Síða 1 af 1

Hökkt í leik í 32 bita upplausn en ekki í 16 bita?

Sent: Mið 26. Mar 2008 01:54
af DoofuZ
Ég hef verið að spila GTA SA eitthvað að undanförnu og var nýlega aðeins að fikta með grafíkstillingarnar en fram að þessu þá var ég búinn að vera að spila hann í upplausninni 1280x800 þrátt fyrir að 20" Acer skjárinn minn virki best í 1680x1050 en ef ég stilli á þá upplausn þá hef ég hingað til ekki getað haft allar aðrar stillingar í hæsta. En nú var ég að setja leikinn uppí þá upplausn og fór að fikta í hinum stillingunum, bæði í leiknum sjálfum og í Catalyst Control og þá komst ég að því að ef ég stilli upplausnina í leiknum á 1680x1050 og hef það 16 bita þá er leikurinn mjög fínn með allt annað í botni og ekkert hökkt en um leið og ég set það í 32 bita þá fer hann að hökkta.

Er virkilega svona mikill munur á 16 bita og 32 bita upplausn eða?

Sent: Mið 26. Mar 2008 02:38
af Selurinn
Ég lennti líka í þessu með SA á X1650Pro korti.

Hafði bara stillt á 16-bitta......:S

Sent: Mið 26. Mar 2008 17:22
af DoofuZ
Get ég þá engan veginn stillt á 32 bita? Afhverju virkar það svona miklu verr?

Sent: Mið 26. Mar 2008 17:53
af Xyron
Margir leikir gefa valmöguleika á að keyra í annaðhvort 16-bita eða 32-bita litadýpt. Þá verið að tala um hversu mikið video minni á að nota fyrir hvern pixel.

32-bita litadýpt gefur meira range af litum sem hver pixel getur notað, sem skilar sér í betri gæðum í leiknum. Vegna þess að þú notar talsvert meira video minni til að fá þessi betri gæði, þá minnkar rammafjöldinn og þú færð hikst í leikinn..