Síða 1 af 1

Hvort er betra í leiki 64-bit eða 32-bit

Sent: Lau 04. Sep 2010 14:46
af nessinn
Er að fá mér nýja tölvu og var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að taka 64-bit eða ekki.

Er búinn að vera að google-a þetta og mér finnst ég ekki hafa fengið botn í málið, Tom's hardware gerðu grein um þetta í Maí í fyrra og þar segja þeir að það sé enginn sýnilegur munur á þessu. Aðrir segja að eldri leikir virki ekki í 64-bit o.s.frv.

Nú spyr ég ykkur vaktarar hvort ætti ég að taka 64-bit núna og auka vinnsluminnið í 8gb eða ætti ég að gera það bara seinna?

Re: Hvort er betra í leiki 64-bit eða 32-bit

Sent: Lau 04. Sep 2010 14:52
af division
Hefur ekkert að gera við 8gb vinnsluminni nema að þú sért í t.d. grafískri hönnum og þá er 64bit málið. Annars er eiginlega enginn sýnilegur munur á 32b og 64b :)

Re: Hvort er betra í leiki 64-bit eða 32-bit

Sent: Lau 04. Sep 2010 14:59
af audiophile
Fáðu þér 64bit.

Hef svosem engin rök fyrir því ef þú ert bara að spila leiki og svoleiðis, en bara svona upp á framtíðina, ekkert verra að að hafa 64bit upp á að geta einhverntímann nýtt meira en 3.5gb af minni.

You never know.....

Re: Hvort er betra í leiki 64-bit eða 32-bit

Sent: Lau 04. Sep 2010 15:18
af beatmaster
64 bita er málið, allavega ef að þú ert með Windows 7 annars þjónar 32 bit engum tilgangi lengur og ég myndi halda því fram að ef að eitthvað forrit/leikur virkar ekki í 64 bita Windows 7 þá eru 95% líkur á því að þetta sama forrit/leikur virki ekki heldur í 32 bita Windows 7

Re: Hvort er betra í leiki 64-bit eða 32-bit

Sent: Lau 04. Sep 2010 15:42
af BjarniTS
beatmaster skrifaði:64 bita er málið, allavega ef að þú ert með Windows 7 annars þjónar 32 bit engum tilgangi lengur og ég myndi halda því fram að ef að eitthvað forrit/leikur virkar ekki í 64 bita Windows 7 þá eru 95% líkur á því að þetta sama forrit/leikur virki ekki heldur í 32 bita Windows 7


Get ekki tekið undir þetta hjá þér.
Gamalt efni til dæmis virkar ekkert jafn vel í 64 bit.

Re: Hvort er betra í leiki 64-bit eða 32-bit

Sent: Lau 04. Sep 2010 16:11
af nessinn
Ætla þá bara að fá mér Windows 7 32-bit. Ef ég fæ mér meira minni síðar þá set ég bara upp 64-bit í staðinn.

Get ég ekki örugglega notað 64-bit í þessari tölvu? http://www.kisildalur.is/?p=2&id=620

Re: Hvort er betra í leiki 64-bit eða 32-bit

Sent: Lau 04. Sep 2010 16:14
af ManiO
nessinn skrifaði:Ætla þá bara að fá mér Windows 7 32-bit. Ef ég fæ mér meira minni síðar þá set ég bara upp 64-bit í staðinn.

Get ég ekki örugglega notað 64-bit í þessari tölvu? http://www.kisildalur.is/?p=2&id=620


Jú.

Re: Hvort er betra í leiki 64-bit eða 32-bit

Sent: Lau 04. Sep 2010 16:29
af rapport
BjarniTS skrifaði:
beatmaster skrifaði:64 bita er málið, allavega ef að þú ert með Windows 7 annars þjónar 32 bit engum tilgangi lengur og ég myndi halda því fram að ef að eitthvað forrit/leikur virkar ekki í 64 bita Windows 7 þá eru 95% líkur á því að þetta sama forrit/leikur virki ekki heldur í 32 bita Windows 7


Get ekki tekið undir þetta hjá þér.
Gamalt efni til dæmis virkar ekkert jafn vel í 64 bit.


Hversu gamalt?

Dos emulatorinn virkar alveg í Win7 64bit eins og Win7 32bit.´

Það skiptir held ég mestu að taka Win7 Ultimate 64bit því þá færðu "Compatability mode" möguleikana sem fylgja ekki lakari útgáfunum.

Þá getur þú sett upp og keyrt forrit í compatability mode fyrir flestar eldri útgáfur af windows...

Re: Hvort er betra í leiki 64-bit eða 32-bit

Sent: Lau 04. Sep 2010 19:03
af Revenant
rapport skrifaði:Það skiptir held ég mestu að taka Win7 Ultimate 64bit því þá færðu "Compatability mode" möguleikana sem fylgja ekki lakari útgáfunum.


Þetta er því miður rangt.

Í öllum windows útgáfum er hægt að setja forrit í compatibility mode fyrir eldri útgáfur (Windows 2000, NT, XP SP2/SP3 etc.)
Hinsvegar þá fylgir með í Professional, Enterprice og Ultimate leyfi til að nota XP mode (XPM) sem er auðveldlega hægt að herma eftir (sumir segja meira að segja betra) með því að setja XP upp í VMWare Player og nota Unity.

Ultimate útgáfan hefur ekkert umfram Pro útgáfuna sem venjulegur notandi þarf.

My conclusion: Setja upp Win 7 Pro 64-bit.
Ef þig vantar að keyra gamla leiki þá er einfaldast að setja upp XP meðfram Windows 7 og dual boota vélinni.

Re: Hvort er betra í leiki 64-bit eða 32-bit

Sent: Sun 05. Sep 2010 03:03
af rapport
Ég ætla ekki að bítast við Revenat hér að neðan, minnti að þetta væri ástæðan fyrir að ég fékk mér ultimate en ekki pro... en það er svo langt síðan að ég man það ekki.

Þetta compatability mode hefur ekki klikkað hja mér hingað til og yfir höfuð ekkert vesen...

Re: Hvort er betra í leiki 64-bit eða 32-bit

Sent: Sun 05. Sep 2010 12:45
af division
Munurinn á Pro & Ultimate er sá að það er Bitlocker á Ultimate. Það er líka Bitlocker í Enterprise útgáfunni sem er basicly fyrirtækjaútgafa af Ultimate.