Síða 1 af 1

Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Mán 17. Jan 2011 20:22
af capteinninn
Sælir nú.
Er ekki viss hvort þetta sé rétt forum fyrir spurninguna mína en allavega here goes.

Er með Bad company 2 og Vietnam aukahlutapakkann á tölvunni og hann runnar alveg ágætlega en ekki jafn smooth og ég hefði viljað.
Var að horfa á montage frá Íslenskum spilara á PC og sá að leikurinn var mun meira smooth hjá honum en hjá mér og vill ég endilega laga það.

Þegar ég breyti stillingunum úr High í Low verður hann ekkert meira smooth og er ég þá ekki alveg viss hvort að þetta sé vélbúnaðurinn hjá mér en mér gæti skjátlast.
Er með opin port fyrir leikinn og Steam þannig að ég held að það sé ekkert endilega tengingin.

Rig-ið mitt er:
Intel Core i3 530 @ 2.93GHz (4CPUs)
4096 mb ram. Man ekki hvaða gerð nákvæmlega en minnir að það sé G.Skill 4GB Ripjaws PC3-10666 CL9D
GeForce GTX 460

Getur verið að flöskuhálsinn sé örgjörvinn því mér var bent á að hann væri ekki svo öflugur en ég gæti bara skipt seinna um hann. Keypti tölvuna í Kísildal.

Einnig er t.d. Just Cause 2 líka ekki svo Smooth en kannski er það bara Havok vélin eða eitthvað.

Re: Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Mán 17. Jan 2011 20:34
af donzo
hannesstef skrifaði:Rig-ið mitt er:
Intel Core i3 530 @ 2.93GHz (4CPUs)
4096 mb ram. Man ekki hvaða gerð nákvæmlega en minnir að það sé G.Skill 4GB Ripjaws PC3-10666 CL9D
GeForce GTX 460


Intel Core i3 530 er Dual-Core ekki Quad-Core, aka bottleneckið þitt í leiki sem benefita mest af quad-coreum

Þannig mæli með að þú reddir uppfærir örgjörvann :>, mæli með i5-760 nema þú átt pening fyrir i7-870 sem er góður valkostur líka

Re: Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Mán 17. Jan 2011 20:38
af capteinninn
ok, ég fylgdi bara dxdiag leiðbeiningunum.

En já hvaða örgjörva ætti ég þá að fá mér?

Þyrfti ég að formatta ef ég myndi skipta um örgjörva?

Re: Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Mán 17. Jan 2011 20:41
af donzo
hannesstef skrifaði:Þyrfti ég að formatta ef ég myndi skipta um örgjörva?


Nei þarft ekki að formatta ef þú skiptir um örgjörva, hinsvegar þarftu að gera það ef þú skiptir um móðurborð.

Re: Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Mán 17. Jan 2011 20:47
af chaplin
Myndir líklegast sjá mestan mun á að fara í jú quad core (i5 760 myndi henta þér vel), myndi ekki mæla með i7 860 þar sem ég efast um að þú sért eftir að nota HT mikið.

Annars ekki spila leikinn í fullum gæðum, GTX460 er öflugt kort en myndi þó reyna draga gæðin smá niður.

Re: Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Mán 17. Jan 2011 20:50
af donzo
daanielin skrifaði:Myndir líklegast sjá mestan mun á að fara í jú quad core (i5 760 myndi henta þér vel), myndi ekki mæla með i7 860 þar sem ég efast um að þú sért eftir að nota HT mikið.

Well, hver veit nema leikir munu supporta HT seinna í framtíðinni ;) ? alltaf gott að vera future proofed.

Re: Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Mán 17. Jan 2011 20:59
af capteinninn
Gæti maður með meðaltölvuþekkingu skipt um örgjörva án þess að það væri mikið mál? Eða ætti ég að fá eitthvert tölvustæðið til að gera það fyrir mig?

Hvað er annars HT ?
Er að meta að tíuþúsundkall munurinn núna verður minni seinna meir þannig að ég fæ mér líklega bara i5 örgjörvann sem danieelin mældi með

Re: Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Mán 17. Jan 2011 21:45
af capteinninn
Var núna að fatta hvað HT er.

Efa stórlega að ég muni nota það mikið því ég er aðallega að spila leiki, stunda netráp, horfa á dúvde og hlusta á tónlist.

Skelli mér á i5 örgjörvann en eins og ég spurði áðan, haldiði að maður geti alveg lagt í þetta sjálfur eða á ég að fá einhvern í að gera það fyrir mig?

Re: Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Mán 17. Jan 2011 22:46
af donzo
hannesstef skrifaði:Gæti maður með meðaltölvuþekkingu skipt um örgjörva án þess að það væri mikið mál? Eða ætti ég að fá eitthvert tölvustæðið til að gera það fyrir mig?

