TimeShift

Skjámynd

Höfundur
Saber
FanBoy
Póstar: 754
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 12
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

TimeShift

Pósturaf Saber » Mið 01. Sep 2010 15:38

Langar aðeins til þess að minnast á þennan leik. Var að klára hann í gær og ég verð að segja, hann er betri en ég reiknaði með. Þetta er fyrstu persónu skotleikur frá árinu 2007, forritaður af Saber Interactive og dreift af Sierra! Kom mér á óvart þegar Sierra logoið kom fyrst þegar ég keyrði leikinn upp. Hélt að þeir væru löngu farnir á hausinn.
Ég hafði lesið út um allt að þessi leikur væri algjört meðalmennskudót en hann stóð yfir því fyrir mér. Helstu gallar leiksins eru að sagan kemst fyrir á einu A4 blaði (og örugglega rúmlega það) og að það eru alltof fáar týpur af "baddies".

Sagan er ein sú einfaldasta en tekst þó að vera pínu mysterious. Manni er hent inn í leikinn með nánast ekkert info í höndunum nema eitthvað illskiljanlegt video. Svo bætist alltaf við söguna hvað er í gangi og á endanum er þetta farið að meika sens.

Spilunin tekst að vera "challenging" og skemmtileg, svo maður fær aldrei ógeð. Á köflum lendir maður alveg í flóði af "baddies" og þarf að plana árásina pínu til þess að hún takist. Ef maður er í algörum vanda er oftast hægt að planta sér bakvið skjól og taka þá niður um leið og þeir skjótast fyrir hornið. Það gildir þó oftast bara fyrir hluta af hópnum. Stundum lendir maður í því að þeir kasta handsprengju fyrir hornið og þá þarf maður aldeilis að rífa sig upp af rassgatinu og hlaupa eins og vindurinn. AI-ið er nokkuð gott í þessum leik, en alltaf má bæta allt. Helsti sölupunktur leiksins er svo náttúrulega "time manipulation" fítusinn. Maður getur hægt á tímanum, stoppað hann og spólað meira að segja til baka, en þó er þetta allt takmarkað við örfáar sekúndur. Þetta hefur áhrif á ALLT nema þig sjálfan spilarann, þ.e. ef þú missir líf og spólar til baka, þá færðu lífið ekki aftur. Í leiknum eru svo alls kyns þrautir þar sem þú þarft að eiga við tímann til þess að komast áfram, sumar þeirra alveg mátulega "mind boggling". Svo er náttúrulega alltaf jafn gaman að hægja á tímanum og storma í gegnum hóp af gæjum með gikkfingurinn þétt spenntan. Í seinni hluta leiksins mætir maður svo "baddies" sem eiga geta "manipulate-að" tímann. (Ég segi "eiga" vegna þess að það væri "coding hell" ef þeir gætu það í raun.) Þeir eru nokkuð "challenging" í fyrstu en fljótlega finnur maður sér aðferð til þess að díla við þá.

Grafíkin kom mér þó mest á óvart. M.v. að þessi leikur kom út 2007, þá svínlúkkar hann. Öll "texture" vinna er "top-notch" og flest "model-in" einnig. Borðin eru flott, fullt af actioni í gangi í kringum mann, í loftunum o.s.frv. Skuggarnir ótrúlega vel heppnaðir, notar "soft-shadows" á mjög vel heppnaðann máta. "Parallax mapping" sér til þess að allir veggir, vegir og hlutir hafa dýpt og svo er einhversskonar "noise" overlay yfir mörgum "texture-um" sem veldur því að þeir virðast aldrei "stretch-ed" eða í of lágri upplausn. Havok "physics" sér svo til þess að hægt sé að brjóta niður ýmsa veggi og þegar maður skýtur gaur í hausinn með haglabyssu, þá splundrast hluti af hausnum, líkaminn kastast aftur og allt verður í blóði. :twisted:
Svo virðist þetta allt saman vera kóðað mjög "efficiently", því leikurinn keyrir með allt í botni, í 1920x1200, á ca. 100-150 fps. á vélinni minni. Það eina sem ég hef út á að setja er að ég gat ómögulega fengið "Anisotropic filtering" eða "Anti-aliasing" til þess að virka, sama hvað ég reyndi. (og ég reyndi!)

Hljóðið er alveg í meðallagi. Sándin eru alveg nógu "satisfying", en þó ekkert meira en það. Leikurinn notar EAX og virðist gera það vel. Engin ofnotkun þar eða "blatant" skiptingar milli rýma. Tónlistin var hálf "forgettable".

Þannig að.... þetta er bara tussufínn leikur! Mæli með því að menn tékki á honum, ef menn gerðu það ekki á sínum tíma.

Mynd

TimeShift Demo


Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292

Skjámynd

Larfur
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Fim 24. Des 2009 14:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: TimeShift

Pósturaf Larfur » Mið 01. Sep 2010 16:47

Finnst þetta einmitt vera fínasti leikur, tímaflakksfítusinn mjög skemmtilegur.


Deeeerp

Skjámynd

Hvati
Geek
Póstar: 804
Skráði sig: Mán 19. Jan 2009 12:36
Reputation: 6
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: TimeShift

Pósturaf Hvati » Mið 01. Sep 2010 16:54

ég hef oft notað forritið nhancer til að force-a anti-aliasing í mörgum leikjum, mæli með því. Þú getur auðvitað notað Nvidia Control Panel líka...
Síðast breytt af Hvati á Mið 01. Sep 2010 17:24, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: TimeShift

Pósturaf Hnykill » Mið 01. Sep 2010 17:20

Man eftir þessum leik.. fyrsta sem maður tók eftir var einmitt þessi svaka grafík. svo var helv gaman að spila hann líka.

Og já, sagan var víst ekki merkilegri en það að ég man ekkert hvað hún var um :)


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.

Skjámynd

Höfundur
Saber
FanBoy
Póstar: 754
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 12
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: TimeShift

Pósturaf Saber » Mið 01. Sep 2010 23:40

Hvati skrifaði:ég hef oft notað forritið nhancer til að force-a anti-aliasing í mörgum leikjum, mæli með því. Þú getur auðvitað notað Nvidia Control Panel líka...


Gaurinn sem forritar nHancer er ekki búinn að gefa út útgáfu sem styður 2xx.xx driverana frá nVidia og 1xx.xx er ekki með stuðning fyrir GTX 460. En takk samt.


Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292