Bulletstorm
Sent: Mið 23. Feb 2011 20:30
Er að spila þennan og hann er eiginlega akkúrat eins og ég bjóst við honum. Ógeðslega stupid straight line shooter með görsamlega pointless "quick-time events" (leikurinn annað hvort stoppar og bíður eftir að þú ýtir eða gerir það fyrir þig og þú færð engin stig). En það er samt eitthvað pínu rewarding við allt skillshot mekkanóið og gaman að spila nýtt "AAA" FPS IP á PC for a change. Þarf náttúrulega ekki að taka fram að grafíkin er top notch og leikurinn er mjög hraður. Ég næ að keyra alla grafík í botni, 1920x1200 með 2x "in-game" AA (Unreal Engine AA) með konstant 60 fps, svo það ættu allir sem eiga yngri tölvu en 3ja ára að geta keyrt þennan leik.
En smá viðvörun, þetta er "Games for Windows Live" leikur og allt savegame vesenið í kringum það fylgir.
EDIT. Spjallið "scale-ar" ekki myndirnar sjálft, svo ég biðst afsökunar á stærðunum.