Síða 1 af 1

BAttlefield 3 Ákvörðun

Sent: Lau 29. Okt 2011 20:20
af Stingray80
Jæja Kæru vaktarar ákvað að búa til þennan sérstaka þráð í stað þess að setja þetta í opinbera þráðin. mér bráðvantar hjálp.

Er buinn að vera trekk í trekk að fletta yfir origin hvort ég eigi að splæsa í þennan leik, mikill peningur ef maður spilar þetta lítið. er farinn að halda að ég haldist einhverri skrýtni kaupáráttu á tölvuleikjum.
Hvað segja menn um leikinn eruði bunir að vera spila non stop ? er þetta leikur sem að maður sér ekki eftir peningunum. Segji þetta sem maður sem fýlaði Bad company 2 Ekki mikið. enn keypti þó og sá eftir því.

Vantar einhvað sem gerir upp um hvort að ég eigi að kaupa eða sleppa því bara. öll ráð vel þeginn.

- Stingray

Re: BAttlefield 3 Ákvörðun

Sent: Lau 29. Okt 2011 20:26
af mundivalur
Fáðu hann lánaðan á einhverri síðu og prófaðu :D

Re: BAttlefield 3 Ákvörðun

Sent: Lau 29. Okt 2011 20:42
af halipuz1
ekki hugsa bara kaupa

Re: BAttlefield 3 Ákvörðun

Sent: Lau 29. Okt 2011 20:55
af blitz
Mér finnst hann töluvert betri en BC2

Re: BAttlefield 3 Ákvörðun

Sent: Lau 29. Okt 2011 21:01
af Stingray80
mundivalur skrifaði:Fáðu hann lánaðan á einhverri síðu og prófaðu :D

how ? -.-

Re: BAttlefield 3 Ákvörðun

Sent: Lau 29. Okt 2011 21:08
af Zorky
Held að hann sé að tala um sænsku búðina en ég mæli ekki með því færð takmarkaða sín á leikin, mæli með bara horfa nokkur youtubue video og dæma hvort þér mundi finanst þetta gaman, persónulega finst mér þetta vera frábær leikur og ég mæli með honum svo er gott að benda á Battlelog systemið er frítt meðan cod elite shittið er með mánaðargjald og mw3 verður ekki með ný engine heldur endurbætt engine frá mw2 svo er gott að bæta við þeir sem gerðu mw2 er hættir að vinna hjá Activision.

Re: BAttlefield 3 Ákvörðun

Sent: Lau 29. Okt 2011 21:10
af appel
Stingray80 skrifaði:
mundivalur skrifaði:Fáðu hann lánaðan á einhverri síðu og prófaðu :D

how ? -.-

Velkominn á Internetið.

Re: BAttlefield 3 Ákvörðun

Sent: Lau 29. Okt 2011 21:23
af mundivalur
ég er með hann í láni og sýnist þetta vera alveg þess virði að kaupa :happy

Re: BAttlefield 3 Ákvörðun

Sent: Lau 29. Okt 2011 21:24
af braudrist
blitz skrifaði:Mér finnst hann töluvert betri en BC2


Sammála blitz. Mér finnst einnig lélegt af Gamespot bara að gefa honum 8.5 í einkunn; finnst hann alveg eiga 9.0 - 9.5 skilið. Bara útaf því singleplayer-ið er stutt og með "lélegan söguþráð". Yfirleitt er ég alltaf sammála Gamespot en ekki í þetta skipti, þeir eru örugglega eitthvað MW3 biased.

Re: BAttlefield 3 Ákvörðun

Sent: Lau 29. Okt 2011 21:48
af Stingray80
jááá ég er buinn að sjá einhvað af Single playernum og finnst það svolítið CoD based og var að fýla það X). enn var mest að spá Í multiplayernum. EF að þetta líkist BF 2 meira heldur en BAd company 2 þá er ég nánast sold. Elskaði BF 2 áður en þeir fóru i bad company Franchiseinn þá fór ég yfir í CoD. enn mér sýnist þetta allt stefna í að ég kaupi hann. Eina sem eg er að spá í eru Möppin alveg HUUUUUUUUUUUUUUUUUUGE eða?

Re: BAttlefield 3 Ákvörðun

Sent: Lau 29. Okt 2011 22:21
af Varasalvi
Ef þú fílaðir ekki Bad company 2 þá efa ég að þú fílir þennan :/

Battlefield 3 er í raun eins og margir seigja, Bad company 3.

Re: BAttlefield 3 Ákvörðun

Sent: Lau 29. Okt 2011 22:40
af Stingray80
Var einn sem sagði mér að hann væri meira BF 2 bara með episkrí graphic, ekkert til í því ?

Re: BAttlefield 3 Ákvörðun

Sent: Lau 29. Okt 2011 22:55
af daniellos333
ég skil ekki hver er munurinn á bf2 og bad company 2 fyrir utan grafíkina?

Re: BAttlefield 3 Ákvörðun

Sent: Lau 29. Okt 2011 23:21
af Stingray80
daniellos333 skrifaði:ég skil ekki hver er munurinn á bf2 og bad company 2 fyrir utan grafíkina?

Spilaðiru ekki BF 2 ? Allaveganna stærri möpp sem nutu sín betur fyrir minn smekk. Þotur og mér fannst til dæmis UI-ið í BF 2 töluvert þægilegra. en það er bara ég.

Re: BAttlefield 3 Ákvörðun

Sent: Sun 30. Okt 2011 02:43
af AntiTrust
braudrist skrifaði:
blitz skrifaði:Mér finnst hann töluvert betri en BC2


Sammála blitz. Mér finnst einnig lélegt af Gamespot bara að gefa honum 8.5 í einkunn; finnst hann alveg eiga 9.0 - 9.5 skilið. Bara útaf því singleplayer-ið er stutt og með "lélegan söguþráð". Yfirleitt er ég alltaf sammála Gamespot en ekki í þetta skipti, þeir eru örugglega eitthvað MW3 biased.


Þetta er ekki bara multiplayer leikur. Single player var hallærislega stutt og vantaði mikið upp á söguþráðinn. 8.5 er plenty fyrir þennan leik.

Re: BAttlefield 3 Ákvörðun

Sent: Sun 30. Okt 2011 03:04
af Orri
AntiTrust skrifaði:Þetta er ekki bara multiplayer leikur. Single player var hallærislega stutt og vantaði mikið upp á söguþráðinn. 8.5 er plenty fyrir þennan leik.

Singleplayer í Battlefield = æfing fyrir Multiplayer... Sama með Co-Op..
Það á að gagnrýna leiki útfrá því sem þeir hafa, ekki það sem þá skortir.
Hvort hefði hann fengið hærra eða lægra ef hann hefði ekki verið með neitt Singleplayer frekar en "lélegt" Singleplayer ?
Hvað þá með góða Singleplayer leiki sem eru ekki með Multiplayer ? Fá þeir hærra en góðir Singleplayer leikir með lélegt Multiplayer ?

Svo til að bera saman við aðra Battlefield leiki þá fékk BF2 9.3 og hann er ekki með Singleplayer.
Bad Company 1 fékk svo 8.5.. Eins góður og hann var þá er hann aldrei jafn góður og BF3.
Bad Company 2 fékk 9.0.. Og eins góður og hann var þá er hann aldrei jafn góður og BF3.
Auglsjóslega biased review er augljóst.

