Síða 1 af 1

Guitar Hero aðdáendur gleðjist Meira Frelsi

Sent: Lau 12. Apr 2008 15:26
af zedro

Re: Guitar Hero aðdáendur gleðjist Meira Frelsi

Sent: Lau 12. Apr 2008 15:29
af Turtleblob
Þetta er samt með sorglegri hlutum sem ég hef séð, ef Mercedes Club seldu stærri hluta af sál sinni (sem ég er forviða á að skuli vera til) myndi síminn fá að setja tattú á þau öllsömul

Re: Guitar Hero aðdáendur gleðjist Meira Frelsi

Sent: Lau 12. Apr 2008 17:27
af appel
Þetta er drullufyndið :)

Re: Guitar Hero aðdáendur gleðjist Meira Frelsi

Sent: Lau 12. Apr 2008 19:09
af Turtleblob
1857 - Skammast mín samt hálfpartinn fyrir þetta :roll:

Re: Guitar Hero aðdáendur gleðjist Meira Frelsi

Sent: Lau 12. Apr 2008 19:11
af hallihg
Mér gekk ágætlega =D

Re: Guitar Hero aðdáendur gleðjist Meira Frelsi

Sent: Lau 12. Apr 2008 21:45
af coldcut
ég fæ alltaf 0 stig =(

Re: Guitar Hero aðdáendur gleðjist Meira Frelsi

Sent: Lau 12. Apr 2008 22:46
af axyne
:8)

Re: Guitar Hero aðdáendur gleðjist Meira Frelsi

Sent: Sun 13. Apr 2008 00:15
af einzi
hehe .. ekki veit ég hvort er verra .. þau að selja sálu sína eða fólk sé virkilega að spila þetta :D

Re: Guitar Hero aðdáendur gleðjist Meira Frelsi

Sent: Sun 13. Apr 2008 00:44
af Daz
Hvaða tal er þetta um að selja sál sína? Þetta er bara fólk að leika í auglýsingum og fá fyrir það peninga. Sé ekki alveg hvernig sálin kemur þarna inn í.

Re: Guitar Hero aðdáendur gleðjist Meira Frelsi

Sent: Sun 13. Apr 2008 03:26
af Turtleblob
Þetta er lag sem þau gáfu út - sem þau gerðu heilt myndband við. Þetta er ekki bara auglýsing. Þetta er svona hálfgerður heilaþvottur...
*raul* ég hringi ef ég vil...*/raul*

Re: Guitar Hero aðdáendur gleðjist Meira Frelsi

Sent: Sun 13. Apr 2008 03:41
af Klemmi
Flott ...

Re: Guitar Hero aðdáendur gleðjist Meira Frelsi

Sent: Sun 13. Apr 2008 11:17
af Daz
Turtleblob skrifaði:Þetta er lag sem þau gáfu út - sem þau gerðu heilt myndband við. Þetta er ekki bara auglýsing. Þetta er svona hálfgerður heilaþvottur...
*raul* ég hringi ef ég vil...*/raul*

Myndbandið var gert með fjármagni frá Símanum (og hlustandi á lagið myndi maður nú halda að textinn hafi verið saminn með það að stefnu að selja þetta sem auglýsingu fyrir símann). S.s. þetta er bara hópur fólks sem er að vekja athygli á einhverri vöru og fá borgað fyrir það. Þó þau kalli sig hljómsveit verða þau ekkert sálarlaus skrímsli við það að vinna fyrir laununum sínum.

Re: Guitar Hero aðdáendur gleðjist Meira Frelsi

Sent: Mán 14. Apr 2008 23:30
af Fumbler
Daz skrifaði:
Turtleblob skrifaði:Þetta er lag sem þau gáfu út - sem þau gerðu heilt myndband við. Þetta er ekki bara auglýsing. Þetta er svona hálfgerður heilaþvottur...
*raul* ég hringi ef ég vil...*/raul*

Myndbandið var gert með fjármagni frá Símanum (og hlustandi á lagið myndi maður nú halda að textinn hafi verið saminn með það að stefnu að selja þetta sem auglýsingu fyrir símann). S.s. þetta er bara hópur fólks sem er að vekja athygli á einhverri vöru og fá borgað fyrir það. Þó þau kalli sig hljómsveit verða þau ekkert sálarlaus skrímsli við það að vinna fyrir laununum sínum.
Og eru ekki allir sem fóru í Bíó til að horfa á Auglýsingu glaðir. =D>

Re: Guitar Hero aðdáendur gleðjist Meira Frelsi

Sent: Mán 14. Apr 2008 23:56
af Viktor
Auðvitað er þetta bara auglýsing þetta lag. "Ég þarf meira frelsi, hringi ef ég vil" og svo framvegis. Getið ekki neitað því að þetta er sniðug hugmynd ;P Þangað til Síminn verður kærður.

Re: Guitar Hero aðdáendur gleðjist Meira Frelsi

Sent: Þri 15. Apr 2008 08:12
af ÓmarSmith
haha

kærður fyrir nákvæmlega hvað ?


að vera með heitar gellur og vinsæla gæa í e-i auglýsingu ?

Re: Guitar Hero aðdáendur gleðjist Meira Frelsi

Sent: Þri 15. Apr 2008 08:26
af hallihg
ÓmarSmith skrifaði:haha

kærður fyrir nákvæmlega hvað ?


