Síða 1 af 1

Hvaða LAN-mót eru í gangi á landinu?

Sent: Lau 14. Ágú 2010 00:17
af Olafst
Sælir herramenn

Hvernig er staðan á LAN-mótum þessi síðustu messeri hérna á klakanum?
Hérna í den voru Skjálftamótin haldin reglulega og voru þá stærstu og bestu mótin með 1337 p1mps(good old times).

Eru einhver mót haldin í dag sem eru að telja hundrað manns eða fleiri?
Sá hérna á vaktinni að HRingurinn er haldið árlega í ágúst. Um 150 skráningar þar.
Einnig hefur verið í gangi hálfdauð umræða um vaktarlan sem virtist fjara út.

Ég er einna helst að leita að stóru og vel skipulögðu móti sem gæti verið aðlaðandi fyrir styrktaraðila.
Ekki 20-30 manna bílskúrs-lan með serverinn á sömu vél og spilarinn sem er með bestu tölvuna :)

Hvaða önnur LAN mót hafa verið í gangi? Endilega sendið mér ábendingar ef þið hafið upplýsingar.

p.s. ef einhver umsjónarmaður HRingsins les þetta þá væri fróðlegt að fá að heyra aðeins í þeim.

Re: Hvaða LAN-mót eru í gangi á landinu?

Sent: Lau 14. Ágú 2010 00:19
af evilscrap
Olafst skrifaði:Sælir herramenn

Hvernig er staðan á LAN-mótum þessi síðustu messeri hérna á klakanum?
Hérna í den voru Skjálftamótin haldin reglulega og voru þá stærstu og bestu mótin með 1337 p1mps(good old times).

Eru einhver mót haldin í dag sem eru að telja hundrað manns eða fleiri?
Sá hérna á vaktinni að HRingurinn er haldið árlega í ágúst. Um 150 skráningar þar.
Einnig hefur verið í gangi hálfdauð umræða um vaktarlan sem virtist fjara út.

Ég er einna helst að leita að stóru og vel skipulögðu móti sem gæti verið aðlaðandi fyrir styrktaraðila.
Ekki 20-30 manna bílskúrs-lan með serverinn á sömu vél og spilarinn sem er með bestu tölvuna :)

Hvaða önnur LAN mót hafa verið í gangi? Endilega sendið mér ábendingar ef þið hafið upplýsingar.

p.s. ef einhver umsjónarmaður HRingsins les þetta þá væri fróðlegt að fá að heyra aðeins í þeim.


http://www.gamer.is

Re: Hvaða LAN-mót eru í gangi á landinu?

Sent: Lau 14. Ágú 2010 01:05
af GullMoli
Langar aðeins að forvitnast, eru einhverjir fleiri en ég á HRingnum?

Re: Hvaða LAN-mót eru í gangi á landinu?

Sent: Lau 14. Ágú 2010 10:51
af dezeGno
http://www.Gamer.is hefur staðið að núna einum 4-5 mótum og hafa gengið misvel. Við höfum haldið 3 stór mót með yfir 450 skráningum og síðan nokkur minni mót, þar sem einungis hefur verið keppt í CS 1.6 og voru invite mót með 8-16 liðum. Fyrstu tvö stóru mótin fóru fram í Mest húsinu í Norðlingaholtinu en þar sem verið er að breyta því í fimleikahús þurftum við að leita að nýju húsnæði fyrir seinasta mót og var þá notað Gamla Hive húsið í Síðumúla.

Á stóru mótunum hafa verið þrír leikir sem hafa mest verið spilaðir, en það eru Counter-Strike 1.6, Counter-Strike: Source og síðan Call Of Duty 4, en það hafa verið fleiri leikir í gangi eins og á þar seinasta stór móti sem var haldið 5-7. febrúar voru nokkrir sem komu til okkar og vildu fá Starcraft inn og voru 8 manns sem kepptu í honum.

Verðlaunin hafa ekki verið af verri endanum, peningaverðlaun að andvirði 200.000, en á febrúar mótinu fengu sigurvegarar cs 1.6 50.000 kr, miða í bíó frá sambíó og miða frá Techno.is á tónleika að eigin vali.

Hægt er að skoða myndir af mótunum á heimasíðu Gamer, www.Gamer.is og eSports.is