Síða 1 af 1

Leikir fastir í SD

Sent: Fös 23. Maí 2008 12:44
af Viktor
Ég stend í einu hræðilega furðulegu vandamáli. Var að installa GTA:SA og svo setti ég svona "High Quality" pakka svo allt sé flottara í leiknum. Svo fer ég í leikinn, og characterinn er bara alltaf að labba afturábak þótt ég sé ekki að ýta á neina takka. Svo installa ég Oblivion og ætla að prufa hann, en nei, þá er characterinn í honum líka alltaf að labba afturábak og smá til vinstri e-ð.

Kannast einhver við þetta vandamál? Hvað á ég að gera?

Re: Leikir fastir í SD

Sent: Fös 23. Maí 2008 13:37
af zedro
Ertu með einhvern joystick í sambandi? Hef lent í því að leikur fór í fubar því joystick var í sambandi og leikurinn vildi alltaf nota hann.