Fyrir villandi auglýsingaaðferðir. Samkeppnisstofnun er víst komin í málið, því það eru til lög um auglýsingar og hvernig það verði að vera ljóst fyrir borgurum hvað sé verið að auglýsa. Þetta myndband og lag var sett í umferð áður en nokkur maður vissi að þetta væri Símaauglýsing. Eða þetta er það sem er í fjölmiðlum.

Re: Guitar Hero aðdáendur gleðjist Meira Frelsi

Sent: Þri 15. Apr 2008 11:37
af k0fuz
http://img441.imageshack.us/my.php?image=erettaandlithq3.jpg


Vinur minn naði þessu, ekki spyrja mig hvernig.

Re: Guitar Hero aðdáendur gleðjist Meira Frelsi

Sent: Þri 15. Apr 2008 12:26
af blitz
hallihg skrifaði:
ÓmarSmith skrifaði:haha

kærður fyrir nákvæmlega hvað ?


Fyrir villandi auglýsingaaðferðir. Samkeppnisstofnun er víst komin í málið, því það eru til lög um auglýsingar og hvernig það verði að vera ljóst fyrir borgurum hvað sé verið að auglýsa. Þetta myndband og lag var sett í umferð áður en nokkur maður vissi að þetta væri Símaauglýsing. Eða þetta er það sem er í fjölmiðlum.


Þegar ég sá þetta fyrst var alveg augljóst að þetta öskraði á mann að þetta væri auglýsing fyrir farsíma..

Re: Guitar Hero aðdáendur gleðjist Meira Frelsi

Sent: Þri 15. Apr 2008 13:49
af ÓmarSmith
hallihg skrifaði:
ÓmarSmith skrifaði:haha

kærður fyrir nákvæmlega hvað ?


Fyrir villandi auglýsingaaðferðir. Samkeppnisstofnun er víst komin í málið, því það eru til lög um auglýsingar og hvernig það verði að vera ljóst fyrir borgurum hvað sé verið að auglýsa. Þetta myndband og lag var sett í umferð áður en nokkur maður vissi að þetta væri Símaauglýsing. Eða þetta er það sem er í fjölmiðlum.



Og kemur það ekki nægilega vel fram í lokin hvað sé verið að auglýsa ?

Ef þú nærð því ekki er það ekki vandamál auglýsingaskrifstofunnar held ég. Frekar User based problem ;)

Re: Guitar Hero aðdáendur gleðjist Meira Frelsi

Sent: Þri 15. Apr 2008 14:35
af Klemmi
ÓmarSmith skrifaði:
hallihg skrifaði:
ÓmarSmith skrifaði:haha

kærður fyrir nákvæmlega hvað ?


Fyrir villandi auglýsingaaðferðir. Samkeppnisstofnun er víst komin í málið, því það eru til lög um auglýsingar og hvernig það verði að vera ljóst fyrir borgurum hvað sé verið að auglýsa. Þetta myndband og lag var sett í umferð áður en nokkur maður vissi að þetta væri Símaauglýsing. Eða þetta er það sem er í fjölmiðlum.



Og kemur það ekki nægilega vel fram í lokin hvað sé verið að auglýsa ?

Ef þú nærð því ekki er það ekki vandamál auglýsingaskrifstofunnar held ég. Frekar User based problem ;)


Einnig hafa nú oft verið auglýsingar sem gefa engar upplýsingar um hvað er verið að auglýsa, heldur aðeins: Fylgstu með 15 apríl/maí/whatever
Svo að ég trúi því nú varla að auglýsingastofur séu það vitlausar að hafa ekki kynnt sér lög sem gilda um auglýsingar áður en þeir fara út í hönnun á þess lags auglýsingum.

Re: Guitar Hero aðdáendur gleðjist Meira Frelsi

Sent: Þri 15. Apr 2008 16:16
af hallihg
ÓmarSmith skrifaði:
hallihg skrifaði:
ÓmarSmith skrifaði:haha

kærður fyrir nákvæmlega hvað ?


Fyrir villandi auglýsingaaðferðir. Samkeppnisstofnun er víst komin í málið, því það eru til lög um auglýsingar og hvernig það verði að vera ljóst fyrir borgurum hvað sé verið að auglýsa. Þetta myndband og lag var sett í umferð áður en nokkur maður vissi að þetta væri Símaauglýsing. Eða þetta er það sem er í fjölmiðlum.



Og kemur það ekki nægilega vel fram í lokin hvað sé verið að auglýsa ?

Ef þú nærð því ekki er það ekki vandamál auglýsingaskrifstofunnar held ég. Frekar User based problem ;)


Tengist ekkert því hverju ég næ og hverju ekki, lestu það sem ég skrifaði.

Mér finnst þetta lag og þessi auglýsing góður húmor eins og flest sem Gillzenegger gerir, hvað þá Jón Gnarr, en hann er víst heilinn á bakvið þetta.

Eins og ég sagði, þetta er það sem var í fjölmiðlum, og er ástæðan fyrir því að Samkeppnisstofnun er að skoða þetta. Og auk þess brýtur þetta víst í bága við siðareglur samtaka auglýsingastofa.