Síða 1 af 1

Kann einhver að búa til CS 1.6 map ?

Sent: Mið 02. Feb 2011 19:38
af Dormaster
langar geðveikt mikið að læra að gera map og heyrði að fullt af gaurum séu að búa til map af skólanum sínum, ég er búinn að vera að skoða eitthvað á youtube nema fann bara hvernig þú gerir asnaleg nöp enginn flókin.
kann þetta einhver eða er hann með einhverja síðu þar sem hann lærði að gera svona ?
p.s. hvaða forrit er svona hentugast
TAKK ;)

Re: Kann einhver að búa til CS 1.6 map ?

Sent: Mið 02. Feb 2011 19:41
af Klaufi
Valve Hammer Editor..

Easy as pie.. :beer

Re: Kann einhver að búa til CS 1.6 map ?

Sent: Mið 02. Feb 2011 19:42
af ManiO
Þú byrjar á einföldum hlutum, svo þegar að þú kannt á það geturu byrjað á flóknari hlutum.

Re: Kann einhver að búa til CS 1.6 map ?

Sent: Mið 02. Feb 2011 19:44
af HelgzeN
hafðu samband vid begga90 held ég að hann heiti hérna spilaði með honum cs eikka smá og hann kunni að gera þetta ;)

Re: Kann einhver að búa til CS 1.6 map ?

Sent: Mið 02. Feb 2011 19:53
af Dormaster
HelgzeN skrifaði:hafðu samband vid begga90 held ég að hann heiti hérna spilaði með honum cs eikka smá og hann kunni að gera þetta ;)

er hann allveg virkur hérna á vaktinni ?

Re: Kann einhver að búa til CS 1.6 map ?

Sent: Mið 02. Feb 2011 19:56
af Klaufi
Þetta er lítið mál, byrjaðu á að ná þér í Hammer.

Googlaðu svo "Valve Hammer tutorial" eða einhverju álíka.

Byrjaðu á að gera lítil aim möp til gera þér grein fyrir stærðinni og hvernig lýsingin virkar.

Ég man ekki hvort það voru einvher tutorial í help fælnum þegar þú ýtir á F1.

Vendu þig á að savea því hammer á það til að crasha mjög oft, veit ekki hvort það sé búið að laga það..

Re: Kann einhver að búa til CS 1.6 map ?

Sent: Mið 02. Feb 2011 20:26
af Dormaster
okeei takk fyrir þetta :)

Re: Kann einhver að búa til CS 1.6 map ?

Sent: Mið 02. Feb 2011 20:44
af dori
Dormaster skrifaði:
HelgzeN skrifaði:hafðu samband vid begga90 held ég að hann heiti hérna spilaði með honum cs eikka smá og hann kunni að gera þetta ;)

er hann allveg virkur hérna á vaktinni ?

Eitthvað. Hann er samt erlendis núna svo það hefur minnkað eitthvað. Ég fylgdist nú svolítið með honum gera þessi möp sín og ég get alveg sagt þér það að leyndarmálið er fullt af tíma, vilja og þolinmæði. Byrjaðu bara smátt, settu þér raunhæf markmið (ekki byrja á að reyna að gera skólann þinn) og sættu þig við "ekki alveg fullkomið". Og ekki gleyma þér í módelum.

Ef þú lendir svo í einhverjum vandræðum skellirðu bara línu hérna á spjallið eða á fpsbanana spjallið. Það er alveg fullt af fólki tilbúið að hjálpa þér.

Re: Kann einhver að búa til CS 1.6 map ?

Sent: Mið 02. Feb 2011 21:09
af Dormaster
dori skrifaði:
Dormaster skrifaði:
HelgzeN skrifaði:hafðu samband vid begga90 held ég að hann heiti hérna spilaði með honum cs eikka smá og hann kunni að gera þetta ;)

er hann allveg virkur hérna á vaktinni ?

Eitthvað. Hann er samt erlendis núna svo það hefur minnkað eitthvað. Ég fylgdist nú svolítið með honum gera þessi möp sín og ég get alveg sagt þér það að leyndarmálið er fullt af tíma, vilja og þolinmæði. Byrjaðu bara smátt, settu þér raunhæf markmið (ekki byrja á að reyna að gera skólann þinn) og sættu þig við "ekki alveg fullkomið". Og ekki gleyma þér í módelum.

Ef þú lendir svo í einhverjum vandræðum skellirðu bara línu hérna á spjallið eða á fpsbanana spjallið. Það er alveg fullt af fólki tilbúið að hjálpa þér.

gott að heyra að fólk kunni þetta hérna ef ég myndi lenda í einhverju veseni en hvað er fpsbanana og þessi módel sem þú varst að tala um ?

Re: Kann einhver að búa til CS 1.6 map ?

Sent: Fim 03. Feb 2011 14:23
af dori
Dormaster skrifaði:gott að heyra að fólk kunni þetta hérna ef ég myndi lenda í einhverju veseni en hvað er fpsbanana og þessi módel sem þú varst að tala um ?

fpsbanana virðist heita gamebanana í dag. Þetta er síða þar sem er fullt af silly maps (sem einhver Jonni útí bæ er að leika sér að gera), mapping (og annarskonar) tutorial og fullt af resources. Texture, prefab (hlutur sem er búið að smíða og þú importar bara í Hammer), módel o.fl.

Ég get ekki útskýrt rosalega vel hvað módel er. En það má segja að það séu svona "rosalega flóknir hlutir" sem þú sérð engan fyrir þér púsla saman úr litlum kössum/þríhyrningum í Hammer. Dæmi um þetta geta verið tré, bílar o.fl. (samt ekkert allt svona sem er módel). Það sem einkennir þau oft er að þú getur farið smá "inní módelið" því að það er bara fljótandi í mappinu. Svo setur fólk "vegg" í einhvern hluta af því eins og hentar.

Ég tek samt fram að ég veit lítið sem ekkert um mapping nema það sem ég hef horft á aðra gera.

Re: Kann einhver að búa til CS 1.6 map ?

Sent: Fim 03. Feb 2011 14:26
af Frost
Eina sem þú þarft til að læra þetta er: Kennsluefni og MIKIL þolinmæði. Náði að læra á CryEngine með því og það tók ekki beint stuttan tíma en að gera svona er endalust gaman.