Síða 1 af 1

Bulletstorm

Sent: Mið 23. Feb 2011 20:30
af Saber
Mynd
Mynd
Mynd

Er að spila þennan og hann er eiginlega akkúrat eins og ég bjóst við honum. Ógeðslega stupid straight line shooter með görsamlega pointless "quick-time events" (leikurinn annað hvort stoppar og bíður eftir að þú ýtir eða gerir það fyrir þig og þú færð engin stig). En það er samt eitthvað pínu rewarding við allt skillshot mekkanóið og gaman að spila nýtt "AAA" FPS IP á PC for a change. Þarf náttúrulega ekki að taka fram að grafíkin er top notch og leikurinn er mjög hraður. Ég næ að keyra alla grafík í botni, 1920x1200 með 2x "in-game" AA (Unreal Engine AA) með konstant 60 fps, svo það ættu allir sem eiga yngri tölvu en 3ja ára að geta keyrt þennan leik.

En smá viðvörun, þetta er "Games for Windows Live" leikur og allt savegame vesenið í kringum það fylgir.

EDIT. Spjallið "scale-ar" ekki myndirnar sjálft, svo ég biðst afsökunar á stærðunum.

Re: Bulletstorm

Sent: Mið 23. Feb 2011 21:01
af mundivalur
Er sko alveg að ná í þennan,virðist vera góð skemmtun takk fyrir þetta

Re: Bulletstorm

Sent: Fim 24. Feb 2011 01:42
af Saber
Done.

Hann er ekki langur en helvíti skemmtilegur. Typical badass karakterar sem manni er samt ekki alveg nákvæmlega sama um. Hálfgert Duke Nuk'em á spítti.

Re: Bulletstorm

Sent: Fim 24. Feb 2011 07:40
af Senko
Co-op campaign scrapped 2 weeks before release
No jump? In my FPS???
Skillst að þetta sé terribad console port, 55 degree FOV etc,
Vinur minn í bretlandi sér leikinn til sölu á steam (rel 25feb), en ég fæ ekkert upp þegar ég geri search, that was the last straw, er búinn að áhveða að ignora þennan leik :P

Re: Bulletstorm

Sent: Fös 25. Feb 2011 04:14
af Saber
Senko skrifaði:Co-op campaign scrapped 2 weeks before release
No jump? In my FPS???
Skillst að þetta sé terribad console port, 55 degree FOV etc,


FOV og ekkert hopp (hoppar yfir obstacles þegar þess þarf) venst alveg, en þessi leikur hefði definitely átt að bjóða upp á co-op.

Re: Bulletstorm

Sent: Fös 25. Feb 2011 06:35
af Ingi90
Var að klára hann :lol:

Byrjaði 12 í gærkvöldi , Skelfilega léttur leikur en alveg ótrúlega skemmtilegur

Karakterinn sem maður er er snilld , Gargaði úr hlátri á köflum :lol:

En já mætti vera lengri ,

Re: Bulletstorm

Sent: Fim 03. Mar 2011 01:10
af Hvati
Enn annað shitty ass console port... Eftir þennan munu Epic games örugglega hætta að gera PC, en þeir hafa augljóslega engan metnað fyrir PC hvort eð er... Þessi leikur er frekar illa optimized fyrir PC, notar mest 70% af skjákortinu mínu og var með mest 33 fps með 8x AA og allt maxað. Checkaði á netið, og leikurinn styður greinilega ekki allar upplausnir sem ekki er hægt að deila með 8, s.s að ef ég lækkaði upplausn úr 1680*1050 í 1680*1048 þá fór hann að keyra á 50+ fps.
http://forums.steampowered.com/forums/s ... p=21046558

En mikið djöfulli er þetta leiðinleg og ómerkileg saga, það er mjög asnalegt stjórnskema fyrir lyklaborð, það er ekki hægt að fikta í neinum .ini fælum því þeir eru allir encrypted, fullt af graphic göllum, svört texture, fullt af clipping.
EKKI kaupa þennan leik á PC, örugglega fínt að spila hann í ps3 og Xbox...

Re: Bulletstorm

Sent: Fim 03. Mar 2011 01:40
af KrissiK
Ingi90 skrifaði:Var að klára hann :lol:

Byrjaði 12 í gærkvöldi , Skelfilega léttur leikur en alveg ótrúlega skemmtilegur

Karakterinn sem maður er er snilld , Gargaði úr hlátri á köflum :lol:

En já mætti vera lengri ,

x2 :D

Re: Bulletstorm

Sent: Fim 03. Mar 2011 01:57
af snaeji
Get ekki verið sammála ykkur. Mér fannst þessi leikur vera eitthvað það mesta sorp sem ég hef spilað.

Gat allveg verið skondin á köflum en þar fyrir utan er hann svo algjörlega tómur, leiðinlegir karakterar og fáar byssur, algjört feil. Í raun var hann bara stöðug endurtekning á heimskulegum atburðum, kjánalegum cut-scenes og köllum að deyja nákvæmlega eins aftur og aftur og aftur....

Re: Bulletstorm

Sent: Fim 03. Mar 2011 18:06
af Saber
snaeji skrifaði:Gat allveg verið skondin á köflum en þar fyrir utan er hann svo algjörlega tómur, leiðinlegir karakterar og fáar byssur, algjört feil. Í raun var hann bara stöðug endurtekning á heimskulegum atburðum, kjánalegum cut-scenes og köllum að deyja nákvæmlega eins aftur og aftur og aftur....


Hljómar eins og 90% af leikjum nú til dags. Það sem mér fannst bera af í þessum leik er að hann tekur sig engan vegin alvarlega. Ógeðslega grunnt flipp, en flipp þó öllu heldur. Nauðsynlegt input inn í FPS markaðinn, sem er að drukkna í stríðssimulatorum.