Hvað er annars HT ?
Er að meta að tíuþúsundkall munurinn núna verður minni seinna meir þannig að ég fæ mér líklega bara i5 örgjörvann sem danieelin mældi með

ég mældi nú með honum á undan ;< annars er HT (Hyper Threading) http://en.wikipedia.org/wiki/Hyper-threading nenni ekki að útskýra.
Enn ef þúrt bara í leikjum og ert ekkert í heavy programming (myndvinnslu etc) fáðu þér þá bara i5-760

Re: Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Mán 17. Jan 2011 22:51
af audiophile
Fáðu þér i5-760. (eða 750)

BFBC2 elskar 4 kjarna örgjörva.

Re: Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Þri 18. Jan 2011 13:35
af Varasalvi
Hæhæ, ég spila BFBC2 og ég fékk mér i5-760 örgjörfa fyrir stuttu og hann skilar mjög góðum árangri. Bara svona til að styðja það sem hinir eru búnir að vera seigja :)

Re: Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Þri 18. Jan 2011 14:17
af Orri
Ég er að spila BFBC2 á Q6600 og með HD4870 skjákort með allt í hæsta :)
Ertu að tala um þetta montage ? YouTube - BFBC2 AT4 Montage
Hinsvegar dettur leikurinn niður í 20-30 fps þegar ég tek upp með Fraps og því þarf ég líklegast að lækka einhverjar stillingar :/

Re: Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Sun 06. Feb 2011 12:55
af B550
hæ.

þú ert alveg með skjákortsdriver instalaðan er það ekki :) ?

og líka prufaðu að disabla anti alisa, hef séð dæmi sem fólk hefur verið að runna leikina í low en anti alisa á fullu og verið að spauglerast afhverju leikurinn er ekki smooth.

Re: Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Sun 06. Feb 2011 13:37
af Hargo
hannesstef skrifaði:Skelli mér á i5 örgjörvann en eins og ég spurði áðan, haldiði að maður geti alveg lagt í þetta sjálfur eða á ég að fá einhvern í að gera það fyrir mig?


http://www.youtube.com/watch?v=B3iBWAzN_Fc

Annars geturðu líka eflaust farið með þetta á tölvuverkstæði og látið gera þetta fyrir þig. Það ætti ekki að vera mjög dýrt enda er þetta einföld aðgerð. Ef þú gerir þetta sjálfur þá skaltu muna eftir að setja nýtt kælikrem á nýja örgjörvann og þrífa það gamla af heatsinkinu ;)

Gangi þér vel.

Re: Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Sun 06. Feb 2011 14:01
af DabbiGj
doNzo skrifaði:
hannesstef skrifaði:Þyrfti ég að formatta ef ég myndi skipta um örgjörva?


Nei þarft ekki að formatta ef þú skiptir um örgjörva, hinsvegar þarftu að gera það ef þú skiptir um móðurborð.


Nei það þarf ekkert að formatta nema að þú skiptir um móðurborð og það er með annað chipset, svipuð chipset geta líka bootað með sömu windows uppsetningu og eina sem þarf að gera er að græja rekla.

Re: Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Sun 06. Feb 2011 14:33
af Pandemic
Held að það sé eitthvað að stillingunum þínum mikið frekar en rigginu. Þetta setup á að ráða við leikinn í High enda er leikurinn ekki mikið að nota cpu.

Re: Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Sun 06. Feb 2011 15:13
af RazerLycoz
Pandemic skrifaði:Held að það sé eitthvað að stillingunum þínum mikið frekar en rigginu. Þetta setup á að ráða við leikinn í High enda er leikurinn ekki mikið að nota cpu.


X2 .

t.d.Ég er með i3 530 örgjörva,4gb Ram,9600gt kort og hún rennur vel i battlefield bad company sko þannig þetta á að fara létt með lekinn

Re: Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Sun 06. Feb 2011 15:48
af joi123
Var að keyra hann í hæðsta með E8400 4gb ram og gtx 275. En núna keyri ég hann á I5 2500 8gb ram og 275gtx. Myndi eitthvað skoða þetta áður en þú æðir í það að kaupa nýjan örgjörva.

Re: Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Sun 06. Feb 2011 16:02
af Pandemic
Minn E8400 hefur ekki fyrir því að spila þennan leik svo það er mjög líklega eitthvað annað.
Passaðu þig á örgjörvarúnkurunum hérna á vaktinni, getur sullað miklum peningum í lítið sem ekkert.

Re: Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Sun 06. Feb 2011 16:33
af audiophile
Pandemic skrifaði:Minn E8400 hefur ekki fyrir því að spila þennan leik svo það er mjög líklega eitthvað annað.
Passaðu þig á örgjörvarúnkurunum hérna á vaktinni, getur sullað miklum peningum í lítið sem ekkert.


E8400 keyrir hann líklega vel enda "high end" 775 örri, en hann keyrir samt betur á fjögurra kjarna enda er þessi leikur fluttur af console þar sem hann er gerður fyrir fjölkjarna umhverfi. Hann notar alla fjóra kjarna ef þeir eru til staðar.

Skoðaðu t.d þessa mynd:

Sérðu hvað i5-750, sem keyrir á 2.66ghz er að rústa i3-540 sem keyrir á 3.06ghz.

