Síða 1 af 1

Gamestöðin

Sent: Fös 20. Jún 2008 10:58
af Dagur
Ég rakst á þessa auglýsingu á psx.is og xbox360.is

Gamestöðin
Miðað við gengi íslensku krónunnar þá sjá íslenskir neytendur fram á hækkandi leikjaverð sem er auðvitað mannréttindabrot á svona litlu landi!
Gamestöðin ætlar sér að sporna við þeirri þróun því okkar mottó er: Spilaðu meira, borgaðu minna!

Gamestöðin er ný búð sem býður upp á þann möguleika að skipta notaða leiknum eða leikjatölvunni upp í pening, annan notaðan eða nýjan leik, nú eða nýja eða notaða leikjatölvu.

Við tökum við leikjum fyrir eftirfarandi leikjavélar, XBOX 360, PS3, PS2, Nintendo Wii, PSP og Nintendo DS. Auk þess seljum við nýja PC leiki. Einnig seljum við aukahluti fyrir leikjavélarnar.

Gamestöðin er eina sérverslunin á Íslandi með tölvuleiki. Hjá okkur vinna alvöru leikjaunnendur sem hafa sterkar skoðanir á leikjunum sem þeir selja. Þá trúum við því að þú eigir rétt á því að reynsluaka leiknum áður en þú kaupir hann. Til að gera það mögulegt, erum við með allar leikjavélarnar tengdar þannig að þú getur auðveldlega prófað.

Þá höfum við fjárfest í nýrri græju sem gerir við rispaða diska* þannig að þeir verða nánast sem nýir. Við munum bjóða sérstakt kynningartilboð fyrst um sinn, eða 500 krónur fyrir einn disk eða 1200 krónur fyrir þrjá diska og við þorum að ábyrgjast að þeir verði nothæfir eftir okkar meðhöndlun. Því segjum ef hann virkar ekki eftir við höfum lokið okkur af, þá færðu endurgreitt!

Búðin er opin frá 12-22 alla daga vikunnar og er staðsett í Skeifunni 17.
Símanúmerið okkar frá og með laugardeginum er 550-4400.

Verslunarstjórinn er Ásgeir Ingvarsson en hann er einmitt mikill aðdáandi Race Driver: Grid.

* Við tökum ekki Blu-ray diska fyrst um sinn, þannig ekki rispa þá þangað til!

Kveðja, Gamestöðin.



Og smá aukaupplýsingar
http://www.psx.is/forums/index.php?s=&s ... st&p=45608
Skal reyna að svara einhverju af þessu fyrir ykkur. Fékk smá info frá þeim. Ætti vonandi að hjálpa.

Þetta er svona eins og gamestop í usa þá? en hérna hvað er maður að fá fyrir að skipta ps3 leik inn? í peningum?
- Já, við greiðum fyrir leiki í peningum eða innleggsnótum!

sammála aguero hvað myndi maður fá fyrir ps3 leikinn í peningum vantar að losna við nba street homecourt hræðilegur leikur en hann virkar fínt
- Það fer eftir því hvort margir skili honum, ef það koma mjög margir þá er líklegt að upphæðin sé ekki há... en þeir fyrstu sem koma með hann fá mest fyrir hann að sjálfsögðu!

En maður er náttúrulega íslensk(ur) rolla neytandi þannig maður á eflaust eftir að mæta og njóta þess að geta keypt leiki af sama fyrirtækinu á 3 mismunandi verðum, þannig t.d. hvort viltu dýrt (Gamestöðin), dýrara (BT) eða dýrast (Skífan) - .. þannig er val okkar í dag og verður áfram.
- Gamestöðin er sjálfstætt starfandi fyrirtæki sem er með sömu eigendur og aðrar verslanir Árdegis en með sér framkvæmdarstjóra. Varðandi verðin, þá segi ég bara.... láttu okkur koma þér á óvart!

er hægt að skipta fyrsta kvöldið eða er það bara kynningar kvöld
- byrjum að skipta klukkan 19:00 smile.gif

Re: Gamestöðin

Sent: Fös 01. Ágú 2008 02:29
af svanur
Hvað eru PS3 leikir að fara á ? Getiðið komið einhver dæmi um kaup eða skipti ?

Og hvernig er úrval leikja í dag ? Á hvað seljast nýir Nintendo DS leikir ?

Re: Gamestöðin

Sent: Fös 01. Ágú 2008 10:33
af Dagur
Ég held að þeir borgi mest 3000-3500 fyrir leiki (og þá mjög nýlega eða vinsæla). Ef þeir eiga einhver eintök fyrir þá borga þeir auðvitað minna.

Síðast þegar ég fór þangað var búið að hækka verðið á nýju leikjunum. Ég er ekki viss um að þeir séu neitt ódýrari en aðrar búðir lengur.