hannesstef skrifaði:Það er alveg helling Piracy á Xbox og PS3 líka.
Vandamálið er að þeir þurfa að gera eins og t.d. iTunes gerði með ólöglegt niðurhal. Gera ferlið að kaupa tónlist mjög einfalt, ódýrt og fá mikið fyrir peninginn eins og t.d. album artwork, lyrics og jafnvel bonus lög með.
Þeir þurfa að lækka verðið á leikjum í fyrsta lagi því þeir eru orðnir mjög dýrir, Steam hefur staðið sig ágætlega í þessu með því að hafa allar þessar útsölur og það er mjög einfalt að kaupa leiki þar, verst bara að það er ekki íslenskur server fyrir leikina þannig að maður þarf alltaf að nota erlendan kvóta til að ná í leikina. Svo þarf líka að hætta að hafa allar þessar viðbætur sem kosta pening, t.d. er alger steypa að gefa út nokkur möpp og rukka jafn mikið og t.d. Vietnam aukahlutapakkinn í BC2 kostar en í honum er mun meira "bang for your buck".
Sýnist EA vera að fatta þetta því þeir hafa gefið út leiki eins og BC2 og líka ME2 sem var HUUGE. EA gefa auðvitað bara leikinn út en búa hann ekki til en þeir geta þrýst á leikjaframleiðendur að gera hluti eins og Bioware.
Ja en það er bara svo miklu meira á PC. Steam er að verða einskonar Itunes fyrir leiki, ég er allavega með alla mina leiki á Steam. Sámmála þér að þeir ættu virkilega að fara lækka verðin sérstaklega þar sem það er svo ódyrt að bara hafa þetta sem download, þá er enginn kostnaður við að framleiða diskin, kassan og senda það út um allan heim.
EA menn eru samt að rukka 60$ sem 10$ meira en er normal fyrir PC leiki á útgáfudegi.
. En allavega eru nokkrir að fatta að með að setja leikin á lægra verði á útgáfudegi skilar sér í meira hagnaði, eins og t.d. Torchlight sem kom út á 20$ eða Magicka á 10$.
Siðan má ekki gleyma þvi að leikir á consoles seljast meira nú til dags út af þvi að þeir geta skipt inn leiknum sinum uppí annan. + mun mun mun meira piracy á PC leikjum.