Síða 1 af 1

PS3 biluð, er eitthvað hægt að gera?

Sent: Sun 20. Jún 2010 20:33
af Danni V8
Ég veit ekki hvað gerðist en bróðir minn sagði að tölvan hafi bara frosið allt í einu og síðan ekki getað spilað neina leiki lengur.

Ég kveikti á henni og tók strax eftir að það var eitthvað að grafíkinni, fullt af artifacts út um allt og öll logo alveg í fokki. Ég prófaði að skipta um harða diskinn og blása innan úr henni, kveikti síðan á henni og lét hana standa en ekki liggja og þá var allt í lagi með hana nema þegar hún er búin að vera í gangi í smá stund, þá fokkast grafíkin upp í þungum leikjum. Get ekki útskýrt þetta betur en að texture fletir fara að blikka svarthvítir, það rísa upp risa súlur úr texture-inu og það verður bara allt ljótt.. en samt alveg hægt að spila alla leiki ef maður getur litið framhjá þessu.

Ég held að tölvan hafi ofhitnað og grafíkskubburinn skemmst.. er eitthvað hægt að laga þetta?

Ef ekki, er einhver sem tekur bilaðar PS3 tölvur uppí tölvur í lagi?

Þetta er ameríkutölva sem var keypt í Desember 2006, 60 gb (250gb núna), hægt að spila PS2 leiki, 4 usb tengi og kortalesari fyrir fullt af minniskortum.

Re: PS3 biluð, er eitthvað hægt að gera?

Sent: Sun 20. Jún 2010 20:49
af KrissiK
virkar drifið í tölvunni? ef svo er ... þá væri ég til í að taka það á svona 10 - 15k :)

Re: PS3 biluð, er eitthvað hægt að gera?

Sent: Sun 20. Jún 2010 22:01
af Danni V8
Ég ætla ekki að parta þessa tölvu. Ég get ennþá notað hana sem BluRay spilara og það er nóg til þess að ég vil eiga hana áfram.

Re: PS3 biluð, er eitthvað hægt að gera?

Sent: Sun 20. Jún 2010 23:26
af KrissiK
hehe ,, var líka að opna mína núna og tók eftir því að Blu-Ray laserinn er ónýtur þannig að ég ætla bara að kaupa mér nýjan laser um mánaðarmótin :)

Re: PS3 biluð, er eitthvað hægt að gera?

Sent: Sun 20. Jún 2010 23:49
af emmi
Getur annaðhvort talað við Sónn eða farið með vélina í Elkó og fengið rúmlega 30þús kall fyrir hana uppí nýja.

Re: PS3 biluð, er eitthvað hægt að gera?

Sent: Mið 30. Jún 2010 10:01
af doddi
KrissiK Frekar mundi ég kaupa disk sem þurkar lensur og það kostar bara um kringum 2000 3000 en að kaupa nýtt laser :D

Re: PS3 biluð, er eitthvað hægt að gera?

Sent: Mið 30. Jún 2010 10:44
af DJOli
doddi skrifaði:KrissiK Frekar mundi ég kaupa disk sem þurkar lensur og það kostar bara um kringum 2000 3000 en að kaupa nýtt laser :D


ef lazerinn er ónýtur þá þýðir ekkert að þurrka hann...

alveg eins og að ef bíllinn þinn væri með ónýta vél, þá myndi vélin ekkert virka frekar ef þú ákveður að þrífa bílinn.

Re: PS3 biluð, er eitthvað hægt að gera?

Sent: Mið 30. Jún 2010 14:56
af SIKO
þetta er pottþétt skjákortið sem er ekki að fá næga kælingu eða eitthvað í þeim dúr....
tölvan mín fór svona og lísti sér alveg eins,,, um leið og hun fer að hitna þá koma þetta framm.....

ég skipti um viftuna sem var greinilega orðin þreitt og hefur ekki klikkað síðan

Re: PS3 biluð, er eitthvað hægt að gera?

Sent: Mið 30. Jún 2010 15:12
af SteiniP
Þetta lýsir sér nákvæmlega eins og ofhitnun á skjákorti.

Ég myndi prófa að opna hana og gá hvort að allar viftur séu ekki í lagi, rífa svo kælinguna af og rykhreinsa vel og skipta um kælikrem á örgjörva og skjákorti.

Re: PS3 biluð, er eitthvað hægt að gera?

Sent: Mið 07. Júl 2010 17:57
af Danni V8
Það er einn hérna búinn að bjóða sig fram til að gera við hana. Ég ætla að taka því boði. Þarf bara að fara að drulla mér með tölvuna til hans, er að draga þetta allt of mikið :oops: