Síða 1 af 1

EA Customer Support - A true story

Sent: Fim 04. Sep 2008 15:33
af einzi
Langaði endilega að deila með ykkur smá mola um mín samskipti við EA Customer Support.

Sagan byrjar þannig að ég og nokkrir félagar mínir höfðum byrjað að stunda það að spila Battlefield 2 svona einu sinni í viku á local neti, þar sem ekki allir áttu leikinn. Ég sjálfur átti leikinn en enga aukapakka. Eftir nokkrar vikur er okkur farið að þyrsta í fleiri borð, fleiri farartæki og fleiri leiðir til að drepa hvorn annan, og þar virstist BF2 Booster pack og Special Forces koma sterkt inn. Einn af okkur kaupir, sem virðist vera síðasta eintakið af Complete pack á landinu, en ekki gátum við spilað booster pakkana því til þess þurfti active online account.

Og þá hefjast vandræðin. Ég ætlaði sko sannarlega að spara mér sporin og aurinn með því að vera ógeðslega sniðugur að kaupa bara pakkann á EA Shop, ekkert mál! Stimpla inn upplýsingar, þú veist, kennitölu, bankanúmer, tekjur síðasta árs, miðnafn móður minnar, nafnið á gæludýrinu mínu. Standard upplýsingar nú til dags. Kreditkortanúmerið mitt? Ekkert mál. Ég var ekki fyrr búinn að smella á "Confirm" þegar ég fann að veskið mitt léttist um nokkur pund, en eftir stóð ég ... og hvað svo?...

EA Download Manager
Setti upp þetta saklausa tól sem vildi allt fyrir mig gera nema að sýna mér leikina sem ég hafði keypt, já og að leyfa mér að skrá mig inn. Já helvítis lykilorðið, eins gott að ég muni miðnafnið hennar mömmu og sé ekki búinn að sturta gæludýrinu niður og fá mér nýtt því þá myndi ég aldrei fá nýtt lykilorð. Og ég byrja á þessu venjulega ferli að endurheimta lykilorðið mitt nema ekkert gengur, alveg sama hvað ég reyni. Þannig að ég dæsi aðeins og fer að leita af upplýsingum hvar ég gæti haft samband við EA um að hjálpa mér. Ég finn flottan stað þar sem ég get sent inn fyrirspurn en ég verð að skrá mig inn til að geta sent. "en ég GET EKKI skráð mig inn, það er einmitt vandamálið ARG!!" Þannig að ég neyðist til að búa til nýjann aðgang til að geta haft samband.

Kjáninn ég skrifaði:
Er að reyna að reseta passwordinu á accountinum mínum en ekkert virkar. Búinn að kaupa dótið. Gef upp þessar standard upplýsingar um buxnastærð og svona.

og fæ ég eftirfarandi svar
Anurag EA Online Support. skrifaði:Thank you for writing to Electronic Arts accounts services.

I apologize for the inconvenience caused to you. You will need to create an EA classic account and then associate it to you E-mail address account.

To create a new EA classic account please visit http://www.pogo.com and click on register and follow the instructions to create account. Use the E-mail address on it.

In order to link the BF2 online ID "einzi" with the EA account, please do the following:

- Please visit https://account.ea.com/myacct/verify-pa ... er&skin=er
- Enter the EA account and its password and click on "sign in".
- Re-enter the password.
- Click on "Downloads info tab".
- Click on "Edit Battlefield 2 Account Name".
- Enter the BF2 online ID twice and click "ok".

Once you have done this you will be able to access your game.

For your issue regarding reset of password I am redirecting this mail to the correct department and they should be able to assist you further.

If there is anything else we may do to assist you please let us know.

Thank you,


WTF!?! .. pogo.com .. en ég vill spila BF2. Vill taka það fram að þetta er 4 login skjárinn sem ég fæ eða er vísað á. Ok gott og vel, ég geri eins og mér er sagt nema það er ekkert Download info á þessum stað. Aftur stopp og annað bréf

Kjáninn ég skrifaði:
Fór á pogo síðuna og gerði það sem þú sagðir, en það var ekkert Download Info Tab. Orðinn kexruglaður af öllum þessum mismundani account types. HELP!!
Kveðja

Re: EA Customer Support - A true story

Sent: Fim 04. Sep 2008 15:34
af einzi
Nú hér fæ ég ekkert svar í 7 daga en í millitíðinni fæ ég Customer service survey, sem ég fylli samviskusamlega út með fullt af blótsyrðum og mömmubröndurum. 4 Tímum seinna fæ ég þetta bréf:

Sean M - EA Online Support. skrifaði:Hi

Thank you for writing to Electronic Arts accounts services.

I have been assigned to your case, and you can contact me if you have any further questions.

It seems that these products were never correctly activated, so you should see them in your download manager now.

Thank you,

Sean M


Vá .. ég fæ minn eigin EA Customer Service Representitive :) .. Og nú upphefst þessi skemmtilega bilanaleit í cirka þessari röð og með viðeigandi bréfaskriftum.

- Download hnappurinn er grár og ekki hægt að byrja að dla
Lausn: Relog, eða manual reinstall á download manager
En alveg sama hvað var gert þá gat ég ekki byrjað að downloada leikjunum.

Þá kom þetta:
Sean M - EA Online Support. skrifaði:Greetings,

We have actually just became aware of an issue with the Download Manager and our engineers are working on this. Please continue to check back in the download manager, and you will see this issue resolved shortly.

Thank you,

Sean M


ARRRG .. en eftir viku þá gat ég loksins náð í leikina og þá var liðinn tæpur mánuður síðan kaupin fóru fram. Ok, install gekk vel og ég sá fram á að loksins gæti ég nú spilað þessa leiki. En nei, "You must purchase Booster Pack before you can play this map". ARG .. Og þá segir Sean mér að ég sé ekki búinn að activatea leikina, sem ég hélt að hann hefði gert þegar hann sagði að þeir hefðu ekki verið "properly activated".
Sean M - EA Online Support. skrifaði:Greetings, I manually register BF2 to this account with this serial key: XXX-XXX-XXX-XXX-XXX

You may have to uninstall and reinstall using that key.

Thank you,

Sean M


Jæja ok, dót hangir inni stundum en eftir 5 tíma uppsetningarmarathon að prófa að gera hitt og þetta sem Sean segir mér að gera, erum við engu nær að ná að spila BF2 og ég er víst orðinn meistari í Solitare og Minesweeper.
2 vikum seinna og ekkert gengur þá dettur Sean í hug að fara að tech supporta vélina mína, sem ég skildi ekki alveg að kæmi þessu við, en læt leiðast bara til að fá þetta í gangi.

Svo fer ég í frí eftir að hafa sent Sean smá skeiti og 2 vikum seinna þá hef ég ekki enn fengið svar og sé að það er búið að loka caseinum mínu (það gerist víst ef það er ekkkert activity á 7 dögum ).

Þá fæ ég nóg og heimta bara endurgreiðslu, 2 mánuðum seinna. Og fæ þetta til baka:
EARep Paolo - EA Online Support. skrifaði:Thank you for contacting Electronic Arts.

I'm sorry that you’re having difficulties with Game. Unfortunately, EA does not offer refunds on any products downloaded through the EA STORE.

Sincerely,

EARep Paolo
Player Relations
Electronic Arts.


Ég fæ kast og skrifa til baka og stuttu seinna fæ ég þetta bréf

EARep Paolo - EA Online Support. skrifaði:Thank you for writing back.

As per your request I have cancelled the order and have issued a refund for the charges of GBP24.97. Your refund request number is XXXXXXX. I request you to please wait for 5 to 7 business days and the money will be credited back to your credit card.

If there is anything else we can help you with please let us know.

Sincerely,

EARep Paolo
Player Relations
Electronic Arts.


VEIIIII fæ peninginn minn aftur en fatta svo að þökk sé gengisbreytingum verð ég af einhverjum hundraðköllum .. frábært


... ég mun hugsa mig 2var um áður en ég kaupi eitthvað frá EA Store aftur...

Re: EA Customer Support - A true story

Sent: Fim 04. Sep 2008 15:48
af GGG
Þarna er ein helsta ástæða þess að torrent og piracy er svona vinsælt um allan heim,
maður lendir í meiri vandræðum með keypta/löglega leiki en pirated leiki. #-o

.

Re: EA Customer Support - A true story

Sent: Fim 04. Sep 2008 20:35
af Gúrú
Og ég sem var að fara að klikka á send á þræðinum hjá gaurnum að hann ætti að kaupa Spore hjá Ea.com :shock:

Finnst þetta fáránlegt, hef heyrt margt slæmt um ea búðina í samanburði við t.d. hina yndislegu steam búð, og myndi í rauninni aldrei sjálfur versla frá þeim útaf þessum download manager.
Hef keypt 4 leiki af steam og aldrei neitt vandamál.

Og að vera ekki búinn að fully prófa download managerinn? Hneyksli...

Re: EA Customer Support - A true story

Sent: Fim 04. Sep 2008 20:45
af Minuz1
Gúrú skrifaði:Og ég sem var að fara að klikka á send á þræðinum hjá gaurnum að hann ætti að kaupa Spore hjá Ea.com :shock:

Finnst þetta fáránlegt, hef heyrt margt slæmt um ea búðina í samanburði við t.d. hina yndislegu steam búð, og myndi í rauninni aldrei sjálfur versla frá þeim útaf þessum download manager.
Hef keypt 4 leiki af steam og aldrei neitt vandamál.

Og að vera ekki búinn að fully prófa download managerinn? Hneyksli...


Hehe....þekki EA af eigin raun...flest stóru game developer fyrirtækin eru bara með rusl support.

Sean virðist samt hjálpsamur með ólíkindum, verst að hann veit ekkert um hvað málið fjallar....sem er mjög algengt.

Re: EA Customer Support - A true story

Sent: Fim 04. Sep 2008 21:39
af Orri
Svipað gerðist með vin minn, en ekki þessi vandræði með að ná í leikinn. Heldur er það að Activate'a Booster Packana. Hann gerir allt samkvæmt Booster Pack Activation leiðbeiningunum, fer svo í leikinn, og Booster Pack'arnir virka ekki, þá reynir hann þetta aftur, en auðvitað kemur "This activation code has been used" og ekkert hægt að gera. Hann á eftir að skrifa EA bréf.

Re: EA Customer Support - A true story

Sent: Fim 04. Sep 2008 21:40
af Aimar
hehe, þetta er svona típísk saga sem gerir menn geggjaða. ég væri búinn að hamra lyklaborðið í rusl. mér finnst þú nú hafa helvíti góða stjórn á þér að hafa ekki gefist upp.

Re: EA Customer Support - A true story

Sent: Fös 05. Sep 2008 00:40
af einzi
Það sem náttúrulega bjargar málunum og skapinu hjá mér, er að þetta gerist yfir svo langan tíma að maður náði að róa sig niður á milli. En það mun örugglega líða þónokkur tími þar til ég hef það í mér að spila BF2 aftur, skemmti alveg fyrir mér.

Re: EA Customer Support - A true story

Sent: Fös 05. Sep 2008 09:20
af einzi
Smá update ...

paypal skrifaði:Dear einzi,

DigitalRiver UK SARL (XXX@XXX.com) has issued you a full or partial refund for your payment.

Message from merchant: CPGREFUND:XXXXXXXXXXXX
----------------------------------------------------------------
Original Payment Details
----------------------------------------------------------------
Date Payment Sent: Jun. 26, 2008
Amount: 24.97 GBP

Sincerely,
PayPal


Djöfull voru þeir snöggir að þessu, bjóst alveg við að þeir myndu nýta sér þessa 5-7 daga til að kveðja peninginn, en nú get ég fagnað með þessum pening um helgina \:D/

Re: EA Customer Support - A true story

Sent: Mið 17. Sep 2008 16:54
af einzi
Ég rakst á nokkuð skondinn þráð sem að fékk mig til að hugsa til baka um stundirnar sem við Sean M áttum saman í heitum bréfaskriftum. Ég bara eiginlega varð að bæta honum hér við svona til staðfestingar á þeim álitshnekk sem EA hefur orðið fyrir af minni hálfu.

http://forums.electronicarts.co.uk/crys ... -copy.html

Re: EA Customer Support - A true story

Sent: Mið 17. Sep 2008 17:39
af Gúrú
einzi skrifaði:Ég rakst á nokkuð skondinn þráð sem að fékk mig til að hugsa til baka um stundirnar sem við Sean M áttum saman í heitum bréfaskriftum. Ég bara eiginlega varð að bæta honum hér við svona til staðfestingar á þeim álitshnekk sem EA hefur orðið fyrir af minni hálfu.

http://forums.electronicarts.co.uk/crys ... -copy.html


Vá, pirringurinn sem þetta hefur valdið gæjanum er ómetanlegt tjón :shock: