Síða 1 af 1
Battlfield 2142: Spilarar?
Sent: Lau 28. Maí 2011 22:05
af Plushy
Spilar einhver þennan leik?
Ég installaði honum aftur í dag, hafði ekki prófað hann síðan 2008 og bjóst við rosalegri skemmtun, man eftir hvað hann var skemmtilegur. En nei, síðan finnst mér eiginlega eins og þegar ég spila í 1920x1080 er ég að spila í 1024x768.
Spilar einhver þennan leik hér eða veit eitthvað af hverju hann er svona afskaplega ljótur?
Re: Battlfield 2142: Spilarar?
Sent: Sun 29. Maí 2011 14:45
af capteinninn
Þetta er náttúrulega gamall leikur, bf2 vélin er ekkert svo vel útlítandi í dag.
Annars er þessi leikur legend, spilaði hann grimmt back in the day.
Eru einhverjir serverar í gangi ?
Damn you, nú varð ég að installa honum
Re: Battlfield 2142: Spilarar?
Sent: Sun 29. Maí 2011 16:28
af Plushy
Ekki margir. En eitthvað þó.
Eftir að hafa spilað Cod svona mikið síðan BF 2142 þá finnst mér eins og BF 2142 sé eitthvað meingallaður.
Re: Battlfield 2142: Spilarar?
Sent: Mán 30. Maí 2011 02:06
af capteinninn
Já mér fannst BF2 vera betri, 2142 var meira að reyna að fá fólk til að spila saman sem lið en þeir gerðu ekki ráð fyrir að fólk er retardar.
Var að spila áðan og mitt lið var að skíttapa, ég varð commander og fór að nota uav og slíkt og skipa mönnum fyrir. Passaði að fáir kæmust um borð í titaninn á meðan aðrir sáu um að verja hann og svo var þriðja liðið að raida titan-inn hjá andstæðingunum. Fórum úr 50% shield hjá óvin og skjöldur farinn og fyrsta dæmið búið að springa yfir í að við unnum með tvær stöðvar eftir.
Fílaði alltaf meira að spila sem lið og sigra þannig eins og maður getur gert í bf en í cod er meira bara run and gun dæmi í gangi. Ágætt svosum en ég fæ meira úr teamplay-inu.
Annars heiti ég Tzub í leiknum ef þú vilt bæta mér við
Re: Battlfield 2142: Spilarar?
Sent: Mán 30. Maí 2011 12:14
af Icarus
Ég setti einmitt bæði upp BF2 og BF2142 um daginn, engin grafík miðað við hvað er í dag en samt fínasta skemmtun, fíla samt BF2 betur. En virðist alveg vera nóg af serverum, ég get allaveganna alltaf fundið mér einhvern server með hæfilegt ping og leikmannafjölda í skemmtilegu borði til að spila á.
Re: Battlfield 2142: Spilarar?
Sent: Fös 03. Jún 2011 18:44
af Ulli