Re: BAttlefield 3 Ákvörðun

Sent: Sun 30. Okt 2011 03:44
af Black
ef þú vilt spila gott campaing og ágætis multiplayer >_> MW3 ef þú vilt spila Gott multiplayer en hefur lítinn áhuga á campaign >_> BF3

Re: BAttlefield 3 Ákvörðun

Sent: Sun 30. Okt 2011 05:00
af Nariur
Black skrifaði:ef þú vilt spila gott campaing og ágætis multiplayer >_> MW3 ef þú vilt spila Gott multiplayer en hefur lítinn áhuga á campaign >_> BF3


Nýrri COD leikir hafa ekki beint vrið þekktir fyrir gott campaign, lol

Re: BAttlefield 3 Ákvörðun

Sent: Sun 30. Okt 2011 12:22
af Moldvarpan
Mér finnst persónulega skemmtilegast að spila Campaign singleplayer/coop, og þessi leikur var alllltof stuttur, ég hefði hæglega getað klárað hann á einum degi í hard stillingum.

Ég hef spilað mjög mikið online þegar ég var yngri og er kominn með leið á því, það er alltaf svo.. leiðigjarnt, drepa drepa drepa drepa til að vinna. Og svo er það gert aftur og aftur og aftur.

Re: BAttlefield 3 Ákvörðun

Sent: Sun 30. Okt 2011 13:50
af Stingray80
er búinn að fjárfesta í leiknum. Conquest klárlega skemmtilegasta mode-ið atm.

Re: BAttlefield 3 Ákvörðun

Sent: Sun 30. Okt 2011 15:12
af AntiTrust
Orri skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Þetta er ekki bara multiplayer leikur. Single player var hallærislega stutt og vantaði mikið upp á söguþráðinn. 8.5 er plenty fyrir þennan leik.

Singleplayer í Battlefield = æfing fyrir Multiplayer... Sama með Co-Op..
Það á að gagnrýna leiki útfrá því sem þeir hafa, ekki það sem þá skortir.
Hvort hefði hann fengið hærra eða lægra ef hann hefði ekki verið með neitt Singleplayer frekar en "lélegt" Singleplayer ?
Hvað þá með góða Singleplayer leiki sem eru ekki með Multiplayer ? Fá þeir hærra en góðir Singleplayer leikir með lélegt Multiplayer ?


Nákvæmlega. Leikurinn er með Single Player, og það lélegt - Þar af leiðandi kemur það niður á heildareinkun leiksins. Alveg eins og góður Singleplayer sem er ekkert nema það fær örugglega betri dóma en góður Single Player með lélegan multiplayer.

Ég er feginn að ég keypti þennan leik ekki þar sem ég hef mikið meiri áhuga á campaign/single player heldur en nokkurntímann online play. Nú, ef þetta hefði verið Multiplayer only hefði ég ekki einu sinni pælt í því og því lítið að vera svikinn af.

Re: BAttlefield 3 Ákvörðun

Sent: Sun 30. Okt 2011 15:40
af Orri
AntiTrust skrifaði:Nákvæmlega. Leikurinn er með Single Player, og það lélegt - Þar af leiðandi kemur það niður á heildareinkun leiksins. Alveg eins og góður Singleplayer sem er ekkert nema það fær örugglega betri dóma en góður Single Player með lélegan multiplayer.

Ég er feginn að ég keypti þennan leik ekki þar sem ég hef mikið meiri áhuga á campaign/single player heldur en nokkurntímann online play. Nú, ef þetta hefði verið Multiplayer only hefði ég ekki einu sinni pælt í því og því lítið að vera svikinn af.

Samtsemáður þá finnst mér að það ætti að gagnrýna leikinn útfra þeim áherslum sem leikurinn er búinn til af.
Eins og Battlefield 3 sem er augljóslega Multiplayer leikur með Singleplayer í öðru, ef ekki þriðja sæti.

Gamespot eru greinilega mjög inconsistant með gagnrýnirnar sínar enda fær Bad Company 2 9.0 í einkunn þar, en Singleplayerið í þeim leik var heldur ekki uppá marga fiska, og var Multiplayerið svo sannarlega ekki jafn gott og í Battlefield 3.