyða svona hálfu jólafríinu í að hanga bara í tölvuleik og narta í jólasteikina. Verst að jólafríið mitt verður ekki nema hátíðisdagarnir og maður þarf að mæta í jólaboð eða 7.

Ætli ég láti mér ekki bara hlakka til næstu jóla, þá verður þó sæmilegt jólafrí.

Re: Jólaskapið og tölvuleikir

Sent: Mið 30. Nóv 2011 11:52
af Black
ég hef verið með svona "hefð" síðan 2008, klára zombie leik um jólinn, l4d l4d2 deadrising,deadrising2 etc hugsa það sé bara Dead island 2 í ár

Re: Jólaskapið og tölvuleikir

Sent: Mið 30. Nóv 2011 14:04
af GuðjónR
Role Playing leikir hafa aldrei verið í uppáhaldi, ákvað samt að gefa The Elder Scrolls V Skyrim þar sem svo margir Vaktarar halda ekki vatni yfir honum.
Er búinn að spila hinna Call of duty leikina og það er bara MUST að halda sögunni áfram.

Spila í 2560x1440 og með ALLT í botni...
Tölvan hitnar ekki einu sinni!

Re: Jólaskapið og tölvuleikir

Sent: Mið 30. Nóv 2011 14:13
af vesley
Og núna munum við ekki sjá fleiri pósta frá Guðjóni á næstunni :lol:

Re: Jólaskapið og tölvuleikir

Sent: Mið 30. Nóv 2011 14:15
af Plushy
Er saga í CoD? tók aldrei eftir neinni þegar ég spilaði.

Re: Jólaskapið og tölvuleikir

Sent: Mið 30. Nóv 2011 14:36
af Sphinx
ójá jólafrí-dimmt úti-jólaöl-piparkökur/nammi-tölvan-jólamyndir-tölvuleikir :happy

Re: Jólaskapið og tölvuleikir

Sent: Mið 30. Nóv 2011 14:47
af blitz
Jólaleikirnir verða BF3 (sérstaklega Back2Karkland) og Skyrim. Venjulega hef ég ekki þolinmæði í RPG leiki en ég ætla að gefa þessum séns. :happy

Re: Jólaskapið og tölvuleikir

Sent: Mið 30. Nóv 2011 16:15
af mundivalur
hsm skrifaði:Ég verð í Jólafríi frá 12.des til 9.jan og hafði akkurat hugsað mér að kíkja á Call of Duty- Modern Warfare 3.
Það eru ábyggilega 2-3 ár síðan ég lék mér eitthvað af viti síðast og er mér farið að hlakka nett til :megasmile
Ég var einmitt að hugsa það um daginn hvað það er gaman að vera orðin fertugur og geta enn hlakkað til að fara að leika sér í tölvuleikjum :-"

Hvað heldurðu að þessi gamla drusla geti \:D/
Hvernig væri að fá uppfærslu í jólapakkann !