Mynd

Re: Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Sun 06. Feb 2011 16:37
af Bioeight
Það virðist vera sem core i3 530 ætti að duga til að keyra leikinn, hinsvegar hafa sumir verið að lenda í vandræðum, aðrir ekki. Þá er spurning hvort það sé eitthvað annað sem er að valda þessu, 4 GB DDR3 dugar og sömuleiðis GTX 460, þá er spurning um að þetta sé eitthvað annað(móðurborð, diskur). Spurningar: Í hvaða upplausn ertu að keyra hann í?, Ertu með hljóðkort?

Tilgáta 1: Disableaðu audioið í tölvunni þinni, ef þú átt hljóðkort prófaðu að nota það/ekki nota það, líka hægt að prófa HDMI audio á nvidia kortinu. Sjáðu hvort það er munur í fps.
Tilgáta 2: Prófaðu að neyða leikinn í DirectX 9/10/11, farðu í BFBC2 folderinn opnaðu settings.ini og breyttu í DxVersion=auto í DxVersion=9, DxVersion=10 eða DxVersion=11 og prófaðu hvort það er einhver munur á því (mæli minnst með DirectX9 og mest með DirectX 11).

Ef þú kaupir 4ja kjarna örgjörva þá virðist það leysa öll þín vandamál, spurningin er samt hvort það þurfi endilega (overkill solution).

Seriously þá virðist þessi leikur vera illa portaður yfir á PC, mín vandamál með hann á sínum tíma var að hann var að ofhita fartölvuna mína illilega, ég niðurklukkaði örgjörvann og missti ekkert í performance.

Re: Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Sun 06. Feb 2011 16:46
af Pandemic
audiophile skrifaði:
Pandemic skrifaði:Minn E8400 hefur ekki fyrir því að spila þennan leik svo það er mjög líklega eitthvað annað.
Passaðu þig á örgjörvarúnkurunum hérna á vaktinni, getur sullað miklum peningum í lítið sem ekkert.


E8400 keyrir hann líklega vel enda "high end" 775 örri, en hann keyrir samt betur á fjögurra kjarna enda er þessi leikur fluttur af console þar sem hann er gerður fyrir fjölkjarna umhverfi. Hann notar alla fjóra kjarna ef þeir eru til staðar.


Þessi lausn er samt svolítið eins og að setja túrbínu í bíl með vél sem gengur ekki á öllum.
Þú verður fyrst að finna vandamálið við núverandi vélbúnað/hugbúnað og svo þegar þú veist að allt er í lagi og finnst þetta enn vera ekki nógu hratt fyrir þig þá er kominn tími á að uppfæra.

Re: Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Sun 06. Feb 2011 16:50
af audiophile
Já Audio gæti verið með eitthvað vesen.

Ég las nú ekki nógu vel speccana þína áður en á svaraði áðan, en þú virðist vera með alveg gott setup fyrir BC2, þó að þú sért ekki með Quad. Ég spila hann á gömlum e6750 Conroe örgjörva með 4890 kort og hann er mjög smooth í 1920x1080 á low til medium. Þitt setup ætti að keyra þokkalega á High.

Farðu á My Documents og finndu BFBC2 möppuna og opnaðu Settings.ini skrána í Notepad og peistaðu stillingunum hérna.

Mínar eru t.d.

[WindowSettings]
Width=1920
Height=1080
Fullscreen=true
RefreshRate=60
VSync=false
[Sound]
Quality=low
VoipEnable=true
SpeakerCount=0
[Graphics]
Effects=low
Soldiers=medium
Vehicles=low
Overgrowth=medium
Undergrowth=low
StaticObjects=low
Terrain=medium
Shadows=low
Bloom=false
HSAO=false
MSAA=0
Water=low
MainQuality=custom
Texture=medium
DxVersion=9
Aniso=1
Detail=medium
RenderAheadLimit=2
Fov=65

Re: Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Sun 06. Feb 2011 18:32
af littli-Jake
Hargo skrifaði:
hannesstef skrifaði:Skelli mér á i5 örgjörvann en eins og ég spurði áðan, haldiði að maður geti alveg lagt í þetta sjálfur eða á ég að fá einhvern í að gera það fyrir mig?


http://www.youtube.com/watch?v=B3iBWAzN_Fc

Annars geturðu líka eflaust farið með þetta á tölvuverkstæði og látið gera þetta fyrir þig. Það ætti ekki að vera mjög dýrt enda er þetta einföld aðgerð. Ef þú gerir þetta sjálfur þá skaltu muna eftir að setja nýtt kælikrem á nýja örgjörvann og þrífa það gamla af heatsinkinu ;)

Gangi þér vel.



Það sem ég vildi óska að 775 Soketið væri svona þægilegt. Æðislega einföld og góð hönnun á þessu sínist manni

Re: Hvernig get ég bætt hraðann á BFBC2?

Sent: Fim 24. Feb 2011 15:48
af capteinninn
Sorry en ég lagaði þetta sjálfur, var bara með allt í ultra og ég lækkaði upplausnina niður um eitt stig og þá varð hann strax miklu betri, ætla að skella i5 eða i7 í hana fljótlega.

Takk fyrir hjálpina